Íslenska kvikmyndin XL sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð Kristjana Arnarsdóttir skrifar 4. júlí 2013 08:00 María Birta Bjarnadóttir, Marteinn Þórsson leikstjóri og Ólafur Darri Ólafsson stilltu sér upp fyrir ljósmyndara hátíðarinnar á þriðjudaginn.Mynd/AFP „Við erum mjög glöð með viðtökurnar. Það var fullur salur á frumsýningunni, 1200 manns, sem var frábært,“ segir leikkonan María Birta Bjarnadóttir sem er stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi. Kvikmynd Marteins Þórssonar, XL, var valin í aðalkeppni hátíðarinnar en María Birta fer með aðalhlutverk í myndinni ásamt Ólafi Darra Ólafssyni. Kvikmyndin var sýnd á þriðjudagskvöld og segir María Birta að undirbúningurinn hafi ekki verið mikill. „Við þurftum að kíkja í smá fyrirpartí þar sem ég fór í viðtal og nokkrar myndatökur. Svo vorum við sótt, þar sem búið var að ákveða hver færi í hvaða bíl. Þaðan keyrðum við svo á rauða dregilinn.“ María Birta klæddist svörtum kjól á rauða dreglinum en skipti yfir í sumarlegan kjól frá Alexander McQueen fyrir viðtölin og myndatökurnar. Karlovy Vary-kvikmyndahátíðin er ein sú elsta í heimi og er ein af fjórtán kvikmyndahátíðum sem teljast til hátíða í A-flokki. Árið 2007 hlaut íslenska kvikmyndin Mýrin aðalverðlaun hátíðarinnar. Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Lífið samstarf Fleiri fréttir Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Við erum mjög glöð með viðtökurnar. Það var fullur salur á frumsýningunni, 1200 manns, sem var frábært,“ segir leikkonan María Birta Bjarnadóttir sem er stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi. Kvikmynd Marteins Þórssonar, XL, var valin í aðalkeppni hátíðarinnar en María Birta fer með aðalhlutverk í myndinni ásamt Ólafi Darra Ólafssyni. Kvikmyndin var sýnd á þriðjudagskvöld og segir María Birta að undirbúningurinn hafi ekki verið mikill. „Við þurftum að kíkja í smá fyrirpartí þar sem ég fór í viðtal og nokkrar myndatökur. Svo vorum við sótt, þar sem búið var að ákveða hver færi í hvaða bíl. Þaðan keyrðum við svo á rauða dregilinn.“ María Birta klæddist svörtum kjól á rauða dreglinum en skipti yfir í sumarlegan kjól frá Alexander McQueen fyrir viðtölin og myndatökurnar. Karlovy Vary-kvikmyndahátíðin er ein sú elsta í heimi og er ein af fjórtán kvikmyndahátíðum sem teljast til hátíða í A-flokki. Árið 2007 hlaut íslenska kvikmyndin Mýrin aðalverðlaun hátíðarinnar.
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Lífið samstarf Fleiri fréttir Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira