Útlendingamál og rangfærslur Pawels Halla Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2013 06:00 Pawel Bartoszek skrifar um margt ágæta grein í Fréttablaðið 14. júní sl. þar sem hann fjallar um útlendingamál. Greinin er ágæt fyrir þær sakir að Pawel minnir á þá staðreynd – sem ætti að vera augljós – að ákvarðanir um brottvísanir, hæli og útgáfu dvalarleyfa byggja á löggjöf en ekki á geðþóttaákvörðunum ráðherra, þótt oft sé sett fram krafa um að hið síðarnefnda ráði. Hins vegar virðist takmarkaður áhugi á að ræða lagarammann, miklu fremur einstaka mál sem koma upp og hljóta athygli fjölmiðla. Við þetta mætti bæta að í umræðunni er oftar en ekki öllu þvælt saman, umsóknir um hæli og dvalarleyfi fólks utan EES eru lagðar að jöfnu. Í fyrrnefnda tilfellinu gilda alþjóðalög sem fjalla um vernd fólks sem flýja hefur þurft ofsóknir en dvalarleyfi fjalla um aðrar forsendur dvalar og er alfarið á valdi Alþingis að ákveða með lögum. Kærunefnd og frumvarp En Pawel klykkir síðan út í grein sinni með því að hnýta í vinstrimenn fyrir að hafa litlu breytt til að „opna Ísland fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi“ og heldur því fram að síðustu tillögur Ögmundar Jónassonar hafi miðað að því einu að skipa sjálfstæða kærunefnd „um deilumál tengd brottvísunum útlendinga o.fl.“ Slíkt hefði að mati Pawels engu breytt þar sem nefndin myndi úrskurða eftir sömu lögunum. Erfitt er að skilja hvað Pawel gengur til með þessari fullyrðingu. Fyrir utan það að kærunefndin hefði bæði víðtækara og mikilvægara hlutverk en Pawel heldur fram þá fer hann með rangt mál þegar hann segir nefndina mundu úrskurða á grundvelli núgildandi laga. Staðreyndin er sú að ákvæði um þessa nefnd er að finna í viðamiklu frumvarpi sem Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi síðastliðinn vetur og felur í sér setningu nýrra heildarlaga um útlendinga, m.ö.o. ný lög sem úrskurðað yrði eftir. Breyta þarf atvinnuréttindum Forsaga málsins er sú að árið 2011 skipaði Ögmundur Jónasson starfshóp þriggja ráðuneyta til að fara yfir lög um útlendinga og lög um atvinnuréttindi útlendinga og gegndi undirrituð formennsku í þeirri nefnd. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu snemmsumars 2012 og lagði til að sett yrðu ný heildarlög um málefni útlendinga, auk þess sem greindar voru sérstaklega ákveðnar breytingar á dvalarleyfaflokkum og heimildum fólks til að setjast að hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar var hafist handa við að semja frumvarp á grunni tilagnanna og var það sem fyrr segir lagt fyrir á síðasta þingi. Ekki gengu þó allar tillögur starfshópsins eftir, svo sem lesa má um í greinargerð með frumvarpinu, en til þess hefði þurft áframhaldandi samstöðu með velferðarráðuneytinu sem fer með lög um atvinnuréttindi. Án þess að gera breytingar á atvinnuréttindalögunum – og helst að steypa þeim saman við lög um útlendinga svo sem starfshópurinn lagði til – verður örðugt að fara í þá átt sem Pawel kallar eftir; að opna Ísland í meira mæli fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi. Mannúðlegri lög Með þeim aðkallandi breytingum sem Ögmundur Jónasson lagði til með frumvarpi sínu sl. vetur eru hins vegar stigin mikilvæg skref í átt að mannúðlegri löggjöf, styrkari réttindum hælisleitenda og flóttafólks, bættum rétti aðstandenda til dvalar hér á landi (þ. á m. barna) og afnámi hluta þeirrar mismununar á grundvelli menntunar sem er í núgildandi lögum. Þá er lögð rík áhersla á að lögin séu skýr og skilmerkileg, enda geta þau verið úrslitaþáttur í lífi fólks. Ágreiningur ríkjandi Núgildandi lög um útlendinga annars vegar og atvinnuréttindi útlendinga hins vegar voru sett árið 2002 í miklum ágreiningi. Vilji þáverandi meirihluta til að setja ný heildarlög um útlendinga var skiljanlegur, enda hin fyrri lög frá árinu 1965 löngu úr sér gengin, en á sama tíma hefði verið æskilegt að ná fram breiðari sátt um lögin. Ágreiningurinn hefur litað umfjöllun um málaflokkinn allar götur síðan, sem er ekki til góðs, hvorki fyrir almenna umræðu né fyrir það fólk sem á allt sitt undir löggjöfinni. Tilraun til sáttar Ögmundur Jónasson gerði tilraun til að leggja grunn að sátt um ný heildarlög. Þær tillögur náðu ekki fram að ganga á síðasta þingi, að hluta til vegna skorts á pólitískum áhuga og að hluta til vegna skorts á tíma. Þetta verkefni bíður nú nýs innanríkisráðherra en einnig – og ekki síður – nýs velferðarráðherra, sem þarf að láta til sín taka í málaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek skrifar um margt ágæta grein í Fréttablaðið 14. júní sl. þar sem hann fjallar um útlendingamál. Greinin er ágæt fyrir þær sakir að Pawel minnir á þá staðreynd – sem ætti að vera augljós – að ákvarðanir um brottvísanir, hæli og útgáfu dvalarleyfa byggja á löggjöf en ekki á geðþóttaákvörðunum ráðherra, þótt oft sé sett fram krafa um að hið síðarnefnda ráði. Hins vegar virðist takmarkaður áhugi á að ræða lagarammann, miklu fremur einstaka mál sem koma upp og hljóta athygli fjölmiðla. Við þetta mætti bæta að í umræðunni er oftar en ekki öllu þvælt saman, umsóknir um hæli og dvalarleyfi fólks utan EES eru lagðar að jöfnu. Í fyrrnefnda tilfellinu gilda alþjóðalög sem fjalla um vernd fólks sem flýja hefur þurft ofsóknir en dvalarleyfi fjalla um aðrar forsendur dvalar og er alfarið á valdi Alþingis að ákveða með lögum. Kærunefnd og frumvarp En Pawel klykkir síðan út í grein sinni með því að hnýta í vinstrimenn fyrir að hafa litlu breytt til að „opna Ísland fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi“ og heldur því fram að síðustu tillögur Ögmundar Jónassonar hafi miðað að því einu að skipa sjálfstæða kærunefnd „um deilumál tengd brottvísunum útlendinga o.fl.“ Slíkt hefði að mati Pawels engu breytt þar sem nefndin myndi úrskurða eftir sömu lögunum. Erfitt er að skilja hvað Pawel gengur til með þessari fullyrðingu. Fyrir utan það að kærunefndin hefði bæði víðtækara og mikilvægara hlutverk en Pawel heldur fram þá fer hann með rangt mál þegar hann segir nefndina mundu úrskurða á grundvelli núgildandi laga. Staðreyndin er sú að ákvæði um þessa nefnd er að finna í viðamiklu frumvarpi sem Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi síðastliðinn vetur og felur í sér setningu nýrra heildarlaga um útlendinga, m.ö.o. ný lög sem úrskurðað yrði eftir. Breyta þarf atvinnuréttindum Forsaga málsins er sú að árið 2011 skipaði Ögmundur Jónasson starfshóp þriggja ráðuneyta til að fara yfir lög um útlendinga og lög um atvinnuréttindi útlendinga og gegndi undirrituð formennsku í þeirri nefnd. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu snemmsumars 2012 og lagði til að sett yrðu ný heildarlög um málefni útlendinga, auk þess sem greindar voru sérstaklega ákveðnar breytingar á dvalarleyfaflokkum og heimildum fólks til að setjast að hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar var hafist handa við að semja frumvarp á grunni tilagnanna og var það sem fyrr segir lagt fyrir á síðasta þingi. Ekki gengu þó allar tillögur starfshópsins eftir, svo sem lesa má um í greinargerð með frumvarpinu, en til þess hefði þurft áframhaldandi samstöðu með velferðarráðuneytinu sem fer með lög um atvinnuréttindi. Án þess að gera breytingar á atvinnuréttindalögunum – og helst að steypa þeim saman við lög um útlendinga svo sem starfshópurinn lagði til – verður örðugt að fara í þá átt sem Pawel kallar eftir; að opna Ísland í meira mæli fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi. Mannúðlegri lög Með þeim aðkallandi breytingum sem Ögmundur Jónasson lagði til með frumvarpi sínu sl. vetur eru hins vegar stigin mikilvæg skref í átt að mannúðlegri löggjöf, styrkari réttindum hælisleitenda og flóttafólks, bættum rétti aðstandenda til dvalar hér á landi (þ. á m. barna) og afnámi hluta þeirrar mismununar á grundvelli menntunar sem er í núgildandi lögum. Þá er lögð rík áhersla á að lögin séu skýr og skilmerkileg, enda geta þau verið úrslitaþáttur í lífi fólks. Ágreiningur ríkjandi Núgildandi lög um útlendinga annars vegar og atvinnuréttindi útlendinga hins vegar voru sett árið 2002 í miklum ágreiningi. Vilji þáverandi meirihluta til að setja ný heildarlög um útlendinga var skiljanlegur, enda hin fyrri lög frá árinu 1965 löngu úr sér gengin, en á sama tíma hefði verið æskilegt að ná fram breiðari sátt um lögin. Ágreiningurinn hefur litað umfjöllun um málaflokkinn allar götur síðan, sem er ekki til góðs, hvorki fyrir almenna umræðu né fyrir það fólk sem á allt sitt undir löggjöfinni. Tilraun til sáttar Ögmundur Jónasson gerði tilraun til að leggja grunn að sátt um ný heildarlög. Þær tillögur náðu ekki fram að ganga á síðasta þingi, að hluta til vegna skorts á pólitískum áhuga og að hluta til vegna skorts á tíma. Þetta verkefni bíður nú nýs innanríkisráðherra en einnig – og ekki síður – nýs velferðarráðherra, sem þarf að láta til sín taka í málaflokknum.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun