Handbolti

Snorri Steinn góður þegar GOG komst inn á bikarúrslitahelgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Daníel
Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í danska liðinu GOG tryggðu sér í kvöld farseðilinn á úrslitahelgi danska bikarsins eftir sannfærandi 35-29 sigur á Team Tvis Holstebro.

Team Tvis Holstebro var talið vera sigurstranglegra liðið fyrir leikinn en GOG tók strax völdin í leiknum, komst í 10-4 og var 16-12 yfir í hálfleik.

Snorri Steinn Guðjónsson átti mjög góðan leik en hann skoraði sex mörk í leiknum auk þess að spila félaga sína uppi. Íslenski landsliðsmaðurinn var besti maður liðsins ásamt markverðinum Kevin Möller.

Hinir leikirnir í átta liða úrslitunum fara fram á morgun þar sem KIF Kolding Kaupmannahöfn tekur á móti Team Sydhavsøerne. Bjerringbro-Silkeborg heimsækir Lemvig Håndbold og HC Midtjylland mætir Mors-Thy.

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir GOG því félagið er þegar öruggt með 100 til 150 þúsund krónur danskar í tekjur af bikarúrslitahelginni en það er á bilinu 2,2 til 3,3 milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×