Ranglátur skattur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. mars 2013 06:00 Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra hefur í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns staðfest það sem ríkisstjórnin hefur ekki viljað viðurkenna hingað til; að auðlegðarskatturinn svokallaði er ranglátur, vitlaus og í raun óforsvaranlegur. Þegar orðskrúðinu og hlutfallstölunum sem eiga að fela hina raunverulegu stöðu mála er flett utan af svarinu kemur í ljós að um sextíu greiðendur auðlegðarskattsins, sem leggst á nettóeign fólks, borga hartnær allar tekjur sínar í skatt. Tvö hundruð til viðbótar greiða meira en helminginn af tekjum sínum til ríkisins. Guðlaugur Þór bendir á það í Fréttablaðinu í gær að stór hluti þeira sem greiða auðlegðarskatt er fólk 65 ára og eldra. Margt hefur það lágar tekjur en á umtalsverðar eignir. Þegar skatturinn er jafnhátt hlutfall af tekjunum og raun ber vitni á fólk engan annan kost en að selja eignir til að standa skil á skattinum til ríkisins. „Enginn sem þarf að borga svona hátt hlutfall af tekjum sínum í skatt getur mætt þessu með öðrum hætti. Það hefur verið hrópað mannréttindabrot af minna tilefni en þessu," segir Guðlaugur Þór. Það eru orð að sönnu. Það er mikið vafamál að auðlegðarskatturinn standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Hann er í raun ekki annað en hægfara eignaupptaka, sérstaklega í þeim tilvikum sem fólk hefur litlar tekjur af eignunum eða atvinnuþátttöku, eins og við á um margt eldra fólk. Skatturinn hefur margvísleg önnur neikvæð áhrif. Forstjóri Kauphallarinnar hefur bent á að hann hvetji fólk til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum fremur en skráðum. Hann ýtir undir að eignafólk færi heimilisfesti sína til útlanda til að losna undan skattinum. Það eru þá þeir sem hafa úr mestu að spila sem það gera. Hinir sitja frekar eftir og sæta hinni hægfara eignaupptöku. Eignaskattar hafa verið á undanhaldi á Vesturlöndum, enda hafa þeir verið taldir bæði óréttlátir og óskilvirkir. Þar sem þeir eru á annað borð í gildi er yfirleitt kveðið á um að þeir verði aldrei hærri en tiltekið hlutfall af tekjum fólks. Slík ákvæði gleymdust alveg við útfærslu auðlegðarskattsins hér á landi. Eins og svo margir skattar átti auðlegðarskatturinn að vera tímabundinn; fyrst aðeins til þriggja ára. Svo var hann framlengdur til tveggja ára og hækkaður í leiðinni. Við höfum enga tryggingu fyrir því að hann sé ekki kominn til að vera. Þessi skattheimta hefur mætt furðulitlum mótmælum af hálfu greiðendanna. Það helgast sennilega af því að eftir hrun hefur verið í gildi veiðileyfi á „auðmenn" eins og gamla fólkið sem hefur komið sér upp eignum og á oft engan annan lífeyrissjóð. Það þorir ekki að koma fram og svara fyrir sig. Sú spurning er hins vegar áleitin hvort það hafi gert eitthvað til að verðskulda að vera þessum órétti beitt. Ætli fjármálaráðherrann eigi svar við því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra hefur í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns staðfest það sem ríkisstjórnin hefur ekki viljað viðurkenna hingað til; að auðlegðarskatturinn svokallaði er ranglátur, vitlaus og í raun óforsvaranlegur. Þegar orðskrúðinu og hlutfallstölunum sem eiga að fela hina raunverulegu stöðu mála er flett utan af svarinu kemur í ljós að um sextíu greiðendur auðlegðarskattsins, sem leggst á nettóeign fólks, borga hartnær allar tekjur sínar í skatt. Tvö hundruð til viðbótar greiða meira en helminginn af tekjum sínum til ríkisins. Guðlaugur Þór bendir á það í Fréttablaðinu í gær að stór hluti þeira sem greiða auðlegðarskatt er fólk 65 ára og eldra. Margt hefur það lágar tekjur en á umtalsverðar eignir. Þegar skatturinn er jafnhátt hlutfall af tekjunum og raun ber vitni á fólk engan annan kost en að selja eignir til að standa skil á skattinum til ríkisins. „Enginn sem þarf að borga svona hátt hlutfall af tekjum sínum í skatt getur mætt þessu með öðrum hætti. Það hefur verið hrópað mannréttindabrot af minna tilefni en þessu," segir Guðlaugur Þór. Það eru orð að sönnu. Það er mikið vafamál að auðlegðarskatturinn standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Hann er í raun ekki annað en hægfara eignaupptaka, sérstaklega í þeim tilvikum sem fólk hefur litlar tekjur af eignunum eða atvinnuþátttöku, eins og við á um margt eldra fólk. Skatturinn hefur margvísleg önnur neikvæð áhrif. Forstjóri Kauphallarinnar hefur bent á að hann hvetji fólk til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum fremur en skráðum. Hann ýtir undir að eignafólk færi heimilisfesti sína til útlanda til að losna undan skattinum. Það eru þá þeir sem hafa úr mestu að spila sem það gera. Hinir sitja frekar eftir og sæta hinni hægfara eignaupptöku. Eignaskattar hafa verið á undanhaldi á Vesturlöndum, enda hafa þeir verið taldir bæði óréttlátir og óskilvirkir. Þar sem þeir eru á annað borð í gildi er yfirleitt kveðið á um að þeir verði aldrei hærri en tiltekið hlutfall af tekjum fólks. Slík ákvæði gleymdust alveg við útfærslu auðlegðarskattsins hér á landi. Eins og svo margir skattar átti auðlegðarskatturinn að vera tímabundinn; fyrst aðeins til þriggja ára. Svo var hann framlengdur til tveggja ára og hækkaður í leiðinni. Við höfum enga tryggingu fyrir því að hann sé ekki kominn til að vera. Þessi skattheimta hefur mætt furðulitlum mótmælum af hálfu greiðendanna. Það helgast sennilega af því að eftir hrun hefur verið í gildi veiðileyfi á „auðmenn" eins og gamla fólkið sem hefur komið sér upp eignum og á oft engan annan lífeyrissjóð. Það þorir ekki að koma fram og svara fyrir sig. Sú spurning er hins vegar áleitin hvort það hafi gert eitthvað til að verðskulda að vera þessum órétti beitt. Ætli fjármálaráðherrann eigi svar við því?
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun