Djúpið tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2013 10:05 Íslenska kvikmyndin Djúpið hefur verið tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Verðlaunin verða afhent sjöunda desember í Berlín en opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu á netinu þar sem kvikmyndaunnendur velja sína uppáhalds mynd. Ellefu myndir eru tilnefndar til áhorfendaverðlaunanna í ár. Baltasar Kormákur er afar spenntur fyrir samkeppninni og hvetur Íslendinga til að taka þátt í kosningunni. „Þetta er rosalega flottur félagsskapur. Þetta eru allt kvikmyndir sem eru búnar að gera það mjög gott þannig að það verður við ramman reip að draga. Við erum lítil þjóð í þessari samkeppni og væri gaman ef sem flestir taka þátt og kjósa,“ segir Baltasar. Djúpið er frá árinu 2012 og er handritið skrifað af Baltasar og Jóni Atla Jónassyni. Myndin er innblásin af þeim einstaka atburði þegar Guðlaugur Friðþórsson náði einn áhafnarmeðlima að bjarga lífi sínu eftir að Hellisey VE503 hvolfdi og sökk seint í mars 1984. Djúpið var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Torontó í september 2012 þar sem hún hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda og var ein af níu kvikmyndum sem komust í gegnum niðurskurð dómnefndar Óskarsverðlaunanna í janúar sem besta erlenda myndin en hlaut þó ekki tilnefningu. Kvikmyndirnar sem tilnefndar til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár eru:Djúpið Ísland / NoregurAnna Karenina BretlandThe best offer ÍtalíaThe broken circle breakdown BelgíaThe gilded cage Portúgal / FrakklandI‘m so excited SpánnThe Impossible SpánnKon-tiki Noregur, Danmörk, Bretland, Þýskaland, SvíðþjóðLove is all you need DanmörkOh boy! ÞýskalandSearching for sugar man Bretland / Svíþjóð Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Djúpið hefur verið tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Verðlaunin verða afhent sjöunda desember í Berlín en opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu á netinu þar sem kvikmyndaunnendur velja sína uppáhalds mynd. Ellefu myndir eru tilnefndar til áhorfendaverðlaunanna í ár. Baltasar Kormákur er afar spenntur fyrir samkeppninni og hvetur Íslendinga til að taka þátt í kosningunni. „Þetta er rosalega flottur félagsskapur. Þetta eru allt kvikmyndir sem eru búnar að gera það mjög gott þannig að það verður við ramman reip að draga. Við erum lítil þjóð í þessari samkeppni og væri gaman ef sem flestir taka þátt og kjósa,“ segir Baltasar. Djúpið er frá árinu 2012 og er handritið skrifað af Baltasar og Jóni Atla Jónassyni. Myndin er innblásin af þeim einstaka atburði þegar Guðlaugur Friðþórsson náði einn áhafnarmeðlima að bjarga lífi sínu eftir að Hellisey VE503 hvolfdi og sökk seint í mars 1984. Djúpið var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Torontó í september 2012 þar sem hún hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda og var ein af níu kvikmyndum sem komust í gegnum niðurskurð dómnefndar Óskarsverðlaunanna í janúar sem besta erlenda myndin en hlaut þó ekki tilnefningu. Kvikmyndirnar sem tilnefndar til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár eru:Djúpið Ísland / NoregurAnna Karenina BretlandThe best offer ÍtalíaThe broken circle breakdown BelgíaThe gilded cage Portúgal / FrakklandI‘m so excited SpánnThe Impossible SpánnKon-tiki Noregur, Danmörk, Bretland, Þýskaland, SvíðþjóðLove is all you need DanmörkOh boy! ÞýskalandSearching for sugar man Bretland / Svíþjóð
Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira