Hrunið og heimskan Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. júní 2013 06:00 Hrunið olli öllum Íslendingum miklum skaða. Það varð „forsendubrestur“ hjá allri þjóðinni. Sumir misstu atvinnuna – og eru atvinnulausir enn. Aðrir urðu fyrir stórfelldu eignatapi. Sumir misstu allt sem þeir áttu. Greiðslubyrði námslána stórhækkaði. Kaupmáttur launafólks hrundi. Aldrað fólk og öryrkjar urðu fyrir mikilli lífskjaraskerðingu. Bætur aldraða fólksins voru t.d. skertar um 17 milljarða króna á sl. fjórum árum, auk minnkunar kaupmáttar lífeyris- og bótagreiðslna. Og fólk sem skuldaði húsnæðis- og bílalán auk neyslulána varð fyrir miklu áfalli – líka sá mikli fjöldi sem kominn var í greiðsluþrot af eigin völdum löngu fyrir hrun. Svona var þetta. Samt hefur orðræða öll síðustu fjögur ár svo til einvörðungu snúist um vanda þeirra síðasttöldu, skuldara húsnæðis-, bíla- og neyslulána. Og kosningarnar snerust líka aðeins um þá og þeirra vanda. Lofað var að leysa hann. Lítið talað um aðra. Skautað yfir þá. Að sæmilega vel upplýst fólk skuli fást til þess að trúa að í skuldugu samfélagi á vonarvöl sé hægt að rétta einum hópi fólks fjárhæðir milli tvö hundruð og þrjú hundruð milljarða króna án þess að það komi við nokkurn annan í samfélaginu sem á í vök að verjast; ríkissjóð, skattborgara eða hina tjónsþolana?! Alltaf munu verða til einhverjir þeir sem láta til þess leiðast að lofa í kosningum meiru en hægt er að efna . En þarna var lofað svo miklu meiru en hægt er að efna. Meiru en nokkur dæmi eru til um í gervallri sögu kosninga á Íslandi. Hættan er ekki bara sú að meðvituð sjálfsblekking hafi tekið völdin af heilbrigðri skynsemi fólks; jafnvel að heimskan hafi borið hyggjuvitið ofurliði. Hættan er fordæmið sem verið er að setja. Ef hægt er að stefna til sín fjöldafylgi með því að lofa fólki miklu meiru en nokkur skynsemi segir að hægt sé að efna hvernig mun þá næsta kosningabarátta líta út? Endurheimt heilbrigðrar skynsemi er þjóðþrifamál en líkast til fást ekki mörg atkvæði út á slíka stefnu. A.m.k. ekki eins og sakir standa.Meðvituð sjálfsblekking Meðvituð sjálfsblekking virðist fjarska lífseig á Íslandi. Eins og þegar ágætlega greint og gáfað fólk eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun ásamt fleirum láta sér til hugar koma að fyrir tilstilli þjóðaratkvæðagreiðslu þá sé hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir forystu ríkisstjórnar þar sem allir ráðherrar og báðir stjórnarflokkar hafa lýst djúpri andstöðu sinni við hvort tveggja; aðildarviðræðurnar og inngöngu í ESB. Hvernig heldur þú, lesandi góður, að viðbrögðin yrðu úti í heimi ef ætti að halda viðræðum áfram af hálfu Íslands undir forystu ríkisstjórnar sem ekki aðeins lýsir sig algerlega andvíga sjálfum efnisatriðum viðræðnanna heldur telur Ísland ekkert erindi eiga í ESB?! Sá utanríkisráðherra sem mætti til leiks í Brussel með þannig veganesti yrði réttilega aðhlátursefni umheimsins – og sjálf íslenska þjóðin þar með. Við kæmumst enn og aftur í heimsfréttirnar. Afreksfólk í aðhlátri! Auðvitað vita þeir Þorsteinn og Benedikt þetta mætavel. Ég trúi því ekki að líka þarna hafi heimskan borið hyggjuvitið ofurliði. Held frekar að greindir og góðviljaðir sjálfstæðismenn eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun leggi þarna sérstakt kapp á meðvitaða sjálfsblekkingu til þess að þurfa ekki að horfast í augu við þá staðreynd, að ef þeir hefðu viljað áframhald viðræðnanna hefðu þeir þurft að kjósa eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sem sé ekki heimska heldur meðvituð sjálfsblekking af ærnu tilefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hrunið olli öllum Íslendingum miklum skaða. Það varð „forsendubrestur“ hjá allri þjóðinni. Sumir misstu atvinnuna – og eru atvinnulausir enn. Aðrir urðu fyrir stórfelldu eignatapi. Sumir misstu allt sem þeir áttu. Greiðslubyrði námslána stórhækkaði. Kaupmáttur launafólks hrundi. Aldrað fólk og öryrkjar urðu fyrir mikilli lífskjaraskerðingu. Bætur aldraða fólksins voru t.d. skertar um 17 milljarða króna á sl. fjórum árum, auk minnkunar kaupmáttar lífeyris- og bótagreiðslna. Og fólk sem skuldaði húsnæðis- og bílalán auk neyslulána varð fyrir miklu áfalli – líka sá mikli fjöldi sem kominn var í greiðsluþrot af eigin völdum löngu fyrir hrun. Svona var þetta. Samt hefur orðræða öll síðustu fjögur ár svo til einvörðungu snúist um vanda þeirra síðasttöldu, skuldara húsnæðis-, bíla- og neyslulána. Og kosningarnar snerust líka aðeins um þá og þeirra vanda. Lofað var að leysa hann. Lítið talað um aðra. Skautað yfir þá. Að sæmilega vel upplýst fólk skuli fást til þess að trúa að í skuldugu samfélagi á vonarvöl sé hægt að rétta einum hópi fólks fjárhæðir milli tvö hundruð og þrjú hundruð milljarða króna án þess að það komi við nokkurn annan í samfélaginu sem á í vök að verjast; ríkissjóð, skattborgara eða hina tjónsþolana?! Alltaf munu verða til einhverjir þeir sem láta til þess leiðast að lofa í kosningum meiru en hægt er að efna . En þarna var lofað svo miklu meiru en hægt er að efna. Meiru en nokkur dæmi eru til um í gervallri sögu kosninga á Íslandi. Hættan er ekki bara sú að meðvituð sjálfsblekking hafi tekið völdin af heilbrigðri skynsemi fólks; jafnvel að heimskan hafi borið hyggjuvitið ofurliði. Hættan er fordæmið sem verið er að setja. Ef hægt er að stefna til sín fjöldafylgi með því að lofa fólki miklu meiru en nokkur skynsemi segir að hægt sé að efna hvernig mun þá næsta kosningabarátta líta út? Endurheimt heilbrigðrar skynsemi er þjóðþrifamál en líkast til fást ekki mörg atkvæði út á slíka stefnu. A.m.k. ekki eins og sakir standa.Meðvituð sjálfsblekking Meðvituð sjálfsblekking virðist fjarska lífseig á Íslandi. Eins og þegar ágætlega greint og gáfað fólk eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun ásamt fleirum láta sér til hugar koma að fyrir tilstilli þjóðaratkvæðagreiðslu þá sé hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir forystu ríkisstjórnar þar sem allir ráðherrar og báðir stjórnarflokkar hafa lýst djúpri andstöðu sinni við hvort tveggja; aðildarviðræðurnar og inngöngu í ESB. Hvernig heldur þú, lesandi góður, að viðbrögðin yrðu úti í heimi ef ætti að halda viðræðum áfram af hálfu Íslands undir forystu ríkisstjórnar sem ekki aðeins lýsir sig algerlega andvíga sjálfum efnisatriðum viðræðnanna heldur telur Ísland ekkert erindi eiga í ESB?! Sá utanríkisráðherra sem mætti til leiks í Brussel með þannig veganesti yrði réttilega aðhlátursefni umheimsins – og sjálf íslenska þjóðin þar með. Við kæmumst enn og aftur í heimsfréttirnar. Afreksfólk í aðhlátri! Auðvitað vita þeir Þorsteinn og Benedikt þetta mætavel. Ég trúi því ekki að líka þarna hafi heimskan borið hyggjuvitið ofurliði. Held frekar að greindir og góðviljaðir sjálfstæðismenn eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun leggi þarna sérstakt kapp á meðvitaða sjálfsblekkingu til þess að þurfa ekki að horfast í augu við þá staðreynd, að ef þeir hefðu viljað áframhald viðræðnanna hefðu þeir þurft að kjósa eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sem sé ekki heimska heldur meðvituð sjálfsblekking af ærnu tilefni.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun