Vonbrigðin í fyrra hvöttu Bæjara til dáða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2013 06:00 Nordicphotos/Getty Það yrði stórslys ef Bayern München tækist ekki að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Eftir að Börsungar voru dregnir til slátrunar 4-0 í Þýskalandi fyrir viku er líklega enginn sem reiknar með því að þeir spænsku eigi sér viðreisnar von. Fjögur mörk eru betra veganesti en nokkur Bæjari hefði getað látið sig dreyma um. „Við vorum afar heppnir að tapa leiknum aðeins 4-0 því við litum út fyrir að vera áhugamenn,“ segir Mark van Bommel, fyrirliði Bayern München, eftir 4-0 sigur Barcelona á Bayern í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar árið 2009. Þá fór Barcelona alla leið í úrslitin og lyfti titlinum eftir sigur á Manchester United. Börsungar þurfa að endurtaka leikinn frá því á Nývangi 2009 í kvöld en hungur og sjálfstraust leikmanna Bæjara gerir verkefnið erfitt viðfangs. „Þegar þú upplifir úrslitaleik eins og okkar gegn Chelsea þá veistu hve illa getur farið,“ segir Jupp Heynckes, þjálfari Bæjara. Þeir þýsku töpuðu úrslitaleik keppninnar í fyrra á heimavelli í München eftir vítaspyrnukeppni. Liðið hafði töluverða yfirburði í leiknum en þegar upp var staðið voru leikmenn liðsins með silfurpening um hálsinn. „Sum félög gefast upp en allir hjá Bayern brugðust jákvætt við tapinu. Við gerðum breytingar, fengum góða leikmenn og styrktum liðsandann,“ segir Heynckes sem getur stillt upp sínu sterkasta liði. Fimm leikmenn liðsins eru þó einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann og verður fróðlegt að sjá hvort Heynckes freistist til þess að hvíla einhverja. Dagskipulagið hjá heimamönnum er skýrt. Liðið þarf að skora mörk en má um leið alls ekki fá á sig mark. Skori Bæjarar útivallarmark þurfa Börsungar að koma boltanum sex sinnum í net Bæjara. „Við erum Barcelona og getum ekki gefist upp þótt staðan sé slæm. Takist ætlunarverkið ekki þurfum við að geta borið höfuðið hátt, berjast allt til loka svo stuðningsmennirnir geti verið stoltir,“ segir Tito Vilanova þjálfari Barcelona. Leikur liðanna hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport & HD. Dortmund tryggði sér farseðilinn í úrslitaleikinn í Meistaradeildini í gærkvöldi. Það helsta úr leiknum má sjá hér. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Læsti sig inni á klósetti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:11 Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:23 Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd Dramatíkin var allsráðandi þegar Real Madrid var hársbreidd frá því að snúa við vonlausri stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 30. apríl 2013 22:29 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Það yrði stórslys ef Bayern München tækist ekki að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Eftir að Börsungar voru dregnir til slátrunar 4-0 í Þýskalandi fyrir viku er líklega enginn sem reiknar með því að þeir spænsku eigi sér viðreisnar von. Fjögur mörk eru betra veganesti en nokkur Bæjari hefði getað látið sig dreyma um. „Við vorum afar heppnir að tapa leiknum aðeins 4-0 því við litum út fyrir að vera áhugamenn,“ segir Mark van Bommel, fyrirliði Bayern München, eftir 4-0 sigur Barcelona á Bayern í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar árið 2009. Þá fór Barcelona alla leið í úrslitin og lyfti titlinum eftir sigur á Manchester United. Börsungar þurfa að endurtaka leikinn frá því á Nývangi 2009 í kvöld en hungur og sjálfstraust leikmanna Bæjara gerir verkefnið erfitt viðfangs. „Þegar þú upplifir úrslitaleik eins og okkar gegn Chelsea þá veistu hve illa getur farið,“ segir Jupp Heynckes, þjálfari Bæjara. Þeir þýsku töpuðu úrslitaleik keppninnar í fyrra á heimavelli í München eftir vítaspyrnukeppni. Liðið hafði töluverða yfirburði í leiknum en þegar upp var staðið voru leikmenn liðsins með silfurpening um hálsinn. „Sum félög gefast upp en allir hjá Bayern brugðust jákvætt við tapinu. Við gerðum breytingar, fengum góða leikmenn og styrktum liðsandann,“ segir Heynckes sem getur stillt upp sínu sterkasta liði. Fimm leikmenn liðsins eru þó einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann og verður fróðlegt að sjá hvort Heynckes freistist til þess að hvíla einhverja. Dagskipulagið hjá heimamönnum er skýrt. Liðið þarf að skora mörk en má um leið alls ekki fá á sig mark. Skori Bæjarar útivallarmark þurfa Börsungar að koma boltanum sex sinnum í net Bæjara. „Við erum Barcelona og getum ekki gefist upp þótt staðan sé slæm. Takist ætlunarverkið ekki þurfum við að geta borið höfuðið hátt, berjast allt til loka svo stuðningsmennirnir geti verið stoltir,“ segir Tito Vilanova þjálfari Barcelona. Leikur liðanna hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport & HD. Dortmund tryggði sér farseðilinn í úrslitaleikinn í Meistaradeildini í gærkvöldi. Það helsta úr leiknum má sjá hér.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Læsti sig inni á klósetti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:11 Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:23 Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd Dramatíkin var allsráðandi þegar Real Madrid var hársbreidd frá því að snúa við vonlausri stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 30. apríl 2013 22:29 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Læsti sig inni á klósetti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:11
Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. 30. apríl 2013 22:23
Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd Dramatíkin var allsráðandi þegar Real Madrid var hársbreidd frá því að snúa við vonlausri stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 30. apríl 2013 22:29