Öxlar Evrópu Jón Ormur Halldórsson skrifar 24. janúar 2013 06:00 Aldrei hafa jafnólíkar þjóðir bundist jafn nánum böndum og Þýskaland og Frakkland. Í vikunni halda menn upp á fimmtíu ára afmæli vináttusáttmála þjóðanna tveggja sem kenndur er við Elysée-höllina í París. Það segir sögu um nánd þessa sambands að ríkisstjórnir landanna halda sameiginlega ríkisstjórnarfundi tvisvar á ári og á milli embættismanna og ráðherra þeirra er formlegt, stöðugt og oft náið samráð. Menn kenna samstarfið ýmist við öxul eða mótor og hvort tveggja er lýsandi. Samvinnuferlið í Evrópu hefur mjög hvílt á þessu afar sérstaka sambandi. Vilji ríkjanna til nánara samstarfs hefur líka verið einn af sterkustu kröftunum í að knýja áfram evrópska samvinnu. Samstarfið hefur stundum verið erfiðara en sögur um Mitterand, Kohl, d'Esteing og Schmidt gefa til kynna. Árangurinn er hins vegar ótvíræður og heimssögulegur. Og nú standa menn á krossgötum.Styrkur og veikleikar Fyrir fimmtíu árum var Frakkland hnignandi heimsveldi með mikla efnahagslega veikleika. Evrópa sem hafði stjórnað heiminum í aldir var enn í pólitískum og efnalegum rústum. Þýskaland var vaxandi efnahagsveldi án nokkurra möguleika til pólitísks styrks í samræmi við efnahagslega þýðingu. Ekki var aðeins að nágrannar Þýskalands vildu halda því pólitískt í skefjum heldur var viljinn til þess jafnvel enn sterkari í Þýskalandi sjálfu. Bandalagið við Frakkland gaf Þýskalandi færi á að koma með áhrifaríkum hætti að borði stjórnmála í Evrópu án þess að nokkrum þætti sér ógnað af þýskum mætti. Það gaf Frakklandi möguleika á auknum pólitískum styrk samhliða efnahagslegum ávinningi af Evrópusamvinnu. Jafnvægi raskast Þrennt hefur orðið til þess að raska því jafnvægi sem Frakkar og Þjóðverjar fundu með samstarfi sínu. Eitt er að sameining Þýskalands jók bæði afl þess og möguleika. Annað er að því lengra sem líður frá skelfingum heimstyrjaldanna þurfa Þjóðverjar síður á þeim fjötrum að halda sem þeir hafa sjálfir bundið sér. Þriðja atriðið er að efnahagur Þýskalands hefur styrkst stórlega í kjölfar efnahagsumbóta sem stjórn jafnaðarmanna og græningja efndi til með miklum pólitískum tilkostnaði fyrir fáum árum. Á sama tíma hefur efnahagslíf Frakklands einkennst af stöðnun og jafnvel afturför.Aðrir öxlar Eitt til viðbótar skiptir síðan máli fyrir framhaldið. Það er efnahagslegur uppgangur, stóraukinn pólitískur þroski og vaxandi sjálfsöryggi Póllands. Af sögulegum ástæðum vilja Þjóðverjar sem allra nánast samstarf við Pólland. Árangur Pólverja í efnahagsmálum og vaxandi áhugi þar í landi fyrir fullri þátttöku í nánu samstarfi Evrópuríkja hefur stórlega aukið vægi Pólverja í evrópskum stjórnmálum. Það mun vaxa enn frekar á næstu árum, sérstaklega ef Pólland tekur upp evru. Tímabundnir erfiðleikar sem eru fram undan í pólskum efnahagsmálum breyta þessu ekki. Náið samstarf á milli Berlínar og Varsjár er einn helsti lykillinn að nýju pólitísku jafnvægi í ESB. Frakkar eiga tæpast betra svar við þessu en enn nánara samband við Berlín. Vonda svarið, alvöru bandalag Miðjarðarhafsþjóða gegn meintu ofríki hinna efnuðu og sparsömu norðanmanna, er ekki fýsilegur kostur fyrir neinn. Bandalag Frakka við Breta mun af augljósum ástæðum takmarkast við aukna hernaðarsamvinnu. Hún er raunar orðin mjög eftirtektarverð, en á þessu sviði eru Þjóðverjar síður til í tuskið vegna annarra viðhorfa til beitingar valds í þágu utanríkispólitískra markmiða.Ólík sýn Vegna náins bandalags Þjóðverja og Frakka gleyma menn stundum hve gerólíka sýn þessar tvær þjóðir hafa á æskilegt eðli Evrópusamvinnunnar og eins á hlutverk ríkja í atvinnumálum. Frakkar hafa alla tíð barist fyrir náinni milliríkjasamvinnu í Evrópu en Þjóðverjar fyrir almennum samruna sem dregur úr hlutverki einstakra ríkja. Það er eins í efnahagsmálum. Þar er ríkið sjálft fyrir miðju hjá Frökkum en meira til hliðar hjá Þjóðverjum sem vilja sem almennastar en um leið öruggar og þéttar reglur fyrir atvinnulífið. Evran Ekki er ágreiningur á milli Frakklands og Þýskalands um að svarið við yfirstandandi fjármálakreppu liggur í enn nánara og víðtækara samstarfi innan ESB og sérstaklega á milli þeirra landa sem nota evru. Þar standa ríkin frammi fyrir stórum verkefnum. Bjartsýni á árangur hefur verulega vaxið á síðustu mánuðum. Áherslur ríkjanna eru þó ólíkar. Frakkar vilja samábyrgð evruríkja hvert á skuldum annars en Þýskaland vill forðast slíkt nema í mjög takmörkuðum mæli. Forysta Þýskalands í peningamálum er óþægilega augljós fyrir Frakka en ríkin hafa þó staðið þétt saman.Frakkar Mikilvægasta verkefni Frakka er að koma þrótti í atvinnulíf landsins. Einungis með því geta þeir endurheimt styrk sinn í Evrópu. Aðgerðirnar sem jafnaðarmenn beittu sér fyrir í Þýskalandi og dugðu svo vel þykja of langt frá velferðarsjónarmiðum í Frakklandi sem býr við aðra orðræðu í stjórnmálum. En landið er komið í þrönga stöðu sem gæti endað illa. Hið öfluga stjórnkerfi og stjórnmálakerfi Frakklands virðist sem lamað um stund. Sagan segir að það muni taka við sér á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Aldrei hafa jafnólíkar þjóðir bundist jafn nánum böndum og Þýskaland og Frakkland. Í vikunni halda menn upp á fimmtíu ára afmæli vináttusáttmála þjóðanna tveggja sem kenndur er við Elysée-höllina í París. Það segir sögu um nánd þessa sambands að ríkisstjórnir landanna halda sameiginlega ríkisstjórnarfundi tvisvar á ári og á milli embættismanna og ráðherra þeirra er formlegt, stöðugt og oft náið samráð. Menn kenna samstarfið ýmist við öxul eða mótor og hvort tveggja er lýsandi. Samvinnuferlið í Evrópu hefur mjög hvílt á þessu afar sérstaka sambandi. Vilji ríkjanna til nánara samstarfs hefur líka verið einn af sterkustu kröftunum í að knýja áfram evrópska samvinnu. Samstarfið hefur stundum verið erfiðara en sögur um Mitterand, Kohl, d'Esteing og Schmidt gefa til kynna. Árangurinn er hins vegar ótvíræður og heimssögulegur. Og nú standa menn á krossgötum.Styrkur og veikleikar Fyrir fimmtíu árum var Frakkland hnignandi heimsveldi með mikla efnahagslega veikleika. Evrópa sem hafði stjórnað heiminum í aldir var enn í pólitískum og efnalegum rústum. Þýskaland var vaxandi efnahagsveldi án nokkurra möguleika til pólitísks styrks í samræmi við efnahagslega þýðingu. Ekki var aðeins að nágrannar Þýskalands vildu halda því pólitískt í skefjum heldur var viljinn til þess jafnvel enn sterkari í Þýskalandi sjálfu. Bandalagið við Frakkland gaf Þýskalandi færi á að koma með áhrifaríkum hætti að borði stjórnmála í Evrópu án þess að nokkrum þætti sér ógnað af þýskum mætti. Það gaf Frakklandi möguleika á auknum pólitískum styrk samhliða efnahagslegum ávinningi af Evrópusamvinnu. Jafnvægi raskast Þrennt hefur orðið til þess að raska því jafnvægi sem Frakkar og Þjóðverjar fundu með samstarfi sínu. Eitt er að sameining Þýskalands jók bæði afl þess og möguleika. Annað er að því lengra sem líður frá skelfingum heimstyrjaldanna þurfa Þjóðverjar síður á þeim fjötrum að halda sem þeir hafa sjálfir bundið sér. Þriðja atriðið er að efnahagur Þýskalands hefur styrkst stórlega í kjölfar efnahagsumbóta sem stjórn jafnaðarmanna og græningja efndi til með miklum pólitískum tilkostnaði fyrir fáum árum. Á sama tíma hefur efnahagslíf Frakklands einkennst af stöðnun og jafnvel afturför.Aðrir öxlar Eitt til viðbótar skiptir síðan máli fyrir framhaldið. Það er efnahagslegur uppgangur, stóraukinn pólitískur þroski og vaxandi sjálfsöryggi Póllands. Af sögulegum ástæðum vilja Þjóðverjar sem allra nánast samstarf við Pólland. Árangur Pólverja í efnahagsmálum og vaxandi áhugi þar í landi fyrir fullri þátttöku í nánu samstarfi Evrópuríkja hefur stórlega aukið vægi Pólverja í evrópskum stjórnmálum. Það mun vaxa enn frekar á næstu árum, sérstaklega ef Pólland tekur upp evru. Tímabundnir erfiðleikar sem eru fram undan í pólskum efnahagsmálum breyta þessu ekki. Náið samstarf á milli Berlínar og Varsjár er einn helsti lykillinn að nýju pólitísku jafnvægi í ESB. Frakkar eiga tæpast betra svar við þessu en enn nánara samband við Berlín. Vonda svarið, alvöru bandalag Miðjarðarhafsþjóða gegn meintu ofríki hinna efnuðu og sparsömu norðanmanna, er ekki fýsilegur kostur fyrir neinn. Bandalag Frakka við Breta mun af augljósum ástæðum takmarkast við aukna hernaðarsamvinnu. Hún er raunar orðin mjög eftirtektarverð, en á þessu sviði eru Þjóðverjar síður til í tuskið vegna annarra viðhorfa til beitingar valds í þágu utanríkispólitískra markmiða.Ólík sýn Vegna náins bandalags Þjóðverja og Frakka gleyma menn stundum hve gerólíka sýn þessar tvær þjóðir hafa á æskilegt eðli Evrópusamvinnunnar og eins á hlutverk ríkja í atvinnumálum. Frakkar hafa alla tíð barist fyrir náinni milliríkjasamvinnu í Evrópu en Þjóðverjar fyrir almennum samruna sem dregur úr hlutverki einstakra ríkja. Það er eins í efnahagsmálum. Þar er ríkið sjálft fyrir miðju hjá Frökkum en meira til hliðar hjá Þjóðverjum sem vilja sem almennastar en um leið öruggar og þéttar reglur fyrir atvinnulífið. Evran Ekki er ágreiningur á milli Frakklands og Þýskalands um að svarið við yfirstandandi fjármálakreppu liggur í enn nánara og víðtækara samstarfi innan ESB og sérstaklega á milli þeirra landa sem nota evru. Þar standa ríkin frammi fyrir stórum verkefnum. Bjartsýni á árangur hefur verulega vaxið á síðustu mánuðum. Áherslur ríkjanna eru þó ólíkar. Frakkar vilja samábyrgð evruríkja hvert á skuldum annars en Þýskaland vill forðast slíkt nema í mjög takmörkuðum mæli. Forysta Þýskalands í peningamálum er óþægilega augljós fyrir Frakka en ríkin hafa þó staðið þétt saman.Frakkar Mikilvægasta verkefni Frakka er að koma þrótti í atvinnulíf landsins. Einungis með því geta þeir endurheimt styrk sinn í Evrópu. Aðgerðirnar sem jafnaðarmenn beittu sér fyrir í Þýskalandi og dugðu svo vel þykja of langt frá velferðarsjónarmiðum í Frakklandi sem býr við aðra orðræðu í stjórnmálum. En landið er komið í þrönga stöðu sem gæti endað illa. Hið öfluga stjórnkerfi og stjórnmálakerfi Frakklands virðist sem lamað um stund. Sagan segir að það muni taka við sér á ný.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun