Bjarki Már: Væri leiðinlegt að komast inn vegna meiðsla Guðjóns Vals Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. desember 2013 15:00 mynd/stefán „Mínar væntingar eru fyrst og fremst að koma í lokahópinn og hjálpa liðinu sem mest ef ég kemst í lokahópinn. Þangað til ætla ég að berjast fyrir mínu sæti,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handbolta í dag sem vonast eftir því að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti í janúar. „Svo veit maður aldrei hvað er með Gauja (Guðjón Val Sigurðsson). Það væri leiðinlegt að komast inn á þeim forsendum að hann meiðist. Það væru allir fúlir ef maður kæmi inn útaf því. Ég vona auðvitað að hann verði með og ég vona að ég verði líka með. Fari svo að Guðjón Valur verði ekki með á Erópumeistaramótinu í Danmörku mun vinstra hornið væntanlega skiptast á milli Bjarka og Stefáns Rafns Sigurmannssonar. „Gaui er búinn að setja ágætis standard, einhver þrettán mörk að meðaltali í leik. Það væri gífurleg pressa að koma inn fyrir hann en við þyrftum að nýta tækifærið og gera okkar besta,“ sagði Bjarki Már sem óttast ekkert að koma inn fyrir Guðjón Val fari allt á versta veg með hann. „Ég held að Aron Kristjánsson óttist þetta mest en ef við erum ekki menn í að koma inn eigum við að vera í öðru sporti. Við erum báðir keppnismenn og ætlum að leysa þetta ef svo fer.“ Bjarki Már er á fyrsta ári sínu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann leikur með nýliðum Eisenach. „Það hefur gengið vel í Þýskalandi. Ég hef fengið að spila mikið. Þetta hefur verið aðeins upp og niður sem er eðlilegt á mínu fyrsta ári í bestu deild í heimi. Ég er mjög sáttur það sem af er.“ „Mér finnst ég hafa bætt mig mikið. Ég er í miklu betra líkamlegu ástandi. Ég er fljótari og sterkari þó það megi bæta það enn meira.“ „Þegar maður getur unnið við að halda skrokknum í lagi er maður eitthvað steiktur ef maður getur það ekki. Maður æfir tvisvar á dag, þrisvar í viku. Svo hefur maður allan tíman í heiminum til að vinna í litlu hlutunum og í fyrirbyggjandi æfingum. Ég þakka fyrst og fremst tímanum sem ég hef í það,“ sagði Bjarki Már sem er þó ekki að allan sólarhringinn. „Ég reyndar spila playstation líka en ég nota það til að róa hugann,“ sagði ávallt léttur Bjarki Már Elísson. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Sjá meira
„Mínar væntingar eru fyrst og fremst að koma í lokahópinn og hjálpa liðinu sem mest ef ég kemst í lokahópinn. Þangað til ætla ég að berjast fyrir mínu sæti,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handbolta í dag sem vonast eftir því að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti í janúar. „Svo veit maður aldrei hvað er með Gauja (Guðjón Val Sigurðsson). Það væri leiðinlegt að komast inn á þeim forsendum að hann meiðist. Það væru allir fúlir ef maður kæmi inn útaf því. Ég vona auðvitað að hann verði með og ég vona að ég verði líka með. Fari svo að Guðjón Valur verði ekki með á Erópumeistaramótinu í Danmörku mun vinstra hornið væntanlega skiptast á milli Bjarka og Stefáns Rafns Sigurmannssonar. „Gaui er búinn að setja ágætis standard, einhver þrettán mörk að meðaltali í leik. Það væri gífurleg pressa að koma inn fyrir hann en við þyrftum að nýta tækifærið og gera okkar besta,“ sagði Bjarki Már sem óttast ekkert að koma inn fyrir Guðjón Val fari allt á versta veg með hann. „Ég held að Aron Kristjánsson óttist þetta mest en ef við erum ekki menn í að koma inn eigum við að vera í öðru sporti. Við erum báðir keppnismenn og ætlum að leysa þetta ef svo fer.“ Bjarki Már er á fyrsta ári sínu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann leikur með nýliðum Eisenach. „Það hefur gengið vel í Þýskalandi. Ég hef fengið að spila mikið. Þetta hefur verið aðeins upp og niður sem er eðlilegt á mínu fyrsta ári í bestu deild í heimi. Ég er mjög sáttur það sem af er.“ „Mér finnst ég hafa bætt mig mikið. Ég er í miklu betra líkamlegu ástandi. Ég er fljótari og sterkari þó það megi bæta það enn meira.“ „Þegar maður getur unnið við að halda skrokknum í lagi er maður eitthvað steiktur ef maður getur það ekki. Maður æfir tvisvar á dag, þrisvar í viku. Svo hefur maður allan tíman í heiminum til að vinna í litlu hlutunum og í fyrirbyggjandi æfingum. Ég þakka fyrst og fremst tímanum sem ég hef í það,“ sagði Bjarki Már sem er þó ekki að allan sólarhringinn. „Ég reyndar spila playstation líka en ég nota það til að róa hugann,“ sagði ávallt léttur Bjarki Már Elísson.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Sjá meira