Sóknarfæri í samskiptum við Kína Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2013 06:00 Í opinberri heimsókn minni til Kína var undirritaður fríverslunarsamningur Íslands og Kína. Samningurinn er fyrsti fríverslunarsamningur sem Kína gerir við Evrópuríki. Hann færir íslenskum fyrirtækjum aukin tækifæri, enda voru hátt á fjórða tug fulltrúa íslenskra fyrirtækja með í förinni. Nokkrir þeirra gengu frá viðskiptasamningum, m.a. fyrir hönd Arion banka, Marorku, Orku Energy, Promens og Össurar. Samningurinn er líklegur til þess að blása lífi í viðskipti milli risaveldisins og eyþjóðarinnar. Ríkisstjórnin sýnir í verki að hún horfir vítt yfir sviðið í þágu atvinnulífsins og fyrirtækjanna í landinu, ekki aðeins til Evrópu eins og margir halda fram. Hún leitar sífellt leiða til að auka tekjur og bæta kjör þjóðarinnar. Ferðin hingað til Kína er líka ánægjulegt framhald heimsóknar forsætisráðherra Kína til Íslands fyrir tæpu ári þegar undirritaður var meðal annars rammasamningur ríkisstjórna Íslands og Kína um norðurslóðasamstarf. Og nú gefum við fyrirheit um aukið samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum. Í því sambandi má nefna að fríverslunarsamningurinn greiðir ekki aðeins fyrir vöruviðskiptum heldur einnig fyrir þjónustuviðskiptum milli ríkjanna. Jarðhitasamstarf Kína og Íslands hefur fyrir löngu náð fótfestu en það snýst einmitt um þjónustuviðskipti, svo sem ráðgjöf um vinnslu og nýtingu jarðhita. Kínverjar nýta jarðhita sinn æ betur. Í samvinnu við íslensk fyrirtæki og íslenska sérfræðinga hafa þeir nú reist stærstu hitaveitu í heimi sem byggð er á grundvelli íslenskrar sérþekkingar. Samningurinn nær einnig til þróunarsamvinnu ríkjanna. Frá upphafi hafa um 80 Kínverjar útskrifast frá jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hér á landi, og er það jafnframt fjölmennasti hópurinn.Aukið samstarf og virðing Mér er það mikið kappsmál að framfylgt sé þeim hugsjónum sem mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og viðeigandi alþjóðlegir mannréttindasáttmálar kveða á um. Það er því mikilvægt að í sameiginlegri yfirlýsingu minni og Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína, er fært til bókar að ætlun ríkjanna sé að efla og vernda mannréttindi með virkum hætti. Í viðræðum mínum við leiðtoga Kína um mannréttindamál og alþjóðlegar skuldbindingar lýsti ég sérstakri ánægju með aukið samstarf ríkjanna á sviði jafnréttismála, sem komst á eftir heimsókn fyrrverandi forsætisráðherra Kína til Íslands á síðasta ári. Það er reyndar í samræmi við viljayfirlýsingu velferðarráðuneytis Íslands og Kvennamálasamtaka Kína (All-China Women"s Federation of the People‘s Republic of China), en hún var undirrituð að lokinni þeirri heimsókn. Eftir fund minn með Li Kequiang forsætisráðherra síðastliðinn mánudag sammæltumst við um það í sérstakri yfirlýsingu að stuðla að enn frekari samskiptum og hagnýtu samstarfi um málefni norðurskautssvæðisins og viðfangsefni sem varða hafið, jarðvarma, jarðvísindi, umhverfisvernd og loftlagsbreytingar. Þetta verður gert á grundvelli rammasamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Kína um samstarf á norðurslóðum. Við áréttuðum stuðning okkar við umsókn Kína um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og ég veit að kínverskir leiðtogar eru þakklátir fyrir þann stuðning.Vinnuvernd og vinnuréttur Á svipaðan hátt og unnið hefur verið að jafnréttismálunum verður á næstunni unnið að vinnuverndar- og vinnuréttarmálum samhliða fríverslunarsamningnum sem borinn verður undir Alþingi næsta haust. Taka má fram að samningurinn breytir engu um aðgang kínversks vinnuafls að íslenskum vinnumarkaði. Hann breytir heldur engu um lög og reglur um fjárfestingar í íslenskum eignum. Við ætlum líka að auka samvinnu um menningarmál og ferðamál, svo nokkuð sé nefnt til viðbótar því sem að framan greinir. Tvíhliða samstarf á öllum þessum sviðum gefur tækifæri til stóraukinna samskipta og viðskipta okkar við Kína. Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem unnið hafa gott og mikið starf að gerð fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína á undanförnum misserum. Um hann hefur ríkt full pólitísk samstaða og allir flokkar hafa komið að gerð hans á síðustu árum. Það er trú mín og von að fríverslunarsamningurinn skapi ný tækifæri og bæti hag þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í opinberri heimsókn minni til Kína var undirritaður fríverslunarsamningur Íslands og Kína. Samningurinn er fyrsti fríverslunarsamningur sem Kína gerir við Evrópuríki. Hann færir íslenskum fyrirtækjum aukin tækifæri, enda voru hátt á fjórða tug fulltrúa íslenskra fyrirtækja með í förinni. Nokkrir þeirra gengu frá viðskiptasamningum, m.a. fyrir hönd Arion banka, Marorku, Orku Energy, Promens og Össurar. Samningurinn er líklegur til þess að blása lífi í viðskipti milli risaveldisins og eyþjóðarinnar. Ríkisstjórnin sýnir í verki að hún horfir vítt yfir sviðið í þágu atvinnulífsins og fyrirtækjanna í landinu, ekki aðeins til Evrópu eins og margir halda fram. Hún leitar sífellt leiða til að auka tekjur og bæta kjör þjóðarinnar. Ferðin hingað til Kína er líka ánægjulegt framhald heimsóknar forsætisráðherra Kína til Íslands fyrir tæpu ári þegar undirritaður var meðal annars rammasamningur ríkisstjórna Íslands og Kína um norðurslóðasamstarf. Og nú gefum við fyrirheit um aukið samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum. Í því sambandi má nefna að fríverslunarsamningurinn greiðir ekki aðeins fyrir vöruviðskiptum heldur einnig fyrir þjónustuviðskiptum milli ríkjanna. Jarðhitasamstarf Kína og Íslands hefur fyrir löngu náð fótfestu en það snýst einmitt um þjónustuviðskipti, svo sem ráðgjöf um vinnslu og nýtingu jarðhita. Kínverjar nýta jarðhita sinn æ betur. Í samvinnu við íslensk fyrirtæki og íslenska sérfræðinga hafa þeir nú reist stærstu hitaveitu í heimi sem byggð er á grundvelli íslenskrar sérþekkingar. Samningurinn nær einnig til þróunarsamvinnu ríkjanna. Frá upphafi hafa um 80 Kínverjar útskrifast frá jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hér á landi, og er það jafnframt fjölmennasti hópurinn.Aukið samstarf og virðing Mér er það mikið kappsmál að framfylgt sé þeim hugsjónum sem mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna og viðeigandi alþjóðlegir mannréttindasáttmálar kveða á um. Það er því mikilvægt að í sameiginlegri yfirlýsingu minni og Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína, er fært til bókar að ætlun ríkjanna sé að efla og vernda mannréttindi með virkum hætti. Í viðræðum mínum við leiðtoga Kína um mannréttindamál og alþjóðlegar skuldbindingar lýsti ég sérstakri ánægju með aukið samstarf ríkjanna á sviði jafnréttismála, sem komst á eftir heimsókn fyrrverandi forsætisráðherra Kína til Íslands á síðasta ári. Það er reyndar í samræmi við viljayfirlýsingu velferðarráðuneytis Íslands og Kvennamálasamtaka Kína (All-China Women"s Federation of the People‘s Republic of China), en hún var undirrituð að lokinni þeirri heimsókn. Eftir fund minn með Li Kequiang forsætisráðherra síðastliðinn mánudag sammæltumst við um það í sérstakri yfirlýsingu að stuðla að enn frekari samskiptum og hagnýtu samstarfi um málefni norðurskautssvæðisins og viðfangsefni sem varða hafið, jarðvarma, jarðvísindi, umhverfisvernd og loftlagsbreytingar. Þetta verður gert á grundvelli rammasamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Kína um samstarf á norðurslóðum. Við áréttuðum stuðning okkar við umsókn Kína um áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og ég veit að kínverskir leiðtogar eru þakklátir fyrir þann stuðning.Vinnuvernd og vinnuréttur Á svipaðan hátt og unnið hefur verið að jafnréttismálunum verður á næstunni unnið að vinnuverndar- og vinnuréttarmálum samhliða fríverslunarsamningnum sem borinn verður undir Alþingi næsta haust. Taka má fram að samningurinn breytir engu um aðgang kínversks vinnuafls að íslenskum vinnumarkaði. Hann breytir heldur engu um lög og reglur um fjárfestingar í íslenskum eignum. Við ætlum líka að auka samvinnu um menningarmál og ferðamál, svo nokkuð sé nefnt til viðbótar því sem að framan greinir. Tvíhliða samstarf á öllum þessum sviðum gefur tækifæri til stóraukinna samskipta og viðskipta okkar við Kína. Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem unnið hafa gott og mikið starf að gerð fríverslunarsamnings milli Íslands og Kína á undanförnum misserum. Um hann hefur ríkt full pólitísk samstaða og allir flokkar hafa komið að gerð hans á síðustu árum. Það er trú mín og von að fríverslunarsamningurinn skapi ný tækifæri og bæti hag þjóðarinnar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun