Íslenska kvikmyndin XL sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð Kristjana Arnarsdóttir skrifar 4. júlí 2013 08:00 María Birta Bjarnadóttir, Marteinn Þórsson leikstjóri og Ólafur Darri Ólafsson stilltu sér upp fyrir ljósmyndara hátíðarinnar á þriðjudaginn.Mynd/AFP „Við erum mjög glöð með viðtökurnar. Það var fullur salur á frumsýningunni, 1200 manns, sem var frábært,“ segir leikkonan María Birta Bjarnadóttir sem er stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi. Kvikmynd Marteins Þórssonar, XL, var valin í aðalkeppni hátíðarinnar en María Birta fer með aðalhlutverk í myndinni ásamt Ólafi Darra Ólafssyni. Kvikmyndin var sýnd á þriðjudagskvöld og segir María Birta að undirbúningurinn hafi ekki verið mikill. „Við þurftum að kíkja í smá fyrirpartí þar sem ég fór í viðtal og nokkrar myndatökur. Svo vorum við sótt, þar sem búið var að ákveða hver færi í hvaða bíl. Þaðan keyrðum við svo á rauða dregilinn.“ María Birta klæddist svörtum kjól á rauða dreglinum en skipti yfir í sumarlegan kjól frá Alexander McQueen fyrir viðtölin og myndatökurnar. Karlovy Vary-kvikmyndahátíðin er ein sú elsta í heimi og er ein af fjórtán kvikmyndahátíðum sem teljast til hátíða í A-flokki. Árið 2007 hlaut íslenska kvikmyndin Mýrin aðalverðlaun hátíðarinnar. Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Við erum mjög glöð með viðtökurnar. Það var fullur salur á frumsýningunni, 1200 manns, sem var frábært,“ segir leikkonan María Birta Bjarnadóttir sem er stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi. Kvikmynd Marteins Þórssonar, XL, var valin í aðalkeppni hátíðarinnar en María Birta fer með aðalhlutverk í myndinni ásamt Ólafi Darra Ólafssyni. Kvikmyndin var sýnd á þriðjudagskvöld og segir María Birta að undirbúningurinn hafi ekki verið mikill. „Við þurftum að kíkja í smá fyrirpartí þar sem ég fór í viðtal og nokkrar myndatökur. Svo vorum við sótt, þar sem búið var að ákveða hver færi í hvaða bíl. Þaðan keyrðum við svo á rauða dregilinn.“ María Birta klæddist svörtum kjól á rauða dreglinum en skipti yfir í sumarlegan kjól frá Alexander McQueen fyrir viðtölin og myndatökurnar. Karlovy Vary-kvikmyndahátíðin er ein sú elsta í heimi og er ein af fjórtán kvikmyndahátíðum sem teljast til hátíða í A-flokki. Árið 2007 hlaut íslenska kvikmyndin Mýrin aðalverðlaun hátíðarinnar.
Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira