Með jarðvarmaverkefni í 40 löndum Haraldur Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2013 08:35 Kortið sýnir dreifingu jarðvarmaverkefna íslenskra fyrirtækja og stofnana á árinu 2013. Jarðvarmaverkefnum íslenskra fyrirtækja og stofnana í útlöndum hefur fjölgað á síðustu árum og nú vinna fleiri en tíu fyrirtæki að ólíkum verkefnum í samtals 40 löndum. Flest verkefnin fela í sér ráðgjöf til erlendra aðila um nýtingu á jarðvarma en í sumum tilvikum vinna íslensk fyrirtæki við eigin framkvæmdir. Davíð Stefánsson, forstöðumaður ráðgjafasviðs Reykjavík Geothermal sem er íslenskt-bandarískt fyrirtæki á sviði jarðvarmanýtingar, segir þessi fyrirtæki og stofnanir hafa styrkt ímynd íslenskrar sérstöðu þegar kemur að nýtingu jarðvarma.Þróa eigin verkefni „Þessi jarðvarmaverkefni eru fjölbreytt og áherslan á að sækja þau hefur aukist undanfarin ár. Hæg uppbygging hér á landi á síðustu árum í nýtingu jarðvarma hefur ýtt undir áhugann á að fara utan,“ segir Davíð. „Í fyrsta lagi er um að ræða tilvik þar sem fyrirtæki eru að þróa sín eigin verkefni. Reykjavík Geothermal og fyrirtækið Orka Energy hafa undanfarið rekið nokkur slík, en það má einnig nefna að RARIK vinnur nú við að virkja jarðvarma í austurhluta Tyrklands,“ segir Davíð. Hann segir að Reykjavík Geothermal sinni nú þremur verkefnum af þessum toga. „Við erum að þróa orkuframleiðsluverkefni í Corbetti-öskjunni í Suður-Eþíópíu. Það er okkar langstærsta framkvæmd og henni er skipt í tvo fimm hundruð megavatta áfanga. En við erum einnig með framkvæmdir á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi og á Ceboruco-svæðinu í Mexíkó.“ Orka Energy er að sögn Davíðs að þróa eigið orkuverkefni á Biliran-eyju á Filippseyjum og hitaveituverkefni í Kína. Framkvæmdirnar í Kína eru unnar í samstarfi við eitt af stærri olíufélögum veraldar, Sinopec, en það samstarf hefur getið af sér margar hitaveitur þar í landi.Ráðgjafarverkefnin algengust „Þau verkefni þar sem íslenskir aðilar veita ráðgjöf við jarðvarmauppbyggingu eru hins vegar miklu fleiri,“ segir Davíð. Stærstu fyrirtækin og stofnanirnar sem sinna ráðgjafarverkefnum eru að hans sögn Reykjavík Geothermal, Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR), Mannvit, Efla og Verkís. Davíð nefnir að auki fyrirtæki á borð við Landsvirkjun Power, VSÓ Ráðgjöf og Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar. „Reykjavík Geothermal hefur sem dæmi sinnt jarðfræðiráðgjöf um nýtingu jarðvarma í Sádi-Arabíu. Fyrirtækið er einnig að vinna að ráðgjafarverkefnum í Afríku þar sem það vinnur meðal annars fyrir sameiginlegt svæðaráð Rúanda, Búrúndí og Kongó. Það verkefni er kostað af Evrópusambandinu og byggir á því að meta jarðvarma sem orkugjafa,“ segir Davíð og nefnir einnig önnur verkefni í Kenía, Níkaragva, á Filippseyjum og Papúa Nýju-Gíneu. „Að byggja upp ráðgjafarstörf eins og þessi er hins vegar langhlaup. Hrunið ýtti enn frekar við mönnum til að sækja verkefni erlendis og undanfarin tvö til þrjú ár hafa fyrirtækin sett aukinn kraft í þessa sókn,“ segir Davíð, en undirstrikar að sum þessara fyrirtækja hafi sinnt jarðvarmauppbyggingu í áraraðir með ágætum árangri.Ísland stórt nafn innan geirans Einungis eitt íslenskt fyrirtæki, Jarðboranir, sinnir erlendum borverkefnum vegna jarðhitanýtingar. Starfsmenn fyrirtækisins hafa á þessu ári unnið á áðurnefndri Biliran-eyju, á eyjunni Dómíníku í Karíbahafi og Nýja-Sjálandi. Framkvæmdir á Biliran-eyju eru að mati Davíðs ágætt dæmi um hvernig samstarfi Íslendinga er háttað þegar kemur að jarðvarmanum. Fyrirtækin Jarðboranir, Orka Energy, Reykjavík Geothermal og Mannvit koma öll að nýtingu jarðvarma á eyjunni. „Á þeirri öld sem Íslendingar hafa nýtt jarðhita til vinnslu hefur mikil þekking orðið til í landinu. Dæmi um það er þekking og reynsla við jarðhitarannsóknir þar sem til dæmis mæliaðferðir hafa verið þróaðar og ný vitneskja orðið til sem hefur nýst á öðrum jarðhitasvæðum. Nýtni jarðvarmavirkjana er annað svið þar sem við erum mjög framarlega,“ segir Davíð og heldur áfram: „En þetta er ekki eingöngu ráðgjöf á sviðum eins og jarðfræði og borverkfræði. Það er hægt að horfa víðar því fyrirtæki á borð við KPMG ráðgjöf og Centra fyrirtækjaráðgjöf hafa veitt ráðgjöf erlendis á þessu sviði undanfarin ár með ágætum árangri. Með samstarfi ólíkra aðila hefur náðst að kynna betur þekkingargrunn okkar og íslenskt hugvit á þessu sviði og það er ein ástæðan þess að Ísland er stórt nafn í jarðvarmageiranum.“ Illugi og Orka Energy Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Jarðvarmaverkefnum íslenskra fyrirtækja og stofnana í útlöndum hefur fjölgað á síðustu árum og nú vinna fleiri en tíu fyrirtæki að ólíkum verkefnum í samtals 40 löndum. Flest verkefnin fela í sér ráðgjöf til erlendra aðila um nýtingu á jarðvarma en í sumum tilvikum vinna íslensk fyrirtæki við eigin framkvæmdir. Davíð Stefánsson, forstöðumaður ráðgjafasviðs Reykjavík Geothermal sem er íslenskt-bandarískt fyrirtæki á sviði jarðvarmanýtingar, segir þessi fyrirtæki og stofnanir hafa styrkt ímynd íslenskrar sérstöðu þegar kemur að nýtingu jarðvarma.Þróa eigin verkefni „Þessi jarðvarmaverkefni eru fjölbreytt og áherslan á að sækja þau hefur aukist undanfarin ár. Hæg uppbygging hér á landi á síðustu árum í nýtingu jarðvarma hefur ýtt undir áhugann á að fara utan,“ segir Davíð. „Í fyrsta lagi er um að ræða tilvik þar sem fyrirtæki eru að þróa sín eigin verkefni. Reykjavík Geothermal og fyrirtækið Orka Energy hafa undanfarið rekið nokkur slík, en það má einnig nefna að RARIK vinnur nú við að virkja jarðvarma í austurhluta Tyrklands,“ segir Davíð. Hann segir að Reykjavík Geothermal sinni nú þremur verkefnum af þessum toga. „Við erum að þróa orkuframleiðsluverkefni í Corbetti-öskjunni í Suður-Eþíópíu. Það er okkar langstærsta framkvæmd og henni er skipt í tvo fimm hundruð megavatta áfanga. En við erum einnig með framkvæmdir á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi og á Ceboruco-svæðinu í Mexíkó.“ Orka Energy er að sögn Davíðs að þróa eigið orkuverkefni á Biliran-eyju á Filippseyjum og hitaveituverkefni í Kína. Framkvæmdirnar í Kína eru unnar í samstarfi við eitt af stærri olíufélögum veraldar, Sinopec, en það samstarf hefur getið af sér margar hitaveitur þar í landi.Ráðgjafarverkefnin algengust „Þau verkefni þar sem íslenskir aðilar veita ráðgjöf við jarðvarmauppbyggingu eru hins vegar miklu fleiri,“ segir Davíð. Stærstu fyrirtækin og stofnanirnar sem sinna ráðgjafarverkefnum eru að hans sögn Reykjavík Geothermal, Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR), Mannvit, Efla og Verkís. Davíð nefnir að auki fyrirtæki á borð við Landsvirkjun Power, VSÓ Ráðgjöf og Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar. „Reykjavík Geothermal hefur sem dæmi sinnt jarðfræðiráðgjöf um nýtingu jarðvarma í Sádi-Arabíu. Fyrirtækið er einnig að vinna að ráðgjafarverkefnum í Afríku þar sem það vinnur meðal annars fyrir sameiginlegt svæðaráð Rúanda, Búrúndí og Kongó. Það verkefni er kostað af Evrópusambandinu og byggir á því að meta jarðvarma sem orkugjafa,“ segir Davíð og nefnir einnig önnur verkefni í Kenía, Níkaragva, á Filippseyjum og Papúa Nýju-Gíneu. „Að byggja upp ráðgjafarstörf eins og þessi er hins vegar langhlaup. Hrunið ýtti enn frekar við mönnum til að sækja verkefni erlendis og undanfarin tvö til þrjú ár hafa fyrirtækin sett aukinn kraft í þessa sókn,“ segir Davíð, en undirstrikar að sum þessara fyrirtækja hafi sinnt jarðvarmauppbyggingu í áraraðir með ágætum árangri.Ísland stórt nafn innan geirans Einungis eitt íslenskt fyrirtæki, Jarðboranir, sinnir erlendum borverkefnum vegna jarðhitanýtingar. Starfsmenn fyrirtækisins hafa á þessu ári unnið á áðurnefndri Biliran-eyju, á eyjunni Dómíníku í Karíbahafi og Nýja-Sjálandi. Framkvæmdir á Biliran-eyju eru að mati Davíðs ágætt dæmi um hvernig samstarfi Íslendinga er háttað þegar kemur að jarðvarmanum. Fyrirtækin Jarðboranir, Orka Energy, Reykjavík Geothermal og Mannvit koma öll að nýtingu jarðvarma á eyjunni. „Á þeirri öld sem Íslendingar hafa nýtt jarðhita til vinnslu hefur mikil þekking orðið til í landinu. Dæmi um það er þekking og reynsla við jarðhitarannsóknir þar sem til dæmis mæliaðferðir hafa verið þróaðar og ný vitneskja orðið til sem hefur nýst á öðrum jarðhitasvæðum. Nýtni jarðvarmavirkjana er annað svið þar sem við erum mjög framarlega,“ segir Davíð og heldur áfram: „En þetta er ekki eingöngu ráðgjöf á sviðum eins og jarðfræði og borverkfræði. Það er hægt að horfa víðar því fyrirtæki á borð við KPMG ráðgjöf og Centra fyrirtækjaráðgjöf hafa veitt ráðgjöf erlendis á þessu sviði undanfarin ár með ágætum árangri. Með samstarfi ólíkra aðila hefur náðst að kynna betur þekkingargrunn okkar og íslenskt hugvit á þessu sviði og það er ein ástæðan þess að Ísland er stórt nafn í jarðvarmageiranum.“
Illugi og Orka Energy Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira