Íslenska kvikmyndin XL sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð Kristjana Arnarsdóttir skrifar 4. júlí 2013 08:00 María Birta Bjarnadóttir, Marteinn Þórsson leikstjóri og Ólafur Darri Ólafsson stilltu sér upp fyrir ljósmyndara hátíðarinnar á þriðjudaginn.Mynd/AFP „Við erum mjög glöð með viðtökurnar. Það var fullur salur á frumsýningunni, 1200 manns, sem var frábært,“ segir leikkonan María Birta Bjarnadóttir sem er stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi. Kvikmynd Marteins Þórssonar, XL, var valin í aðalkeppni hátíðarinnar en María Birta fer með aðalhlutverk í myndinni ásamt Ólafi Darra Ólafssyni. Kvikmyndin var sýnd á þriðjudagskvöld og segir María Birta að undirbúningurinn hafi ekki verið mikill. „Við þurftum að kíkja í smá fyrirpartí þar sem ég fór í viðtal og nokkrar myndatökur. Svo vorum við sótt, þar sem búið var að ákveða hver færi í hvaða bíl. Þaðan keyrðum við svo á rauða dregilinn.“ María Birta klæddist svörtum kjól á rauða dreglinum en skipti yfir í sumarlegan kjól frá Alexander McQueen fyrir viðtölin og myndatökurnar. Karlovy Vary-kvikmyndahátíðin er ein sú elsta í heimi og er ein af fjórtán kvikmyndahátíðum sem teljast til hátíða í A-flokki. Árið 2007 hlaut íslenska kvikmyndin Mýrin aðalverðlaun hátíðarinnar. Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Við erum mjög glöð með viðtökurnar. Það var fullur salur á frumsýningunni, 1200 manns, sem var frábært,“ segir leikkonan María Birta Bjarnadóttir sem er stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi. Kvikmynd Marteins Þórssonar, XL, var valin í aðalkeppni hátíðarinnar en María Birta fer með aðalhlutverk í myndinni ásamt Ólafi Darra Ólafssyni. Kvikmyndin var sýnd á þriðjudagskvöld og segir María Birta að undirbúningurinn hafi ekki verið mikill. „Við þurftum að kíkja í smá fyrirpartí þar sem ég fór í viðtal og nokkrar myndatökur. Svo vorum við sótt, þar sem búið var að ákveða hver færi í hvaða bíl. Þaðan keyrðum við svo á rauða dregilinn.“ María Birta klæddist svörtum kjól á rauða dreglinum en skipti yfir í sumarlegan kjól frá Alexander McQueen fyrir viðtölin og myndatökurnar. Karlovy Vary-kvikmyndahátíðin er ein sú elsta í heimi og er ein af fjórtán kvikmyndahátíðum sem teljast til hátíða í A-flokki. Árið 2007 hlaut íslenska kvikmyndin Mýrin aðalverðlaun hátíðarinnar.
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira