Handbolti

Guðmundur kallaður Gullmundur

Frétt Ekstrabladet í dag.
Frétt Ekstrabladet í dag.
Danski miðillinn Ekstrabladet heldur því fram í dag að Guðmundur Þórður Guðmundsson hafi "sprengt" bankann þar sem hann verði á hærri launum sem landsliðsþjálfari Danmerkur en Ulrik Wilbek.

Samkvæmt heimildum miðilsins mun Guðmundur verða með um 22 milljónir króna í árslaun hjá danska handknattleikssambandinu.

"Ég var svolítið hissa á að sjá hvað við ætluðum að borga mikið í laun til nýja þjálfarans," sagði Carsten Larsen, varaformaður danska handknattleikssambandsins, við Ekstrabladet.

Laununum mun fylgja pressa enda var það gefið út á blaðamannafundinum í gær að Guðmundur ætti að vinna Ólympíugull með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×