Voru herbergisfélagar í átján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2013 08:00 John og Jim Harbaugh hafa verið í ótal viðtölum síðustu vikur. Mynd/AP Super Bowl í ár hefur fengið gælunafnið Harbaugh Bowl og ekki að ástæðulausu. Fyrstu bræðurnir til að þjálfa á sama tíma í ameríska fótboltanum mætast þá með lið sín í úrslitaleik ameríska fótboltans, sem fer fram í New Orleans á sunnudaginn. John Harbaugh er fimmtán mánuðum eldri en Jim og hefur verið þjálfari NFL-deildinni þremur árum lengur. John náði þó aldrei að spila í deildinni en Jim var leikmaður í fjórtán tímabil frá 1987 til 2000. Þeir voru herbergisfélagar í átján ár og fengu báðir góða innsýn í starf þjálfarans því faðir þeirra, Jack, þjálfaði í 41 ár í háskólafótboltanum. „Þegar við vorum yngri mættum við hvor öðrum í bakgarðinum í ímynduðum Super Bowl-leik en við vorum þá að spila en ekki að þjálfa. Við héldum alltaf að við myndum ná að spila í Super Bowl. Jim komst aðeins nær því en ég en það tókst hjá hvorugum. Menn segja „ef þú nærð því ekki sem leikmaður, gerðu það þá sem þjálfari" og þetta er okkar tækifæri," sagði John Harbaugh, sem hefur farið með Baltimore Ravens í úrslitakeppnina öll fimm ár sín í deildinni. Jim Harbaugh hefur líka gert frábæra hluti síðan hann tók við liði San Francisco 49ers árið 2011 og hann tók eina stærstu ákvörðun síðari tíma þegar hann skipti um leikstjórnanda á miðju tímabili. Alex Smith var búinn að skila flottum tölum en liðið hefur blómstrað síðan hinn litríki Colin Kaepernick fór að stýra sóknarleik liðsins, enda óútreiknanlegur og jafn hættulegur á hlaupum og í köstum. Maður dagsins og maður úrslitakeppninnar hefur þó verið Ray Lewis, varnarmaður Baltimore Ravens. Hann meiddist illa á tímabilinu, tókst að ná sér góðum fyrir úrslitakeppnina og hefur síðan farið á kostum í ævintýri Ravens-liðsins vitandi það að þetta séu síðustu leikir hans á ferlinum. Það verður eflaust mikið um dramatík og dansa hjá Lewis á sunnudaginn. Hann mun þá kveðja NFL eftir 17 frábær ár en aðeins á eftir að koma í ljóst hvort hið mikla ævintýri Ravens-liðsins fær fullkominn endi. Leikurinn hefst eitt eftir miðnætti á morgun og er í beinni á ESPN America á fjölvarpinu. NFL Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Sjá meira
Super Bowl í ár hefur fengið gælunafnið Harbaugh Bowl og ekki að ástæðulausu. Fyrstu bræðurnir til að þjálfa á sama tíma í ameríska fótboltanum mætast þá með lið sín í úrslitaleik ameríska fótboltans, sem fer fram í New Orleans á sunnudaginn. John Harbaugh er fimmtán mánuðum eldri en Jim og hefur verið þjálfari NFL-deildinni þremur árum lengur. John náði þó aldrei að spila í deildinni en Jim var leikmaður í fjórtán tímabil frá 1987 til 2000. Þeir voru herbergisfélagar í átján ár og fengu báðir góða innsýn í starf þjálfarans því faðir þeirra, Jack, þjálfaði í 41 ár í háskólafótboltanum. „Þegar við vorum yngri mættum við hvor öðrum í bakgarðinum í ímynduðum Super Bowl-leik en við vorum þá að spila en ekki að þjálfa. Við héldum alltaf að við myndum ná að spila í Super Bowl. Jim komst aðeins nær því en ég en það tókst hjá hvorugum. Menn segja „ef þú nærð því ekki sem leikmaður, gerðu það þá sem þjálfari" og þetta er okkar tækifæri," sagði John Harbaugh, sem hefur farið með Baltimore Ravens í úrslitakeppnina öll fimm ár sín í deildinni. Jim Harbaugh hefur líka gert frábæra hluti síðan hann tók við liði San Francisco 49ers árið 2011 og hann tók eina stærstu ákvörðun síðari tíma þegar hann skipti um leikstjórnanda á miðju tímabili. Alex Smith var búinn að skila flottum tölum en liðið hefur blómstrað síðan hinn litríki Colin Kaepernick fór að stýra sóknarleik liðsins, enda óútreiknanlegur og jafn hættulegur á hlaupum og í köstum. Maður dagsins og maður úrslitakeppninnar hefur þó verið Ray Lewis, varnarmaður Baltimore Ravens. Hann meiddist illa á tímabilinu, tókst að ná sér góðum fyrir úrslitakeppnina og hefur síðan farið á kostum í ævintýri Ravens-liðsins vitandi það að þetta séu síðustu leikir hans á ferlinum. Það verður eflaust mikið um dramatík og dansa hjá Lewis á sunnudaginn. Hann mun þá kveðja NFL eftir 17 frábær ár en aðeins á eftir að koma í ljóst hvort hið mikla ævintýri Ravens-liðsins fær fullkominn endi. Leikurinn hefst eitt eftir miðnætti á morgun og er í beinni á ESPN America á fjölvarpinu.
NFL Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Sjá meira