Gæti þurft að hóa í stærðfræðing vegna stöðunnar í F-riðli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2013 14:15 Aaron Ramsey og Mesut Özil fagna sigurmarki þess fyrrnefnda í Þýskalandi á dögunum. Nordicphotos/Getty Arsenal og Napólí geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en líklegra er að spennan verði óbærileg fram í síðustu umferð. Arsenal og Napólí hafa 9 stig eftir fjórar umferðir í F-riðli, Borussia Dortmund hefur 6 stig en Marseille er stigalaust. Ljóst er að Marseille á enga von um að komast áfram í deildinni og aðeins fræðilega von að komast í Evrópudeildina. Til þess þarf liðið að vinna sína tvo leiki og Dortmund að tapa báðum. Fáir hafa trú á því. Mun meiri vangaveltur eru um gang mála á toppi riðilsins. Takist Dortmund ekki að leggja Napólí að velli í Þýskalandi í kvöld og Arsenal leggur Marseille þá fara ítalska og enska liðið áfram. Vinni Dortmund sigur á Napólí magnast spennan. Svo gæti farið að öll liðin þrjú verði jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Ekki er ólíklegt að svo fari. Vinni Dortmund sigur á Napólí og Arsenal sigrar Marseille í kvöld ásamt því að Dortmund leggi Marseille og Napólí klári Arsenal heima í lokaumferðinni verða liðin þrjú öll með tólf stig. Það hefur aldrei gerst í sögu keppninnar að lið með 12 stig komist ekki áfram í 16-liða úrslitin. Það væri í raun ótrúlegt að þurfa að sitja eftir með sárt ennið eftir fjóra sigra í sex leikjum. Verði liðin þrjú jöfn að stigum eru innbyrðisviðureignirnar skoðaðar. Arsenal og Dortmund hafa mæst tvisvar og þar stendur Dortmund betur að vígi með fleiri mörk skoruð á útivelli. Napóli hefur 2-1 forystu í einvíginu gegn Dortmund og Arsenal hefur 2-0 forystu gegn Napólí fyrir seinni leikinn í lokaumferðinni. Svo gæti farið að liðin yrðu ekki aðeins með jafnmörg stig heldur yrði markatala þeirra einnig sú sama. Þá myndu liðin með flest mörk skoruð á útivelli fara áfram. Myndin verður skýrari eftir kvöldið í kvöld. Leikur Dortmund og Napólí verður í beinni á Stöð 2 Sport og viðureign Arsenal og Marseille á Sport 3. Leikirnir hefjast klukkan 19.45. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Sjá meira
Arsenal og Napólí geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en líklegra er að spennan verði óbærileg fram í síðustu umferð. Arsenal og Napólí hafa 9 stig eftir fjórar umferðir í F-riðli, Borussia Dortmund hefur 6 stig en Marseille er stigalaust. Ljóst er að Marseille á enga von um að komast áfram í deildinni og aðeins fræðilega von að komast í Evrópudeildina. Til þess þarf liðið að vinna sína tvo leiki og Dortmund að tapa báðum. Fáir hafa trú á því. Mun meiri vangaveltur eru um gang mála á toppi riðilsins. Takist Dortmund ekki að leggja Napólí að velli í Þýskalandi í kvöld og Arsenal leggur Marseille þá fara ítalska og enska liðið áfram. Vinni Dortmund sigur á Napólí magnast spennan. Svo gæti farið að öll liðin þrjú verði jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Ekki er ólíklegt að svo fari. Vinni Dortmund sigur á Napólí og Arsenal sigrar Marseille í kvöld ásamt því að Dortmund leggi Marseille og Napólí klári Arsenal heima í lokaumferðinni verða liðin þrjú öll með tólf stig. Það hefur aldrei gerst í sögu keppninnar að lið með 12 stig komist ekki áfram í 16-liða úrslitin. Það væri í raun ótrúlegt að þurfa að sitja eftir með sárt ennið eftir fjóra sigra í sex leikjum. Verði liðin þrjú jöfn að stigum eru innbyrðisviðureignirnar skoðaðar. Arsenal og Dortmund hafa mæst tvisvar og þar stendur Dortmund betur að vígi með fleiri mörk skoruð á útivelli. Napóli hefur 2-1 forystu í einvíginu gegn Dortmund og Arsenal hefur 2-0 forystu gegn Napólí fyrir seinni leikinn í lokaumferðinni. Svo gæti farið að liðin yrðu ekki aðeins með jafnmörg stig heldur yrði markatala þeirra einnig sú sama. Þá myndu liðin með flest mörk skoruð á útivelli fara áfram. Myndin verður skýrari eftir kvöldið í kvöld. Leikur Dortmund og Napólí verður í beinni á Stöð 2 Sport og viðureign Arsenal og Marseille á Sport 3. Leikirnir hefjast klukkan 19.45.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Sjá meira