Adrian Peterson er súperstjarna í ameríska fótboltanum, að flestra mati besti hlaupari NFL-deildarinnar og eitt þekktasta andliðið í bandarískum íþróttum. Þessi frábærri íþróttamaður glímir nú við mikla sorg eftir að tveggja ára sonur hans lést eftir að hafa orðið fyrir árás á heimili sínu. Þetta kemur fram í bandarískum fjölmiðlum.
Joseph Patterson, 27 ára gamall kærasti barnsmóður Adrian Peterson, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa átt sök á meiðslum barnsins. Drengurinn fannst rænulaus á miðvikudaginn var og var fluttur á sjúkrahús þar sem að hann lést. Patterson var sá eini sem var heima með barnið þegar þetta gerðist.
Adrian Peterson, sem var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar á síðustu leiktíð, er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir Minnesota Vikings liðið sem þarf nauðsynlega á sigri á halda á morgun til að eiga möguleika á að gera eitthvað á þessu tímabili. Víkingarnir taka á móti Carolina Panthers á morgun.
Adrian Peterson ætlar þrátt fyrir þessar skelfilegu fréttir að spila leikinn á morgun en það á þó eftir að koma betur í ljós þegar nær dregur leik og forráðamenn Vikings gera sér betur grein fyrir andlegu ástandi leikmannsins.
Adrian Peterson þakkaði öllum fyrir mikinn stuðning og samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma en meðal þeirra sem hafa sent honum kveðju er vinur hans og NBA-stórstjarnan LeBron James.
Tveggja ára sonur einnar stærstu NFL-stjörnunnar drepinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn
