Veiðigjaldið er lang- hagkvæmasta tekjulindin Jón Steinsson skrifar 15. júní 2013 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun veiðigjaldsins á komandi fiskveiðiári. Samkvæmt frumvarpinu verður veiðigjaldið 9,8 ma.kr en núverandi lög gera ráð fyrir veiðigjaldi upp á 13,8 ma.kr á komandi fiskveiðiári. Veiðigjaldið á að tryggja að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem sjávarauðlindin skilar. Gjaldið á að vera eins konar leigugjald fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. En hversu hátt er eðlilegt leigugjald? Besta leiðin til þess að komast að því væri að bjóða afnotaréttinn upp. Það væri markaðsleið til þess að ákvarða leigugjaldið. En það er ekki gert og því er nauðsynlegt að meta eðlilegt leigugjald á annan hátt. Ein leið til þess er að meta auðlindaarðinn út frá afkomu greinarinnar. Það má gera með því að líta á tekjur útgerðarinnar, draga frá allan tilkostnað, laun, viðhald og annað þess háttar og draga svo einnig frá eðlilegan arð af því fé sem útgerðin hefur lagt í reksturinn. Þegar auðlindaarðurinn er metinn á þennan hátt kemur í ljós að hann var 56 ma.kr á árinu 2011 (á verðlagi ársins 2012). Á árunum 2008-2010 var hann á bilinu 38-46 ma.kr. Hér miða ég við að útgerðin fái 8% arð af því fé sem hún leggur í reksturinn. Þorskkvóti hefur vaxið talsvert síðan árið 2011. Það bendir til þess að auðlindaarðurinn verði mun hærri á komandi fiskveiðiári. Á móti kemur að verð á bolfiski hefur lækkað. En það er þó enn hátt í sögulegu samhengi og svipað því sem það var árið 2010. Ef við gefum okkur það varfærnislega mat að auðlindaarðurinn verði jafn mikill á komandi ári og árið 2011 gerir frumvarp sjávarútvegsráðherra ráð fyrir því að einungis tæplega 18% af auðlindaarðinum í sjávarútvegi renni til þjóðarinnar en ríflega 82% renni til útgerðarinnar. Í raun er ríkisstjórnin að veita útgerðinni 46 ma.kr afslátt af eðlilegu leigugjaldi af afnotaréttinum af auðlindinni á komandi fiskveiðiári.Hagkvæm tekjulind Forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar er tíðrætt um slæma stöðu ríkissjóðs. Í þessu ljósi er sérstaklega skrítið að ríkisstjórnin skuli ákveða að lækka veiðigjaldið. Veiðigjaldið er lang hagkvæmasta tekjulind ríkissjóðs. Flestir skattar eru vinnuletjandi og draga því þrótt úr hagkerfinu. Þetta á ekki við um veiðigjaldið (og auðlindagjöld almennt). Það er vegna þess að veiðigjaldið er einungis lagt á umframhagnað – þ.e. hagnað umfram þann hagnað sem útgerðin þyrfti til þess að fá eðlilegan arð af því fé sem lagt hefur verið í reksturinn. Þar sem gjaldheimtunni er hagað með þessum hætti hefur hún ekki áhrif á hegðun fyrirtækjanna (nema hvað þau greiða vitaskuld lægri arðgreiðslur til eigenda sinna). Með öðrum orðum, jafn margir fiskar verða dregnir úr sjó og jafn mikil verðmæti búin til úr þeim hvort sem veiðigjaldið er tíu ma.kr eða þrjátíu ma.kr. Hagnaður útgerðarinnar er ævintýralegur í báðum tilvikum. Hver króna sem ríkisstjórnin veitir útgerðinni í afslátt af eðlilegu leigugjaldi þýðir að hún þarf að hækka aðra (vinnuletjandi) skatta um eina krónu eða lækka útgjöld ríkisins um eina krónu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um að auka hagvöxt. Einfaldasta leiðin til þess væri að lækka vinnuletjandi skatta og hækka veiðigjaldið á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun veiðigjaldsins á komandi fiskveiðiári. Samkvæmt frumvarpinu verður veiðigjaldið 9,8 ma.kr en núverandi lög gera ráð fyrir veiðigjaldi upp á 13,8 ma.kr á komandi fiskveiðiári. Veiðigjaldið á að tryggja að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem sjávarauðlindin skilar. Gjaldið á að vera eins konar leigugjald fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. En hversu hátt er eðlilegt leigugjald? Besta leiðin til þess að komast að því væri að bjóða afnotaréttinn upp. Það væri markaðsleið til þess að ákvarða leigugjaldið. En það er ekki gert og því er nauðsynlegt að meta eðlilegt leigugjald á annan hátt. Ein leið til þess er að meta auðlindaarðinn út frá afkomu greinarinnar. Það má gera með því að líta á tekjur útgerðarinnar, draga frá allan tilkostnað, laun, viðhald og annað þess háttar og draga svo einnig frá eðlilegan arð af því fé sem útgerðin hefur lagt í reksturinn. Þegar auðlindaarðurinn er metinn á þennan hátt kemur í ljós að hann var 56 ma.kr á árinu 2011 (á verðlagi ársins 2012). Á árunum 2008-2010 var hann á bilinu 38-46 ma.kr. Hér miða ég við að útgerðin fái 8% arð af því fé sem hún leggur í reksturinn. Þorskkvóti hefur vaxið talsvert síðan árið 2011. Það bendir til þess að auðlindaarðurinn verði mun hærri á komandi fiskveiðiári. Á móti kemur að verð á bolfiski hefur lækkað. En það er þó enn hátt í sögulegu samhengi og svipað því sem það var árið 2010. Ef við gefum okkur það varfærnislega mat að auðlindaarðurinn verði jafn mikill á komandi ári og árið 2011 gerir frumvarp sjávarútvegsráðherra ráð fyrir því að einungis tæplega 18% af auðlindaarðinum í sjávarútvegi renni til þjóðarinnar en ríflega 82% renni til útgerðarinnar. Í raun er ríkisstjórnin að veita útgerðinni 46 ma.kr afslátt af eðlilegu leigugjaldi af afnotaréttinum af auðlindinni á komandi fiskveiðiári.Hagkvæm tekjulind Forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar er tíðrætt um slæma stöðu ríkissjóðs. Í þessu ljósi er sérstaklega skrítið að ríkisstjórnin skuli ákveða að lækka veiðigjaldið. Veiðigjaldið er lang hagkvæmasta tekjulind ríkissjóðs. Flestir skattar eru vinnuletjandi og draga því þrótt úr hagkerfinu. Þetta á ekki við um veiðigjaldið (og auðlindagjöld almennt). Það er vegna þess að veiðigjaldið er einungis lagt á umframhagnað – þ.e. hagnað umfram þann hagnað sem útgerðin þyrfti til þess að fá eðlilegan arð af því fé sem lagt hefur verið í reksturinn. Þar sem gjaldheimtunni er hagað með þessum hætti hefur hún ekki áhrif á hegðun fyrirtækjanna (nema hvað þau greiða vitaskuld lægri arðgreiðslur til eigenda sinna). Með öðrum orðum, jafn margir fiskar verða dregnir úr sjó og jafn mikil verðmæti búin til úr þeim hvort sem veiðigjaldið er tíu ma.kr eða þrjátíu ma.kr. Hagnaður útgerðarinnar er ævintýralegur í báðum tilvikum. Hver króna sem ríkisstjórnin veitir útgerðinni í afslátt af eðlilegu leigugjaldi þýðir að hún þarf að hækka aðra (vinnuletjandi) skatta um eina krónu eða lækka útgjöld ríkisins um eina krónu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um að auka hagvöxt. Einfaldasta leiðin til þess væri að lækka vinnuletjandi skatta og hækka veiðigjaldið á móti.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun