Mikið púsluspil Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júlí 2013 08:00 Þórey Rósa og Einar Ingi verða í eldlínunni í Noregi á næsta ári en parið hefur samið við sitthvort úrvalsdeildarfélagið. Mynd/Valli Parið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á leið til Noregs. Einar Ingi mun leika með ØIF Arendal sem hafnaði í sjötta sæti deildarkeppninnar í fyrra en komst alla leið í lokaúrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Elverum. Arendal keppir því í EHF-bikarnum á næstu leiktíð. Þórey Rósa samdi við Våg Vipers sem hafnaði einnig í sjötta sæti í úrvalsdeild kvenna en komst ekki lengra í úrslitakeppninni. Bæði léku þau síðast í Danmörku þar sem Einar Ingi var á mála hjá Mors-Thy og Þórey Rósa hjá Team Tvis Holstebro. Þau gera bæði tveggja ára samning við félögin með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Við fórum bæði til Noregs til að skoða aðstæður hjá liðunum og þær voru til fyrirmyndar á báðum stöðum,“ segir Einar Ingi Hrafnsson í samtali við Fréttablaðið. „Liðin eru bæði með glænýjar hallir og allt til alls á svæðinu.“ Einar Ingi fer í lið sem fór alla leið í úrslitaviðureignina á síðasta tímabili. „Þau markmið sem ég hef fengið að heyra frá þjálfaranum eru einföld, hann vill að liðið bæti sig. Það er ekki gerð nein sérstök krafa á titla hjá Arendal, en sem íþróttamaður stefnir maður alltaf á slíkt. Norska deildin er að styrkjast mikið og menn að snúa til baka úr atvinnumennsku til að spila í sínu heimalandi. Liðið ætlar að vera í toppbaráttu á næsta tímabili.“Vildu vera áfram í Danmörku Handboltaparið flytur nú frá Danmörku til Noregs. „Við hefðum í raun viljað vera áfram í Danmörku. Þar eru fullt af góðum karla- og kvennaliðum en það hefur kostað okkur mikinn tíma og vinnu að ná þessu öllu saman. Við viljum búa saman en á sama tíma spila í liði í hæsta gæðaflokki og það getur verið erfitt að ná því fram. Það kom alveg fyrir að lið sýndu mér kannski áhuga en þá var ekkert kvennalið nálægt því svæði og öfugt. Við erum því mjög ánægð með þessa niðurstöðu.“ Þórey Rósa varð Evrópumeistari með Team Tvis Holstebro á síðasta ári, en er hún að fara í slakara lið? „Ég hlakka til að takast á við nýtt verkefni og það virðist vera mikil uppbygging hjá liðinu,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir. „Ég er samt sem áður ekki á leiðinni í lið sem er að fara spila til úrslita í Evrópukeppni og það má því alveg líta á það þannig að þetta sé örlítið skref niður á við en norski kvennahandboltinn er samt gríðarlega vel metinn í heiminum. Þetta verða bara aðeins öðruvísi verkefni. Ég stefni klárlega að því að vera áfram í jafn góðu formi sem leikmaður og ef eitthvað bæta mig enn meira.“Þriðja tungumálið „Það var auðvitað leiðinlegt að kveðja Danmörku og liðið en sem betur fer gat ég gert það með góðri samvisku. Eftir svona frábært tímabil getur maður farið sáttur frá borði.“ Getur verið erfitt að láta hlutina ganga upp þegar báðir aðilar eru atvinnumenn í handbolta. „Við viljum bæði vera í hæsta gæðaflokki og höfum okkar kröfur og metnað en það gerir þetta ótrúlega erfitt og mikið púsluspil. Undanfarin ár höfum við aftur á móti verið rosalega heppin í þessum málum og vonandi gengur allt upp hjá okkur á ný. Okkur langaði samt sem áður að halda áfram að vera í Danmörku, við einfaldlega nenntum ekki að fara læra þriðja tungumálið,“ segir Þórey spaugileg. Parið talar í dag þýsku og dönsku og nú bætist norskan við. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Parið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á leið til Noregs. Einar Ingi mun leika með ØIF Arendal sem hafnaði í sjötta sæti deildarkeppninnar í fyrra en komst alla leið í lokaúrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Elverum. Arendal keppir því í EHF-bikarnum á næstu leiktíð. Þórey Rósa samdi við Våg Vipers sem hafnaði einnig í sjötta sæti í úrvalsdeild kvenna en komst ekki lengra í úrslitakeppninni. Bæði léku þau síðast í Danmörku þar sem Einar Ingi var á mála hjá Mors-Thy og Þórey Rósa hjá Team Tvis Holstebro. Þau gera bæði tveggja ára samning við félögin með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Við fórum bæði til Noregs til að skoða aðstæður hjá liðunum og þær voru til fyrirmyndar á báðum stöðum,“ segir Einar Ingi Hrafnsson í samtali við Fréttablaðið. „Liðin eru bæði með glænýjar hallir og allt til alls á svæðinu.“ Einar Ingi fer í lið sem fór alla leið í úrslitaviðureignina á síðasta tímabili. „Þau markmið sem ég hef fengið að heyra frá þjálfaranum eru einföld, hann vill að liðið bæti sig. Það er ekki gerð nein sérstök krafa á titla hjá Arendal, en sem íþróttamaður stefnir maður alltaf á slíkt. Norska deildin er að styrkjast mikið og menn að snúa til baka úr atvinnumennsku til að spila í sínu heimalandi. Liðið ætlar að vera í toppbaráttu á næsta tímabili.“Vildu vera áfram í Danmörku Handboltaparið flytur nú frá Danmörku til Noregs. „Við hefðum í raun viljað vera áfram í Danmörku. Þar eru fullt af góðum karla- og kvennaliðum en það hefur kostað okkur mikinn tíma og vinnu að ná þessu öllu saman. Við viljum búa saman en á sama tíma spila í liði í hæsta gæðaflokki og það getur verið erfitt að ná því fram. Það kom alveg fyrir að lið sýndu mér kannski áhuga en þá var ekkert kvennalið nálægt því svæði og öfugt. Við erum því mjög ánægð með þessa niðurstöðu.“ Þórey Rósa varð Evrópumeistari með Team Tvis Holstebro á síðasta ári, en er hún að fara í slakara lið? „Ég hlakka til að takast á við nýtt verkefni og það virðist vera mikil uppbygging hjá liðinu,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir. „Ég er samt sem áður ekki á leiðinni í lið sem er að fara spila til úrslita í Evrópukeppni og það má því alveg líta á það þannig að þetta sé örlítið skref niður á við en norski kvennahandboltinn er samt gríðarlega vel metinn í heiminum. Þetta verða bara aðeins öðruvísi verkefni. Ég stefni klárlega að því að vera áfram í jafn góðu formi sem leikmaður og ef eitthvað bæta mig enn meira.“Þriðja tungumálið „Það var auðvitað leiðinlegt að kveðja Danmörku og liðið en sem betur fer gat ég gert það með góðri samvisku. Eftir svona frábært tímabil getur maður farið sáttur frá borði.“ Getur verið erfitt að láta hlutina ganga upp þegar báðir aðilar eru atvinnumenn í handbolta. „Við viljum bæði vera í hæsta gæðaflokki og höfum okkar kröfur og metnað en það gerir þetta ótrúlega erfitt og mikið púsluspil. Undanfarin ár höfum við aftur á móti verið rosalega heppin í þessum málum og vonandi gengur allt upp hjá okkur á ný. Okkur langaði samt sem áður að halda áfram að vera í Danmörku, við einfaldlega nenntum ekki að fara læra þriðja tungumálið,“ segir Þórey spaugileg. Parið talar í dag þýsku og dönsku og nú bætist norskan við.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira