Þrenna hjá Ronaldo - öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2013 18:15 Cristiano Ronaldo fagnar marki í kvöld. Mynd/AFP Stórliðin lentu flest ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór af stað. Bayern München, Real Madrid, Paris Saint-Germain og bæði Manchester-liðin unnu öll sannfærandi sigra. Cristiano Ronaldo var maður kvöldsins en hann skoraði þrennu í sigri Real Madrid í Tyrklandi.Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína.Manchester City er strax búið að gera betur í Meistaradeildinni en síðustu tvö ár en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. Manchester City gerði út um leikinn með þremur mínútum á tíu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiksins.Bayern byrjar titilvörnina vel en liðið vann 3-0 sigur á rússneska liðinu CSKA Moskvu í kvöld. David Alaba skoraði fyrsta markið úr aukaspyrnu strax á 4. mínútu og þeir Mario Mandžukić og Arjen Robben bættu svo mörkum við.Cristiano Ronaldo skoraði þrennu og Karim Benzema var með tvö mörk þegar Real Madrid vann 6-1 útisigur á Galatasaray en Ronaldo átti þátt í fjórum síðustu mörkum spænska liðsins. Iker Casillas byrjaði í marki Real Madrid en þurfti að fara meiddur af velli strax á 15. mínútu. Hinn ungi Isco skoraði fyrsta markið og hann lagði einnig upp annað mark Ronaldo.Paris Saint-Germain byrjaði vel með 4-1 útisigri á gríska liðinu Olympiakos. Édinson Cavani kom Paris Saint-Germain í 0-1 eftir sendingu frá Zlatan Ibrahimović en Vladimír Weiss jafnaði fyrir Olympiakos. Thiago Motta reddaði PSG með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik en Ítalinn skoraði þau bæði eftir stosðendingar frá varamanninum Ezequiel Lavezzi. Motta lagði ennfremur upp lokamarkið fyrir Marquinhos.Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn með FC Kaupmannahöfn og Rúrik Gíslason kom inn á 69. mínútu þegar danska liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Juventus í fyrsta leik liðann í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Danska liðið var yfir í 40 mínútur en gat þakkað markmanni sínum Johan Wiland að Juve náði ekki að tryggja sér sigur í leiknum því Carlos Tevez og félagar fengu mörg góð færi í kvöld.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillManchester United - Bayer 04 Leverkusen 4-2 1-0 Wayne Rooney (22.), 1-1 Simon Rolfes (54.), 2-1 Robin van Persie (59.), 3-1 Wayne Rooney (70.), 4-1 Antonio Valencia (79.), 4-2 Ömer Toprak (88.)Real Sociedad - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Alex Teixeira (65.), 0-2 Alex Teixeira (87.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Juventus 1-1 1-0 Nicolai Jørgensen (14.), 1-1 Fabio Quagliarella (54.)Galatasaray - Real Madrid 1-6 0-1 Isco (33.), 0-2 Karim Benzema (54.), 0-3 Cristiano Ronaldo (63.), 0-4 Cristiano Ronaldo (66.), 0-5 Karim Benzema (81.), 1-5 Umut Bulut (84.), 1-6 Cristiano Ronaldo (90.+1).C-riðillBenfica - Anderlecht 2-0 1-0 Filip Djuricic (4.), 2-0 Luisão (30.).Olympiakos - Paris Saint-Germain 1-4 0-1 Édinson Cavani (19.), 1-1 Vladimír Weiss (25.), 1-2 Thiago Motta (68.), 1-3 Thiago Motta (73.), 1-4 Marquinhos (86.)D-riðillBayern München - CSKA Moskva 3-0 1-0 David Alaba (4.), 2-0 Mario Mandžukić (41.), 3-0 Arjen Robben (68.)Viktoria Plzen - Manchester City 0-3 0-1 Edin Džeko (48.), 0-2 Yaya Touré (53.), 0-3 Sergio Agüero (58.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Stórliðin lentu flest ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór af stað. Bayern München, Real Madrid, Paris Saint-Germain og bæði Manchester-liðin unnu öll sannfærandi sigra. Cristiano Ronaldo var maður kvöldsins en hann skoraði þrennu í sigri Real Madrid í Tyrklandi.Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína.Manchester City er strax búið að gera betur í Meistaradeildinni en síðustu tvö ár en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. Manchester City gerði út um leikinn með þremur mínútum á tíu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiksins.Bayern byrjar titilvörnina vel en liðið vann 3-0 sigur á rússneska liðinu CSKA Moskvu í kvöld. David Alaba skoraði fyrsta markið úr aukaspyrnu strax á 4. mínútu og þeir Mario Mandžukić og Arjen Robben bættu svo mörkum við.Cristiano Ronaldo skoraði þrennu og Karim Benzema var með tvö mörk þegar Real Madrid vann 6-1 útisigur á Galatasaray en Ronaldo átti þátt í fjórum síðustu mörkum spænska liðsins. Iker Casillas byrjaði í marki Real Madrid en þurfti að fara meiddur af velli strax á 15. mínútu. Hinn ungi Isco skoraði fyrsta markið og hann lagði einnig upp annað mark Ronaldo.Paris Saint-Germain byrjaði vel með 4-1 útisigri á gríska liðinu Olympiakos. Édinson Cavani kom Paris Saint-Germain í 0-1 eftir sendingu frá Zlatan Ibrahimović en Vladimír Weiss jafnaði fyrir Olympiakos. Thiago Motta reddaði PSG með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik en Ítalinn skoraði þau bæði eftir stosðendingar frá varamanninum Ezequiel Lavezzi. Motta lagði ennfremur upp lokamarkið fyrir Marquinhos.Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn með FC Kaupmannahöfn og Rúrik Gíslason kom inn á 69. mínútu þegar danska liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Juventus í fyrsta leik liðann í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Danska liðið var yfir í 40 mínútur en gat þakkað markmanni sínum Johan Wiland að Juve náði ekki að tryggja sér sigur í leiknum því Carlos Tevez og félagar fengu mörg góð færi í kvöld.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillManchester United - Bayer 04 Leverkusen 4-2 1-0 Wayne Rooney (22.), 1-1 Simon Rolfes (54.), 2-1 Robin van Persie (59.), 3-1 Wayne Rooney (70.), 4-1 Antonio Valencia (79.), 4-2 Ömer Toprak (88.)Real Sociedad - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Alex Teixeira (65.), 0-2 Alex Teixeira (87.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Juventus 1-1 1-0 Nicolai Jørgensen (14.), 1-1 Fabio Quagliarella (54.)Galatasaray - Real Madrid 1-6 0-1 Isco (33.), 0-2 Karim Benzema (54.), 0-3 Cristiano Ronaldo (63.), 0-4 Cristiano Ronaldo (66.), 0-5 Karim Benzema (81.), 1-5 Umut Bulut (84.), 1-6 Cristiano Ronaldo (90.+1).C-riðillBenfica - Anderlecht 2-0 1-0 Filip Djuricic (4.), 2-0 Luisão (30.).Olympiakos - Paris Saint-Germain 1-4 0-1 Édinson Cavani (19.), 1-1 Vladimír Weiss (25.), 1-2 Thiago Motta (68.), 1-3 Thiago Motta (73.), 1-4 Marquinhos (86.)D-riðillBayern München - CSKA Moskva 3-0 1-0 David Alaba (4.), 2-0 Mario Mandžukić (41.), 3-0 Arjen Robben (68.)Viktoria Plzen - Manchester City 0-3 0-1 Edin Džeko (48.), 0-2 Yaya Touré (53.), 0-3 Sergio Agüero (58.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira