Sjálfsmark réð úrslitum í NFL-deildinni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2013 14:15 Cameron Wake fagnar. Mynd/NordicPhotos/Getty Það er ekki á hverjum degi sem varnarmenn tryggja sínu liði sigur með því að fella leikstjórnanda mótherjanna í þeirra eigin markteig en það var raunin í NFL-deildinni í nótt. Miami Dolphins vann þá 22-20 sigur á Cincinnati Bengals í framlengingu þökk sé hraustlegri framgöngu eins varnarmannsins síns. Varnarmaðurinn Cameron Wake tryggði Miami Dolphins sigurinn í framlengingunni með því að brjótast í gegnum varnarmúrinn í kringum Andy Dalton, leikstjórnanda Cincinnati Bengals og ná í framhaldinu að fella Dalton í hans eigin markteig. Sjálfsmark í NFL-deildinni gefur 2 stig en það lið sem skorar á undan í framlengingu vinnur leikinn svo framarlega sem bæði lið hafa fengið sókn. Þessi tvö stig nægðu því Miami Dolphins til að vinna fjórða sigur sinn á tímabilinu. Þetta var aðeins í þriðja sinn í sögu NFL-deildarinnar sem leikur vinnst á sjálfsmarki. Chicago Bears vann einnig þannig árið 2004 og það gerðu leikmenn Minnesota Vikings einnig í einum leik árið 1989. Cameron Wake er 31 árs gamall reynslubolti og var þarna að komast að Andy Dalton í þriðja sinn í leiknum. Wake hefur spilað með Miami Dolphins frá 2009. Það voru fleiri frábær tilþrif í leiknum þar á meðal magnað snertimark hlauparans Giovani Bernard. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan. NFL Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem varnarmenn tryggja sínu liði sigur með því að fella leikstjórnanda mótherjanna í þeirra eigin markteig en það var raunin í NFL-deildinni í nótt. Miami Dolphins vann þá 22-20 sigur á Cincinnati Bengals í framlengingu þökk sé hraustlegri framgöngu eins varnarmannsins síns. Varnarmaðurinn Cameron Wake tryggði Miami Dolphins sigurinn í framlengingunni með því að brjótast í gegnum varnarmúrinn í kringum Andy Dalton, leikstjórnanda Cincinnati Bengals og ná í framhaldinu að fella Dalton í hans eigin markteig. Sjálfsmark í NFL-deildinni gefur 2 stig en það lið sem skorar á undan í framlengingu vinnur leikinn svo framarlega sem bæði lið hafa fengið sókn. Þessi tvö stig nægðu því Miami Dolphins til að vinna fjórða sigur sinn á tímabilinu. Þetta var aðeins í þriðja sinn í sögu NFL-deildarinnar sem leikur vinnst á sjálfsmarki. Chicago Bears vann einnig þannig árið 2004 og það gerðu leikmenn Minnesota Vikings einnig í einum leik árið 1989. Cameron Wake er 31 árs gamall reynslubolti og var þarna að komast að Andy Dalton í þriðja sinn í leiknum. Wake hefur spilað með Miami Dolphins frá 2009. Það voru fleiri frábær tilþrif í leiknum þar á meðal magnað snertimark hlauparans Giovani Bernard. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan.
NFL Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti