Webber náði ráspólnum á undan Vettel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2013 14:21 Mark Webber. Mynd/NordicPhotos/Getty Red Bull heldur áfram yfirburðum sínum í formúlunni. Mark Webber verður á ráspól í Abú Dabí kappakstrinum á morgun en hann sló við liðsfélaga sínum Sebastian Vettel í tímatökunni í dag. Sebastian Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn fjórða árið í röð um síðustu helgi en þarf að sætta sig að ræsa annar á morgun. Vettel var mjög hraðskreiður alla helgina en tókst ekki að tryggja sig á ráspól í áttunda sinn á tímabilinu. Þetta er í annað skiptið sem Mark Webber er á ráspól á tímabilinu en hann ræsti einnig í Japanskappakstrinum á dögunum. Þá varð að hann að sætta sig við annað sætið á eftir Vettel í sjálfum kappakstrinum. Það er síðan önnur saga hvort að það boði eitthvað gott fyrir Webber að byrja á ráspól í Abú Dabí því aðeins einn af síðustu fjórum á ráspól hefur tekist að vinna. Það var Sebastian Vettel árið 2010. Hinir þrír hafa allir þurft að hætta keppni.Ráspóllinn í Abú Dabí á morgun: 1. Mark Webber 2. Sebastian Vettel 3. Nico Rosberg 4. Lewis Hamilton 5. Kimi Raikkonen 6. Nico Hulkenberg 7. Romain Grosjean 8. Felipe Massa 9. Sergio Perez 10. Daniel Ricciardo Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Red Bull heldur áfram yfirburðum sínum í formúlunni. Mark Webber verður á ráspól í Abú Dabí kappakstrinum á morgun en hann sló við liðsfélaga sínum Sebastian Vettel í tímatökunni í dag. Sebastian Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn fjórða árið í röð um síðustu helgi en þarf að sætta sig að ræsa annar á morgun. Vettel var mjög hraðskreiður alla helgina en tókst ekki að tryggja sig á ráspól í áttunda sinn á tímabilinu. Þetta er í annað skiptið sem Mark Webber er á ráspól á tímabilinu en hann ræsti einnig í Japanskappakstrinum á dögunum. Þá varð að hann að sætta sig við annað sætið á eftir Vettel í sjálfum kappakstrinum. Það er síðan önnur saga hvort að það boði eitthvað gott fyrir Webber að byrja á ráspól í Abú Dabí því aðeins einn af síðustu fjórum á ráspól hefur tekist að vinna. Það var Sebastian Vettel árið 2010. Hinir þrír hafa allir þurft að hætta keppni.Ráspóllinn í Abú Dabí á morgun: 1. Mark Webber 2. Sebastian Vettel 3. Nico Rosberg 4. Lewis Hamilton 5. Kimi Raikkonen 6. Nico Hulkenberg 7. Romain Grosjean 8. Felipe Massa 9. Sergio Perez 10. Daniel Ricciardo
Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira