Hitti Justin Bieber og hágrét í klukkutíma Freyr Bjarnason skrifar 7. mars 2013 06:00 Auður Eva með átrúnaðargoði sínu Justin Bieber baksviðs í London. "Þegar ég sá hann fyrst fannst mér hann bara vera í þrívídd, þetta var svo óraunverulegt," segir Auður Eva Peiser Ívarsdóttir, sem hitti goðið sitt Justin Bieber baksviðs fyrir tónleika í London um síðustu helgi. Auður Eva, sem er á fimmtánda aldursári, vann svokallaðan "meet and greet"-miða í gegnum aðdáendasíðu hans. Hún þurfti að senda þangað tölvupóst með ljósmynd af öllu Justin Bieber-dótinu sem hún átti, ásamt fleiri upplýsingum. Að auki lét hún fylgja með aukalega tveggja blaðsíðna langt bréf um að hún væri frá Íslandi og að hún væri á leiðinni til London á tónleikana. Hún bætti við að hún hefði staðið fyrir Bieber-göngunni á Íslandi árið 2011 ásamt vinkonum sínum. "Það voru um tvö þúsund manns sem tóku þátt í þessari keppni en bara tíu sem unnu og ég var ein af þeim," segir Auður Eva, sem er enn í skýjunum. "Ég fékk að vita kvöldið fyrir tónleikana að ég fengi að hitta hann og ég grét og grét." Hún segir fundinn með Bieber hafa verið draumi líkastan. "Þegar ég labbaði inn til að stilla mér upp við hliðina á honum þá var hann brosandi og rosalega ánægður og ég varð mjög glöð að sjá það." Eftir að tekin hafði verið mynd af þeim saman föðmuðust þau áður en Bieber þurfti að fara og hitta fleira fólk. "Ég labbaði tvö skref frá honum í gegnum eitthvert tjald og þá datt ég í gólfið og fór að hágráta. Ég gat varla andað. Ég hljóp svo til mömmu í fangið á henni og hélt áfram að gráta. Ég grét í svona klukkutíma eftir þetta," segir hún hlæjandi. Auður Eva, sem er í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, segir Bieber vera fullkominn á alla vegu. "Hann er líka svo indæll. Ég er sko alls ekki búin að jafna mig og ég mun pottþétt aldrei gera það." Breskir fjölmiðlar greindu frá því daginn eftir tónleikana að þeim hefði seinkað um tvo tíma og vönduðu Bieber ekki kveðjurnar. Auður Eva segir það algjört kjaftæði. Tæknilegir örðugleikar hafi valdið því að þau þurftu að bíða í 45 mínútur eftir popparanum. "Þetta var ekki Justin að kenna og það var bara mjög illa gert af þeim af klína þessu öllu á hann."Jaden Smith var hress þegar hann hitti Auði Evu.Justin Bieber var ekki eina stjarnan sem Auður Eva hitti baksviðs því leikarinn Jaden Smith var einnig á svæðinu. Hann gaf henni miða með auglýsingu fyrir nýjustu kvikmynd sína After Earth sem kemur í bíó í júní. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
"Þegar ég sá hann fyrst fannst mér hann bara vera í þrívídd, þetta var svo óraunverulegt," segir Auður Eva Peiser Ívarsdóttir, sem hitti goðið sitt Justin Bieber baksviðs fyrir tónleika í London um síðustu helgi. Auður Eva, sem er á fimmtánda aldursári, vann svokallaðan "meet and greet"-miða í gegnum aðdáendasíðu hans. Hún þurfti að senda þangað tölvupóst með ljósmynd af öllu Justin Bieber-dótinu sem hún átti, ásamt fleiri upplýsingum. Að auki lét hún fylgja með aukalega tveggja blaðsíðna langt bréf um að hún væri frá Íslandi og að hún væri á leiðinni til London á tónleikana. Hún bætti við að hún hefði staðið fyrir Bieber-göngunni á Íslandi árið 2011 ásamt vinkonum sínum. "Það voru um tvö þúsund manns sem tóku þátt í þessari keppni en bara tíu sem unnu og ég var ein af þeim," segir Auður Eva, sem er enn í skýjunum. "Ég fékk að vita kvöldið fyrir tónleikana að ég fengi að hitta hann og ég grét og grét." Hún segir fundinn með Bieber hafa verið draumi líkastan. "Þegar ég labbaði inn til að stilla mér upp við hliðina á honum þá var hann brosandi og rosalega ánægður og ég varð mjög glöð að sjá það." Eftir að tekin hafði verið mynd af þeim saman föðmuðust þau áður en Bieber þurfti að fara og hitta fleira fólk. "Ég labbaði tvö skref frá honum í gegnum eitthvert tjald og þá datt ég í gólfið og fór að hágráta. Ég gat varla andað. Ég hljóp svo til mömmu í fangið á henni og hélt áfram að gráta. Ég grét í svona klukkutíma eftir þetta," segir hún hlæjandi. Auður Eva, sem er í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, segir Bieber vera fullkominn á alla vegu. "Hann er líka svo indæll. Ég er sko alls ekki búin að jafna mig og ég mun pottþétt aldrei gera það." Breskir fjölmiðlar greindu frá því daginn eftir tónleikana að þeim hefði seinkað um tvo tíma og vönduðu Bieber ekki kveðjurnar. Auður Eva segir það algjört kjaftæði. Tæknilegir örðugleikar hafi valdið því að þau þurftu að bíða í 45 mínútur eftir popparanum. "Þetta var ekki Justin að kenna og það var bara mjög illa gert af þeim af klína þessu öllu á hann."Jaden Smith var hress þegar hann hitti Auði Evu.Justin Bieber var ekki eina stjarnan sem Auður Eva hitti baksviðs því leikarinn Jaden Smith var einnig á svæðinu. Hann gaf henni miða með auglýsingu fyrir nýjustu kvikmynd sína After Earth sem kemur í bíó í júní.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira