Hvetja fólk til að borða fleiri skordýr Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 14. maí 2013 15:00 Steiktar engisprettur eins og sjást á myndinni þykja herramannsmatur sums staðar. nordicphotos/getty Ef fleiri jarðarbúar borðuðu skordýr myndi draga úr hungri og mengun auk þess sem næring fólks yrði betri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kom út í gær. Um tveir milljarðar manna borða nú þegar skordýr í einhverjum mæli, að því er fram kemur í skýrslunni. Samt sem áður eru þau vannýtt auðlind í fæðu bæði manna og dýra. Skordýr eru „einstaklega dugleg“ við að umbreyta fæðu sinni í kjöt sem hentar til átu. Að meðaltali geta þau breytt tveimur kílóum af fæðu í eitt kíló af kjöti. Til samanburðar þurfa nautgripir um átta kíló af fæðu. Þá losa flest skordýr minna af skaðlegum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið auk þess sem þau nærast á ýmiss konar úrgangi. Ræktun á skordýrum er ein margra leiða sem hægt væri að fara til að auka fæðuöryggi, segir í skýrslunni. „Skordýr eru alls staðar og þau fjölga sér hratt. Þau hafa hágæðaprótín og næringarefni í samanburði við kjöt og fisk og eru sérstaklega mikilvæg sem bætiefni fyrir vannærð börn.“ Að auki geta skordýr innihaldið meðal annars kopar, járn, magnesín, fosfór og sink. Þau eru líka trefjarík. Höfundar skýrslunnar virðast vera meðvitaðir um að mörgum, ekki síst fólki á Vesturlöndum, þyki heldur ógeðfellt að borða skordýr. Skýrsluhöfundar vilja að matvælaiðnaðurinn hjálpi til við að gera skordýr að fýsilegri kosti með því að hafa þau í uppskriftum og bæta þeim við matseðla á veitingastöðum. Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Ef fleiri jarðarbúar borðuðu skordýr myndi draga úr hungri og mengun auk þess sem næring fólks yrði betri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kom út í gær. Um tveir milljarðar manna borða nú þegar skordýr í einhverjum mæli, að því er fram kemur í skýrslunni. Samt sem áður eru þau vannýtt auðlind í fæðu bæði manna og dýra. Skordýr eru „einstaklega dugleg“ við að umbreyta fæðu sinni í kjöt sem hentar til átu. Að meðaltali geta þau breytt tveimur kílóum af fæðu í eitt kíló af kjöti. Til samanburðar þurfa nautgripir um átta kíló af fæðu. Þá losa flest skordýr minna af skaðlegum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið auk þess sem þau nærast á ýmiss konar úrgangi. Ræktun á skordýrum er ein margra leiða sem hægt væri að fara til að auka fæðuöryggi, segir í skýrslunni. „Skordýr eru alls staðar og þau fjölga sér hratt. Þau hafa hágæðaprótín og næringarefni í samanburði við kjöt og fisk og eru sérstaklega mikilvæg sem bætiefni fyrir vannærð börn.“ Að auki geta skordýr innihaldið meðal annars kopar, járn, magnesín, fosfór og sink. Þau eru líka trefjarík. Höfundar skýrslunnar virðast vera meðvitaðir um að mörgum, ekki síst fólki á Vesturlöndum, þyki heldur ógeðfellt að borða skordýr. Skýrsluhöfundar vilja að matvælaiðnaðurinn hjálpi til við að gera skordýr að fýsilegri kosti með því að hafa þau í uppskriftum og bæta þeim við matseðla á veitingastöðum.
Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira