Djúpið tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2013 10:05 Íslenska kvikmyndin Djúpið hefur verið tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Verðlaunin verða afhent sjöunda desember í Berlín en opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu á netinu þar sem kvikmyndaunnendur velja sína uppáhalds mynd. Ellefu myndir eru tilnefndar til áhorfendaverðlaunanna í ár. Baltasar Kormákur er afar spenntur fyrir samkeppninni og hvetur Íslendinga til að taka þátt í kosningunni. „Þetta er rosalega flottur félagsskapur. Þetta eru allt kvikmyndir sem eru búnar að gera það mjög gott þannig að það verður við ramman reip að draga. Við erum lítil þjóð í þessari samkeppni og væri gaman ef sem flestir taka þátt og kjósa,“ segir Baltasar. Djúpið er frá árinu 2012 og er handritið skrifað af Baltasar og Jóni Atla Jónassyni. Myndin er innblásin af þeim einstaka atburði þegar Guðlaugur Friðþórsson náði einn áhafnarmeðlima að bjarga lífi sínu eftir að Hellisey VE503 hvolfdi og sökk seint í mars 1984. Djúpið var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Torontó í september 2012 þar sem hún hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda og var ein af níu kvikmyndum sem komust í gegnum niðurskurð dómnefndar Óskarsverðlaunanna í janúar sem besta erlenda myndin en hlaut þó ekki tilnefningu. Kvikmyndirnar sem tilnefndar til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár eru:Djúpið Ísland / NoregurAnna Karenina BretlandThe best offer ÍtalíaThe broken circle breakdown BelgíaThe gilded cage Portúgal / FrakklandI‘m so excited SpánnThe Impossible SpánnKon-tiki Noregur, Danmörk, Bretland, Þýskaland, SvíðþjóðLove is all you need DanmörkOh boy! ÞýskalandSearching for sugar man Bretland / Svíþjóð Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Djúpið hefur verið tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Verðlaunin verða afhent sjöunda desember í Berlín en opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu á netinu þar sem kvikmyndaunnendur velja sína uppáhalds mynd. Ellefu myndir eru tilnefndar til áhorfendaverðlaunanna í ár. Baltasar Kormákur er afar spenntur fyrir samkeppninni og hvetur Íslendinga til að taka þátt í kosningunni. „Þetta er rosalega flottur félagsskapur. Þetta eru allt kvikmyndir sem eru búnar að gera það mjög gott þannig að það verður við ramman reip að draga. Við erum lítil þjóð í þessari samkeppni og væri gaman ef sem flestir taka þátt og kjósa,“ segir Baltasar. Djúpið er frá árinu 2012 og er handritið skrifað af Baltasar og Jóni Atla Jónassyni. Myndin er innblásin af þeim einstaka atburði þegar Guðlaugur Friðþórsson náði einn áhafnarmeðlima að bjarga lífi sínu eftir að Hellisey VE503 hvolfdi og sökk seint í mars 1984. Djúpið var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Torontó í september 2012 þar sem hún hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda og var ein af níu kvikmyndum sem komust í gegnum niðurskurð dómnefndar Óskarsverðlaunanna í janúar sem besta erlenda myndin en hlaut þó ekki tilnefningu. Kvikmyndirnar sem tilnefndar til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár eru:Djúpið Ísland / NoregurAnna Karenina BretlandThe best offer ÍtalíaThe broken circle breakdown BelgíaThe gilded cage Portúgal / FrakklandI‘m so excited SpánnThe Impossible SpánnKon-tiki Noregur, Danmörk, Bretland, Þýskaland, SvíðþjóðLove is all you need DanmörkOh boy! ÞýskalandSearching for sugar man Bretland / Svíþjóð
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira