Ísraelar hafa sleppt nokkrum palestínskum föngum en náðanirnar eru hluti af samningum sem gerðir voru til þess að koma friðarviðræðum á skrið að nýju. Allt í allt stendur til að sleppa um hundrað föngum og var 26 sleppt í gær.
Fimm þeirra fóru til Gaza á meðan að 21 var sendur á Vesturbakkann. Allir höfðu þeir áður verið dæmdir fyrir morð og verið í ísraelskum fangelsum í nítján til 28 ár, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Friðarviðræðurnar hófust að nýju í ágúst síðastliðnum en þá höfðu þær verið á ís í þrjú ár.
Palestínskum föngum sleppt í Ísrael

Mest lesið






Af Alþingi til Fjallabyggðar
Innlent


Jónas Ingimundarson er látinn
Innlent


Steindór Andersen er látinn
Innlent