Fáum 2007 aftur Pawel Bartoszek skrifar 3. maí 2013 07:00 Einn af mínum uppáhaldshlaupabolum er úr Reykjavíkurmaraþoni Glitnis árið 2007. Bolurinn er úr svona rauðu pólýesterefni sem hrindir frá sér vökva. Ef ég set hann í þvottavél þá kemur hann gott sem þurr út. Árið 2007 voru menn nefnilega með metnað. Það var það ár sem þáverandi Ólympíumeistari í maraþonhlaupi, Ítalinn Stefano Baldini, skokkaði annar í markið í hálfmaraþoninu. Svo gott var Reykjavíkurmaraþonið 2007. Ólympíumeistarinn náði ekki einu sinni að vinna. En já, þarna var nýbyrjað að gefa svona fína boli úr pólýester. Eftir hrunið margumrædda var því tímabundið hætt. Árin 2009 og 2010 fengum við aftur boli úr gamaldags bómull. Árið 2011 hafði efnahagslífið greinilega rétt úr kútnum því þá fórum við að fá svona pólýesterboli aftur. Ekki dettur mér í hug að gagnrýna skipuleggjendur hlaupsins fyrir að skera niður í vondu árferði, gefa aðeins verri boli og lækka verðlaunaféð. Bruðl án innistæðu er ekki gott. En mér finnst stundum sem aumingja árið 2007 fái á sig ranga gagnrýni. Lífið var gott. Menn gerðu hluti „eins og í útlöndum“. Ég hef tekið þátt í þó nokkrum götuhlaupum og fengið mikið af bolum þeim tengdum. Ég þarf reglulega að grisja því plássið heima fyllist. Bómullarbolurinn frá Reykjavíkurmaraþoninu 2010 endaði fljótt í söfnunargámi Rauða krossins enda margir aðrir bolir heima honum fremri. Ég hef vonandi gert líf einhverrar manneskju í stærð L örlítið bærilegra. En þannig geta orð eins „bruðl“ verið mistæk. Bruðlbolurinn frá 2007 hefur enst mér í bráðum sex ár. Mér finnst ekkert að því að allir hafi verið að borða eitthvað Kobe-kjöt árið 2007. Ég vil búa í landi þar sem fullt af fólki getur borðað erlent snobbkjöt ef það vill. Ég vel Kobe-kjöt fram yfir soðinn kepp, sorrý. Eins vel ég umræður um hvar besta sushiið sé að finna fram yfir umræður um hve lengi dilkakjöt geymist í frystikistum. Árið 2007 fór ég í árshátíðarferð með fyrirtæki konu minnar. Að sjálfsögðu til útlanda eins og málið var þá. Mér finnst það ekkert sérstaklega uppskrúfað. Ég held ég hafi lítinn áhuga á því að búa í landi þar sem það þykir dæmi um einhvern óheyrilegan munað að geta af og til farið í eitthvað annað land til að skemmta sér.Minni minnimáttarkennd, takk Auðvitað má draga lærdóm af ýmsu því sem gerðist í bankabólunni miklu, ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim. Það er hallærislegt að bjóða í risastóra veislu og gefa öllum kampavín ef maður á ekkert fyrir því. En mér finnst ekkert sérstaklega hallærislegt að bjóða í veislu og gefa kampavín í sjálfu sér. Það er heldur ekkert að því að búa í flottu húsi, eða eiga flottan bíl. Eða fara oft á ári til útlanda. Eða borða rándýrt sushi. Ekkert af þessu gefur tilefni til fordæmingar ef fólk sem eyðir þessum peningum á sannarlega fyrir því. Ég myndi vilja að sem flestir ættu sannarlega fyrir því. Mér líkar ekki tungumál þar sem það að eyða peningum í góðar vörur þykir neikvætt í sjálfu sér.Ég vil McDonalds aftur Skömmu eftir hrunið lokaði McDonalds öllum þremur matsölustöðum sínum á Íslandi. Eigendurnir reyndu að spinna það þannig að með því að breyta um vöruheiti og nota bara „innlenda framleiðslu“ myndu skapast tugir starfa á Íslandi. Þetta var rosalega „2010“ orðfæri. Menn þóttust vera að „skapa störf“ og „spara gjaldeyri“. Hvort tveggja eru oftast bara feluorð yfir „óhagræði“ og „höft“. Ég vil minna 2010 og meira 2007. Á sínum tíma var það þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson sem keypti fyrsta McDonalds-borgarann á Íslandi. Það var viðeigandi. Ég skal játa: Ég myndi helst vilja búa í landi með McDonalds. Ekki endilega vegna þess að ég dýrka matinn þar út af lífinu heldur vegna þess að ég held að McDonalds-staður sé vísbending um að efnahagsumhverfið sé sæmilega heilbrigt. Ég vil sjá mynd af Bjarna Ben brosandi með Big Mac. Þá mun ég vita að við erum hættir í ruglinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Einn af mínum uppáhaldshlaupabolum er úr Reykjavíkurmaraþoni Glitnis árið 2007. Bolurinn er úr svona rauðu pólýesterefni sem hrindir frá sér vökva. Ef ég set hann í þvottavél þá kemur hann gott sem þurr út. Árið 2007 voru menn nefnilega með metnað. Það var það ár sem þáverandi Ólympíumeistari í maraþonhlaupi, Ítalinn Stefano Baldini, skokkaði annar í markið í hálfmaraþoninu. Svo gott var Reykjavíkurmaraþonið 2007. Ólympíumeistarinn náði ekki einu sinni að vinna. En já, þarna var nýbyrjað að gefa svona fína boli úr pólýester. Eftir hrunið margumrædda var því tímabundið hætt. Árin 2009 og 2010 fengum við aftur boli úr gamaldags bómull. Árið 2011 hafði efnahagslífið greinilega rétt úr kútnum því þá fórum við að fá svona pólýesterboli aftur. Ekki dettur mér í hug að gagnrýna skipuleggjendur hlaupsins fyrir að skera niður í vondu árferði, gefa aðeins verri boli og lækka verðlaunaféð. Bruðl án innistæðu er ekki gott. En mér finnst stundum sem aumingja árið 2007 fái á sig ranga gagnrýni. Lífið var gott. Menn gerðu hluti „eins og í útlöndum“. Ég hef tekið þátt í þó nokkrum götuhlaupum og fengið mikið af bolum þeim tengdum. Ég þarf reglulega að grisja því plássið heima fyllist. Bómullarbolurinn frá Reykjavíkurmaraþoninu 2010 endaði fljótt í söfnunargámi Rauða krossins enda margir aðrir bolir heima honum fremri. Ég hef vonandi gert líf einhverrar manneskju í stærð L örlítið bærilegra. En þannig geta orð eins „bruðl“ verið mistæk. Bruðlbolurinn frá 2007 hefur enst mér í bráðum sex ár. Mér finnst ekkert að því að allir hafi verið að borða eitthvað Kobe-kjöt árið 2007. Ég vil búa í landi þar sem fullt af fólki getur borðað erlent snobbkjöt ef það vill. Ég vel Kobe-kjöt fram yfir soðinn kepp, sorrý. Eins vel ég umræður um hvar besta sushiið sé að finna fram yfir umræður um hve lengi dilkakjöt geymist í frystikistum. Árið 2007 fór ég í árshátíðarferð með fyrirtæki konu minnar. Að sjálfsögðu til útlanda eins og málið var þá. Mér finnst það ekkert sérstaklega uppskrúfað. Ég held ég hafi lítinn áhuga á því að búa í landi þar sem það þykir dæmi um einhvern óheyrilegan munað að geta af og til farið í eitthvað annað land til að skemmta sér.Minni minnimáttarkennd, takk Auðvitað má draga lærdóm af ýmsu því sem gerðist í bankabólunni miklu, ekki bara á Íslandi, heldur um allan heim. Það er hallærislegt að bjóða í risastóra veislu og gefa öllum kampavín ef maður á ekkert fyrir því. En mér finnst ekkert sérstaklega hallærislegt að bjóða í veislu og gefa kampavín í sjálfu sér. Það er heldur ekkert að því að búa í flottu húsi, eða eiga flottan bíl. Eða fara oft á ári til útlanda. Eða borða rándýrt sushi. Ekkert af þessu gefur tilefni til fordæmingar ef fólk sem eyðir þessum peningum á sannarlega fyrir því. Ég myndi vilja að sem flestir ættu sannarlega fyrir því. Mér líkar ekki tungumál þar sem það að eyða peningum í góðar vörur þykir neikvætt í sjálfu sér.Ég vil McDonalds aftur Skömmu eftir hrunið lokaði McDonalds öllum þremur matsölustöðum sínum á Íslandi. Eigendurnir reyndu að spinna það þannig að með því að breyta um vöruheiti og nota bara „innlenda framleiðslu“ myndu skapast tugir starfa á Íslandi. Þetta var rosalega „2010“ orðfæri. Menn þóttust vera að „skapa störf“ og „spara gjaldeyri“. Hvort tveggja eru oftast bara feluorð yfir „óhagræði“ og „höft“. Ég vil minna 2010 og meira 2007. Á sínum tíma var það þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson sem keypti fyrsta McDonalds-borgarann á Íslandi. Það var viðeigandi. Ég skal játa: Ég myndi helst vilja búa í landi með McDonalds. Ekki endilega vegna þess að ég dýrka matinn þar út af lífinu heldur vegna þess að ég held að McDonalds-staður sé vísbending um að efnahagsumhverfið sé sæmilega heilbrigt. Ég vil sjá mynd af Bjarna Ben brosandi með Big Mac. Þá mun ég vita að við erum hættir í ruglinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun