Mun salan á Götze trufla lið Dortmund? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 í sviðsljósinu Það er spurning hvort Mario Götze spili með Dortmund í kvöld í ljósi þess að hann er á leiðinni til Bayern.nordicphotos/afp Leikmenn Borussia Dortmund mæta fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr í vetur og þá vann Dortmund heimaleikinn sinn, 2-1, og nældi sér síðan í jafntefli, 2-2, á útivelli. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, var líka ánægður með dráttinn og sagði að það væri gott að mæta liði sem Dortmund hefði þegar tekist að vinna í vetur. Í gær láku út þau stórtíðindi að stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, hefði verið seld til erkifjendanna í Bayern München. Það gæti truflað undirbúning liðsins og tíðindin voru klárlega ekki til þess að kæta stuðningsmenn liðsins. „Götze er að fara af því að hann var efstur á óskalista Peps Guardiola. Hann vill spila fyrir hann. Ef þetta er því einhverjum að kenna þá er það mér að kenna. Ég get ekki minnkað mig um 15 sentímetra og farið að tala spænsku,“ sagði Klopp þjálfari og var eðlilega ekkert allt of kátur með að missa Götze. „Ég vissi af þessu daginn eftir sigurinn gegn Malaga. Ég get fullvissað alla um að þetta mun ekki hafa áhrif á okkar einbeitingu. Ég vona að stuðningsmenn okkar jafni sig á þessum tíðindum og standi þétt við bakið á okkur því við erum í einstakri aðstöðu til þess að gera frábæra hluti.“ Talsvert var gert með feluleik Barcelona í gær um það hvort Lionel Messi myndi spila í gær eða ekki. Mourinho stóð ekki í neinu slíku á blaðamannafundi í gær og gaf út byrjunarlið sitt. „Þið viljið vita hvernig liðið verður, er það ekki? Ekkert mál. Í liðinu verða Diego Lopez, Sergio Ramos, Raphael Varane, Pepe, Fabio Coentrao, Sami Khedira, Xabi Alonso, Cristiano Ronaldo, Angel di Maria og Gonzalo Higuain,“ sagði Mourinho brattur. „Di Maria var að eignast dóttur í dag en getur spilað þó svo að hann sé í erfiðu andlegu ástandi.“ Flestir spá því að Real Madrid muni fara í úrslitaleikinn en Mourinho ber mikla virðingu fyrir liði Dortmund. „Ég er í undanúrslitum í sjötta skipti. Það búast allir við slíku frá mér. Þessi fjögur lið, plús Man. Utd og Juventus, eru bestu lið Evrópu. Öll þessi lið eiga möguleika og það er erfitt að spá í það hvernig þetta fer allt saman,“ sagði Portúgalinn en hann vildi lítið tjá sig um Mario Götze. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Í beinni: Arsenal - Brentford | Toppliðið leitar að andrými Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Sjá meira
Leikmenn Borussia Dortmund mæta fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr í vetur og þá vann Dortmund heimaleikinn sinn, 2-1, og nældi sér síðan í jafntefli, 2-2, á útivelli. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, var líka ánægður með dráttinn og sagði að það væri gott að mæta liði sem Dortmund hefði þegar tekist að vinna í vetur. Í gær láku út þau stórtíðindi að stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, hefði verið seld til erkifjendanna í Bayern München. Það gæti truflað undirbúning liðsins og tíðindin voru klárlega ekki til þess að kæta stuðningsmenn liðsins. „Götze er að fara af því að hann var efstur á óskalista Peps Guardiola. Hann vill spila fyrir hann. Ef þetta er því einhverjum að kenna þá er það mér að kenna. Ég get ekki minnkað mig um 15 sentímetra og farið að tala spænsku,“ sagði Klopp þjálfari og var eðlilega ekkert allt of kátur með að missa Götze. „Ég vissi af þessu daginn eftir sigurinn gegn Malaga. Ég get fullvissað alla um að þetta mun ekki hafa áhrif á okkar einbeitingu. Ég vona að stuðningsmenn okkar jafni sig á þessum tíðindum og standi þétt við bakið á okkur því við erum í einstakri aðstöðu til þess að gera frábæra hluti.“ Talsvert var gert með feluleik Barcelona í gær um það hvort Lionel Messi myndi spila í gær eða ekki. Mourinho stóð ekki í neinu slíku á blaðamannafundi í gær og gaf út byrjunarlið sitt. „Þið viljið vita hvernig liðið verður, er það ekki? Ekkert mál. Í liðinu verða Diego Lopez, Sergio Ramos, Raphael Varane, Pepe, Fabio Coentrao, Sami Khedira, Xabi Alonso, Cristiano Ronaldo, Angel di Maria og Gonzalo Higuain,“ sagði Mourinho brattur. „Di Maria var að eignast dóttur í dag en getur spilað þó svo að hann sé í erfiðu andlegu ástandi.“ Flestir spá því að Real Madrid muni fara í úrslitaleikinn en Mourinho ber mikla virðingu fyrir liði Dortmund. „Ég er í undanúrslitum í sjötta skipti. Það búast allir við slíku frá mér. Þessi fjögur lið, plús Man. Utd og Juventus, eru bestu lið Evrópu. Öll þessi lið eiga möguleika og það er erfitt að spá í það hvernig þetta fer allt saman,“ sagði Portúgalinn en hann vildi lítið tjá sig um Mario Götze.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Í beinni: Arsenal - Brentford | Toppliðið leitar að andrými Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Sjá meira