Það er alþekkt í íþróttum að leikmenn láti dómarann heyra það en það gerist ekki oft að dómarinn láti leikmanninn fá það óþvegið.
NFL-dómarinn Roy Ellison hikaði þó ekki við að láta Tretn Williams, leikmann Washington Redskins, heyra það um daginn og hann hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir talsmátann í garð leikmannsins.
"Dómarinn kom upp að mér og kallaði mig rusl og drullusokk. Það er ekkert pláss fyrir slíka hegðun í deildinni," sagði Williams en hann var í losti yfir þessari hegðun.
Ellison hefur dæmt í deildinni í ellefu ár og nýtur mikillar virðingar. Þetta uppátæki hans kom því öllum á óvart.
Dómari dæmdur í bann fyrir kjaftbrúk

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti


„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn




