Vonbrigðin í fyrra hvöttu Bæjara til dáða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2013 06:00 Nordicphotos/Getty Það yrði stórslys ef Bayern München tækist ekki að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Eftir að Börsungar voru dregnir til slátrunar 4-0 í Þýskalandi fyrir viku er líklega enginn sem reiknar með því að þeir spænsku eigi sér viðreisnar von. Fjögur mörk eru betra veganesti en nokkur Bæjari hefði getað látið sig dreyma um. „Við vorum afar heppnir að tapa leiknum aðeins 4-0 því við litum út fyrir að vera áhugamenn,“ segir Mark van Bommel, fyrirliði Bayern München, eftir 4-0 sigur Barcelona á Bayern í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar árið 2009. Þá fór Barcelona alla leið í úrslitin og lyfti titlinum eftir sigur á Manchester United. Börsungar þurfa að endurtaka leikinn frá því á Nývangi 2009 í kvöld en hungur og sjálfstraust leikmanna Bæjara gerir verkefnið erfitt viðfangs. „Þegar þú upplifir úrslitaleik eins og okkar gegn Chelsea þá veistu hve illa getur farið,“ segir Jupp Heynckes, þjálfari Bæjara. Þeir þýsku töpuðu úrslitaleik keppninnar í fyrra á heimavelli í München eftir vítaspyrnukeppni. Liðið hafði töluverða yfirburði í leiknum en þegar upp var staðið voru leikmenn liðsins með silfurpening um hálsinn. „Sum félög gefast upp en allir hjá Bayern brugðust jákvætt við tapinu. Við gerðum breytingar, fengum góða leikmenn og styrktum liðsandann,“ segir Heynckes sem getur stillt upp sínu sterkasta liði. Fimm leikmenn liðsins eru þó einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann og verður fróðlegt að sjá hvort Heynckes freistist til þess að hvíla einhverja. Dagskipulagið hjá heimamönnum er skýrt. Liðið þarf að skora mörk en má um leið alls ekki fá á sig mark. Skori Bæjarar útivallarmark þurfa Börsungar að koma boltanum sex sinnum í net Bæjara. „Við erum Barcelona og getum ekki gefist upp þótt staðan sé slæm. Takist ætlunarverkið ekki þurfum við að geta borið höfuðið hátt, berjast allt til loka svo stuðningsmennirnir geti verið stoltir,“ segir Tito Vilanova þjálfari Barcelona. Leikur liðanna hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport & HD. Dortmund tryggði sér farseðilinn í úrslitaleikinn í Meistaradeildini í gærkvöldi. Það helsta úr leiknum má sjá hér. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Læsti sig inni á klósetti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:11 Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:23 Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd Dramatíkin var allsráðandi þegar Real Madrid var hársbreidd frá því að snúa við vonlausri stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 30. apríl 2013 22:29 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sjá meira
Það yrði stórslys ef Bayern München tækist ekki að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Eftir að Börsungar voru dregnir til slátrunar 4-0 í Þýskalandi fyrir viku er líklega enginn sem reiknar með því að þeir spænsku eigi sér viðreisnar von. Fjögur mörk eru betra veganesti en nokkur Bæjari hefði getað látið sig dreyma um. „Við vorum afar heppnir að tapa leiknum aðeins 4-0 því við litum út fyrir að vera áhugamenn,“ segir Mark van Bommel, fyrirliði Bayern München, eftir 4-0 sigur Barcelona á Bayern í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar árið 2009. Þá fór Barcelona alla leið í úrslitin og lyfti titlinum eftir sigur á Manchester United. Börsungar þurfa að endurtaka leikinn frá því á Nývangi 2009 í kvöld en hungur og sjálfstraust leikmanna Bæjara gerir verkefnið erfitt viðfangs. „Þegar þú upplifir úrslitaleik eins og okkar gegn Chelsea þá veistu hve illa getur farið,“ segir Jupp Heynckes, þjálfari Bæjara. Þeir þýsku töpuðu úrslitaleik keppninnar í fyrra á heimavelli í München eftir vítaspyrnukeppni. Liðið hafði töluverða yfirburði í leiknum en þegar upp var staðið voru leikmenn liðsins með silfurpening um hálsinn. „Sum félög gefast upp en allir hjá Bayern brugðust jákvætt við tapinu. Við gerðum breytingar, fengum góða leikmenn og styrktum liðsandann,“ segir Heynckes sem getur stillt upp sínu sterkasta liði. Fimm leikmenn liðsins eru þó einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann og verður fróðlegt að sjá hvort Heynckes freistist til þess að hvíla einhverja. Dagskipulagið hjá heimamönnum er skýrt. Liðið þarf að skora mörk en má um leið alls ekki fá á sig mark. Skori Bæjarar útivallarmark þurfa Börsungar að koma boltanum sex sinnum í net Bæjara. „Við erum Barcelona og getum ekki gefist upp þótt staðan sé slæm. Takist ætlunarverkið ekki þurfum við að geta borið höfuðið hátt, berjast allt til loka svo stuðningsmennirnir geti verið stoltir,“ segir Tito Vilanova þjálfari Barcelona. Leikur liðanna hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport & HD. Dortmund tryggði sér farseðilinn í úrslitaleikinn í Meistaradeildini í gærkvöldi. Það helsta úr leiknum má sjá hér.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Læsti sig inni á klósetti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:11 Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:23 Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd Dramatíkin var allsráðandi þegar Real Madrid var hársbreidd frá því að snúa við vonlausri stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 30. apríl 2013 22:29 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sjá meira
Læsti sig inni á klósetti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:11
Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:23
Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd Dramatíkin var allsráðandi þegar Real Madrid var hársbreidd frá því að snúa við vonlausri stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 30. apríl 2013 22:29