Kórdrengir réttvísinnar Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 4. apríl 2013 07:00 Börkur Birgisson og Annþór Karlsson afplána dóma á Litla-Hrauni. Það er að verða ár síðan þriðji fanginn, Sigurður Hólm, dó á Hrauninu. Allar götur síðan hafa Börkur og Annþór verið vistaðir á einangrunargangi og liggja þeir undir grun um að hafa orðið Sigurði heitnum að bana. Nú þegar verið er að vinda ofan af Guðmundar- og Geirfinnsmálum, þökk sé Ögmundi Jónassyni dómsmálaráðherra, er vert að halda því til haga að maður sem er grunaður um glæp telst saklaus nema hann verði sannur að sök. Réttarkerfi þess tíma missti sjónar á þessum sannindum með þeim afleiðingum að málin hafa legið eins og mara á þjóðinni í fjóra áratugi. Og ekki bara réttarkerfið: Stórir hópar í samfélaginu heimtuðu sökudólga og fólk úr heimi stjórnmála og fjölmiðla kynti undir svo úr varð eitruð blanda. Sökudólgarnir fundust m.a. vegna þess að það var argað að þeir yrðu að finnast. Til að réttarríkið standi undir nafni verður að tryggja sakborningum réttláta málsmeðferð. Alveg sama hvað þeir kunna að vera illa kynntir og bjóði ekki af sér góðan þokka. Sævar og félagar voru ekki neinir kórdrengir sem sóttir voru inn í fermingarveislu, eins og réttvísin orðaði það svo háðslega á sínum tíma. Börkur og Annþór eru ekki neinir kórdrengir heldur og framkoma Barkar í garð dómsvaldsins hefur síst orðið honum til framdráttar, en réttarríkið á að hafa sinn gang fyrir því. Ófreskjuna Breivik er varla hægt að nefna í sömu andrá og annað fólk, ekki heldur miður vel lukkaða kórdrengi, en það er norsku samfélagi og réttarkerfi til ævarandi hróss að jafnvel hann fékk réttláta málsmeðferð. Fyrirfram dómar Ég hef engar forsendur til að leggja mat á sekt eða sakleysi Barkar og Annþórs gagnvart ákæru um að vera valdir að dauða samfanga þeirra en ég hef áhyggjur af því að almannarómur telji þá seka fyrir fram. Ég óttast líka að réttvísin sé sama sinnis. Úr þeirri átt heyrðist að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær eitthvað þessu líkt gerðist. Sú hugsun kallast því miður á við ýmsa fyrirframdómana í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, s.s. þau orð þáverandi dómsmálaráðherra að þungu fargi væri létt af þjóðinni, þegar lögreglan lýsti því yfir hverjir hinir seku væru. Hátt í ársvist á einangrunargangi, með mjög takmörkuðum möguleikum á að hreyfa sig, getur varla verið mannbætandi. Er fangelsið svona vanbúið? Er verið að tryggja öryggi einhverra? Og það sem mestu skiptir: Fer ekki að bóla á krufningarskýrslu eftir allan þennan tíma svo botn fáist í þetta mál og hinni löngu einangrun megi ljúka? Ég held að það sé til bóta að fá svör við þessum spurningum. Mér dettur ekki í hug að mæla ofbeldisverkum bót. Fyrir mér mega og eiga ofbeldismenn að fá makleg málagjöld en enn og aftur: Þeir verða þá að vera sannir að sök, að undangenginni réttlátri málsmeðferð. Besti punkturinn aftan við Guðmundar- og Geirfinnsmál er að þau endurtaki sig ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörleifur Sveinbjörnsson Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Börkur Birgisson og Annþór Karlsson afplána dóma á Litla-Hrauni. Það er að verða ár síðan þriðji fanginn, Sigurður Hólm, dó á Hrauninu. Allar götur síðan hafa Börkur og Annþór verið vistaðir á einangrunargangi og liggja þeir undir grun um að hafa orðið Sigurði heitnum að bana. Nú þegar verið er að vinda ofan af Guðmundar- og Geirfinnsmálum, þökk sé Ögmundi Jónassyni dómsmálaráðherra, er vert að halda því til haga að maður sem er grunaður um glæp telst saklaus nema hann verði sannur að sök. Réttarkerfi þess tíma missti sjónar á þessum sannindum með þeim afleiðingum að málin hafa legið eins og mara á þjóðinni í fjóra áratugi. Og ekki bara réttarkerfið: Stórir hópar í samfélaginu heimtuðu sökudólga og fólk úr heimi stjórnmála og fjölmiðla kynti undir svo úr varð eitruð blanda. Sökudólgarnir fundust m.a. vegna þess að það var argað að þeir yrðu að finnast. Til að réttarríkið standi undir nafni verður að tryggja sakborningum réttláta málsmeðferð. Alveg sama hvað þeir kunna að vera illa kynntir og bjóði ekki af sér góðan þokka. Sævar og félagar voru ekki neinir kórdrengir sem sóttir voru inn í fermingarveislu, eins og réttvísin orðaði það svo háðslega á sínum tíma. Börkur og Annþór eru ekki neinir kórdrengir heldur og framkoma Barkar í garð dómsvaldsins hefur síst orðið honum til framdráttar, en réttarríkið á að hafa sinn gang fyrir því. Ófreskjuna Breivik er varla hægt að nefna í sömu andrá og annað fólk, ekki heldur miður vel lukkaða kórdrengi, en það er norsku samfélagi og réttarkerfi til ævarandi hróss að jafnvel hann fékk réttláta málsmeðferð. Fyrirfram dómar Ég hef engar forsendur til að leggja mat á sekt eða sakleysi Barkar og Annþórs gagnvart ákæru um að vera valdir að dauða samfanga þeirra en ég hef áhyggjur af því að almannarómur telji þá seka fyrir fram. Ég óttast líka að réttvísin sé sama sinnis. Úr þeirri átt heyrðist að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær eitthvað þessu líkt gerðist. Sú hugsun kallast því miður á við ýmsa fyrirframdómana í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, s.s. þau orð þáverandi dómsmálaráðherra að þungu fargi væri létt af þjóðinni, þegar lögreglan lýsti því yfir hverjir hinir seku væru. Hátt í ársvist á einangrunargangi, með mjög takmörkuðum möguleikum á að hreyfa sig, getur varla verið mannbætandi. Er fangelsið svona vanbúið? Er verið að tryggja öryggi einhverra? Og það sem mestu skiptir: Fer ekki að bóla á krufningarskýrslu eftir allan þennan tíma svo botn fáist í þetta mál og hinni löngu einangrun megi ljúka? Ég held að það sé til bóta að fá svör við þessum spurningum. Mér dettur ekki í hug að mæla ofbeldisverkum bót. Fyrir mér mega og eiga ofbeldismenn að fá makleg málagjöld en enn og aftur: Þeir verða þá að vera sannir að sök, að undangenginni réttlátri málsmeðferð. Besti punkturinn aftan við Guðmundar- og Geirfinnsmál er að þau endurtaki sig ekki.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar