Aron æfði með FH í síðustu viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2013 19:10 Aron Pálmarsson gat ekki tekið þátt í landsleikjunum á móti Austurríki um helgina þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Guðjón Guðmundsson hitti á Aron þar sem hann var að æfa heima á Íslandi í síðustu viku og tók saman innslag sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég var örugglega pirrandi krakki," segir Aron sem æfði með félögum sínum í FH í Krikanum og skartaði að sjálfsögðu FH-treyjunni. Aron sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné segir afa sinn bera ábyrgð á því hvar hann standi í dag. Aron Pálmarsson var kosinn Íþróttamaður ársins 2012 og er þrátt fyrir ungan aldur fyrir löngu kominn í leiðtogahlutverk hjá íslenska landsliðinu í handbolta. Aron fór í aðgerð á hné í sumar og hefur hægt að bítandi verið að ná heilsu. Hann æfði þarna á sínum gamla heimavelli í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þarna var hann kominn í húsið þar sem hann þekkir hverja einustu fjöl og hjá félaginu sem hann á svo mikið að þakka. „Ég fékk óljós svör um hvað ég þyrfti að vera lengi frá. Maður vonar alltaf það besta og kannski var of mikil gredda í mér að koma of snemma til baka. Það skilaði bara því að ég þurfti að draga mig aftur til baka, æfa betur og styrkja þetta," sagði Aron Pálmarsson við Guðjón Guðmundsson. Aron hefur leikið með Kiel, besta liði heims, frá árinu 2009 og hann segir að frammistaða þýsku meistaranna í byrjun leiktíðar hafi komið á óvart en liðið missti marga sterka leikmenn fyrir þessa leiktíð. „Það segir sig sjálft að þegar svona fjórir stórir póstar fara þá býst maður við minni gæðum. Við erum búnir halda standard finnst mér og erum búnir að spila vel. Þetta hefur ekki verið nein heppni, það hafa tveir til þrír leikir dottið okkar megin en annars hefur verið stígandi í liðinu," sagði Aron. „Ég hef fengið þau skilaboð frá Alfreð og klúbbnum að nú eigi ég að stíga fram. Ég er gríðarlega ánægður með það og ætla að skila þeirri vinnu alveg hundrað prósent," sagði Aron sem verður því í stóru hlutverki þegar hann kemur til baka inn í lið Kiel. Aron segist vera bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Danmörku 12. janúar næstkomandi. Aron segir að íslenska liðið hafi í raun leikið ótrúlega vel á heimsmeistaramótinu á Spáni þar sem lykilmenn voru fjarverandi. „Ég hef engar áhyggjur af þessum mannskap hjá okkur. Við gerðum flotta hluti á HM án þess að hafa Arnór og Lexa og þá var Óli nýhættur og við vorum með tiltölulega nýtt lið. Við náðum kannski ekki neinum brjálæðum árangri en við spiluðum vel og erum ennþá að halda í við þessar toppþjóðir. Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni ef við erum alltaf að missa tvo til þrjá sterka pósta fyrir hvert mót. Ef allir haldast heilir þá eigum við alveg að gera gert einhverja hluti," sagði Aron. Það er hægt að sjá allt viðtal Gaupa við Aron með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Aron Pálmarsson gat ekki tekið þátt í landsleikjunum á móti Austurríki um helgina þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Guðjón Guðmundsson hitti á Aron þar sem hann var að æfa heima á Íslandi í síðustu viku og tók saman innslag sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég var örugglega pirrandi krakki," segir Aron sem æfði með félögum sínum í FH í Krikanum og skartaði að sjálfsögðu FH-treyjunni. Aron sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné segir afa sinn bera ábyrgð á því hvar hann standi í dag. Aron Pálmarsson var kosinn Íþróttamaður ársins 2012 og er þrátt fyrir ungan aldur fyrir löngu kominn í leiðtogahlutverk hjá íslenska landsliðinu í handbolta. Aron fór í aðgerð á hné í sumar og hefur hægt að bítandi verið að ná heilsu. Hann æfði þarna á sínum gamla heimavelli í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þarna var hann kominn í húsið þar sem hann þekkir hverja einustu fjöl og hjá félaginu sem hann á svo mikið að þakka. „Ég fékk óljós svör um hvað ég þyrfti að vera lengi frá. Maður vonar alltaf það besta og kannski var of mikil gredda í mér að koma of snemma til baka. Það skilaði bara því að ég þurfti að draga mig aftur til baka, æfa betur og styrkja þetta," sagði Aron Pálmarsson við Guðjón Guðmundsson. Aron hefur leikið með Kiel, besta liði heims, frá árinu 2009 og hann segir að frammistaða þýsku meistaranna í byrjun leiktíðar hafi komið á óvart en liðið missti marga sterka leikmenn fyrir þessa leiktíð. „Það segir sig sjálft að þegar svona fjórir stórir póstar fara þá býst maður við minni gæðum. Við erum búnir halda standard finnst mér og erum búnir að spila vel. Þetta hefur ekki verið nein heppni, það hafa tveir til þrír leikir dottið okkar megin en annars hefur verið stígandi í liðinu," sagði Aron. „Ég hef fengið þau skilaboð frá Alfreð og klúbbnum að nú eigi ég að stíga fram. Ég er gríðarlega ánægður með það og ætla að skila þeirri vinnu alveg hundrað prósent," sagði Aron sem verður því í stóru hlutverki þegar hann kemur til baka inn í lið Kiel. Aron segist vera bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Danmörku 12. janúar næstkomandi. Aron segir að íslenska liðið hafi í raun leikið ótrúlega vel á heimsmeistaramótinu á Spáni þar sem lykilmenn voru fjarverandi. „Ég hef engar áhyggjur af þessum mannskap hjá okkur. Við gerðum flotta hluti á HM án þess að hafa Arnór og Lexa og þá var Óli nýhættur og við vorum með tiltölulega nýtt lið. Við náðum kannski ekki neinum brjálæðum árangri en við spiluðum vel og erum ennþá að halda í við þessar toppþjóðir. Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni ef við erum alltaf að missa tvo til þrjá sterka pósta fyrir hvert mót. Ef allir haldast heilir þá eigum við alveg að gera gert einhverja hluti," sagði Aron. Það er hægt að sjá allt viðtal Gaupa við Aron með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira