Alonso bætti stigamet Schumacher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2013 10:48 Fernando Alonso. Mynd/NordicPhotos/Getty Fernando Alonso hjá Ferrari náði ekki að minnka forskot Sebastian Vettel í Japanskappakstrinum í nótt en náði hinsvegar að slá stigamet Michael Schumacher. Spánverjinn er nú sá formúlu eitt ökumaður sem hefur náð í flest stig frá upphafi. Fernando Alonso er 90 stigum á eftir Sebastian Vettel í keppninni um heimsmeistaratitilinn og það eru aðeins 100 stig eftir í pottinum. Alonso talaði um það eftir kappaksturinn í nótt að það væri bara tímaspursmál fyrir Vettel að landa fjórða heimsmeistaratitlinum í röð og það er líklegt að það gerist í Indlandskappakstrinum sem er næstur. Alonso fékk 12 stig fyrir að ná fjórða sætinu í nótt og er þar með kominn með 1.571 stig á ferli sínum í formúlu eitt. Hann bætti met Michael Schumacher um tvö stig en Vettel er síðan þriðji með 1.351 stig og á því talsvert í land með ná metinu af Alonso. „Það er frábært að vera orðinn stigahæstur í formúlu eitt frá upphafi," sagði Fernando Alonso en viðurkenndi jafnframt að hann hafi hagnast mikið á breyttri stigagjöf. Frá árinu 2010 fengu menn tvöfalt fleiri stig en áður og að auki voru veitt stig niður í tíu stig. Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari náði ekki að minnka forskot Sebastian Vettel í Japanskappakstrinum í nótt en náði hinsvegar að slá stigamet Michael Schumacher. Spánverjinn er nú sá formúlu eitt ökumaður sem hefur náð í flest stig frá upphafi. Fernando Alonso er 90 stigum á eftir Sebastian Vettel í keppninni um heimsmeistaratitilinn og það eru aðeins 100 stig eftir í pottinum. Alonso talaði um það eftir kappaksturinn í nótt að það væri bara tímaspursmál fyrir Vettel að landa fjórða heimsmeistaratitlinum í röð og það er líklegt að það gerist í Indlandskappakstrinum sem er næstur. Alonso fékk 12 stig fyrir að ná fjórða sætinu í nótt og er þar með kominn með 1.571 stig á ferli sínum í formúlu eitt. Hann bætti met Michael Schumacher um tvö stig en Vettel er síðan þriðji með 1.351 stig og á því talsvert í land með ná metinu af Alonso. „Það er frábært að vera orðinn stigahæstur í formúlu eitt frá upphafi," sagði Fernando Alonso en viðurkenndi jafnframt að hann hafi hagnast mikið á breyttri stigagjöf. Frá árinu 2010 fengu menn tvöfalt fleiri stig en áður og að auki voru veitt stig niður í tíu stig.
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira