Fótbolti

Wenger: Aaron Ramsey er alltaf að verða betri og betri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Ramsey með félögum sínum í kvöld.
Aaron Ramsey með félögum sínum í kvöld. Mynd/AFP
Aaron Ramsey átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk Arsenal-liðsins í 2-0 sigri á Fenerbahce en hans menn komust þar sem í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hrósaði líka velska miðjumanninum eftir leikinn en Ramsey hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins.

„Hann er að spila sinn besta fótbolta á ferlinum af því að hann bætir sig á hverju ári. Hann er enn ungur leikmaður sem er að verða betri og betri," sagði Arsene Wenger við BBC.

„Sjálfstraustið er meira og það er að skipta sköpum. Fyrir ári síðan hefði hann ekki náð valdi á boltanum eins og í seinna markinu í kvöld. Hann vinnur markvisst í að bæta tæknina," sagði Wenger.

„Kannski líður honum betur af því að honum finnst að fólkið treysti honum betur núna," sagði Wenger.


Tengdar fréttir

Arsenal í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sextánda árið í röð

Strákarnir hans Arsene Wenger í Arsenal áttu ekki í miklum vandræðum með því að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Arsenal vann þá 2-0 sigur á tyrkneska liðinu Fenerbahce á Emirates en Lundúnaliðið var með 3-0 forskot frá því í fyrri leiknum.

FH-banarnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar - úrslit kvöldsins

FH-banarnir í Austria Vín voru eitt af fimm liðum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Austurríska liðið komast áfram eins og Arsenal frá Englandi, Basel frá Sviss, Schalke frá Þýskalandi og Steaua Búkarest frá Rúmeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×