NBA ekki skemmtileg fyrr en í úrslitakeppninni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2013 10:30 Jón Arnór í leik með CAI Zaragoza. MYND/RAMÓN CORTÉSWWWCAISTAS.NET Körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson segist ánægður hvernig Íslendingar brugðust við hruni bankanna. Hann saknar ekki kuldans í Rússlandi og segist hafa orðið leiður á að fá ekkert að spila hjá Dallas Mavericks. Jón Arnór er spurður spjörunum úr í viðtali á heimasíðu CAI Zaragoza. Jón Arnór er leikmaður spænska liðsins sem kom á óvart og fór alla leið í undanúrslit í sterkustu deildakeppni Evrópu á síðustu leiktíð. Í viðtalinu er komið inn á þá staðreynd að Jón Arnór sé hluti af mikilli íþróttafjölskyldu þar sem bræður hans, Ólafur og Eggert, sköruðu fram úr í hinum boltaíþróttagreinunum. „Ólafur er fremsti íþróttamaðurinn í fjölskyldunni ef miðað sé við árangurinn. Eggert er hins vegar besti íþróttamaðurinn, bæði ótrúlega sterkur og fljótur," segir Jón Arnór. Þá minnir hann blaðamann á systur sína, Stefaníu, sem skaraði fram úr í tennis á sínum tíma.Jón Arnór hefur spilað sem atvinnumaður í sex löndum og segist hafa gaman af því að kynnast nýrri menningu. Aðspurður um eftirminnilega staði segir Jón Arnór: „Rússland er öðruvísi. Þar spilaði ég bara körfubolta og ekki mikið að gera utan vallar. Það var kalt og sama gilti um fólkið. Hér á Spáni eru lífsgæðin mun meiri að öllu leyti. Lífið hér er yndislegt." Jón Arnór var á sínum tíma á mála hjá Dallas Mavericks í NBA-deildinni. „Ég var búinn að gleyma því," segir Jón Arnór og slær á létta strengi. Hann minnir á að langt sé liðið síðan en hann hafi samt skemmt sér virkilega vel. „Ég hitti fyrir frábæra leikmenn en spilaði aldrei heldur æfði bara. Ég varð mjög fljótt þreyttur á því." Jón Arnór segir lykilinn að árangri CAI Zaragoza vera hve góð liðsheildin sé. Leikmenn séu vinir en Jón Arnór ræddi þau mál við Fréttablaðið fyrr í sumar og sagðist aldrei hafa kynnst öðrum eins anda á atvinnumannaferlinum.Jón Arnór og félagar fagna sætum sigri á Valencia í úrslitakeppninni í vor.Mynd/TwitterJón Arnór segist fylgjast með körfubolta en leiðist þó NBA-deildin þar til komið sé fram í úrslitakeppnina. „Deildarkeppnin er leiðinleg og mjög hæg. Ég byrja ekki að horfa fyrr en í undanúrslitum og úrslitum í úrslitakeppninni." Landsliðsmaðurinn segir að markmið CAI Zaragoza séu að komast í úrslitakeppnina og standa sig vel í bikarnum. Leikirnir í Evrópukeppninni (Eurocup) verði erfiðir en liðið muni gera sitt besta. Þá er Jón spurður út í ástandið á Íslandi í kjölfar hrun bankanna haustið 2008. Margir hafi hrósað Íslandi fyrir hvernig staðið var að málum í kjölfar hrunsins. „Ég er mjög ánægður hvernig staðið var að málum. Menn í fjármálaheiminum og stjórnmálamenn hegðuðu sér eins og glæpamenn. Fólkið þurfti að taka afleiðingunum en þeir voru látnir sæta ábyrgð. Þeim varð að refsa fyrir sinn hlut," segir Jón Arnór. Hann minnir þó á að Ísland sé fámennt land og fjárhagskerfið lítið. Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson segist ánægður hvernig Íslendingar brugðust við hruni bankanna. Hann saknar ekki kuldans í Rússlandi og segist hafa orðið leiður á að fá ekkert að spila hjá Dallas Mavericks. Jón Arnór er spurður spjörunum úr í viðtali á heimasíðu CAI Zaragoza. Jón Arnór er leikmaður spænska liðsins sem kom á óvart og fór alla leið í undanúrslit í sterkustu deildakeppni Evrópu á síðustu leiktíð. Í viðtalinu er komið inn á þá staðreynd að Jón Arnór sé hluti af mikilli íþróttafjölskyldu þar sem bræður hans, Ólafur og Eggert, sköruðu fram úr í hinum boltaíþróttagreinunum. „Ólafur er fremsti íþróttamaðurinn í fjölskyldunni ef miðað sé við árangurinn. Eggert er hins vegar besti íþróttamaðurinn, bæði ótrúlega sterkur og fljótur," segir Jón Arnór. Þá minnir hann blaðamann á systur sína, Stefaníu, sem skaraði fram úr í tennis á sínum tíma.Jón Arnór hefur spilað sem atvinnumaður í sex löndum og segist hafa gaman af því að kynnast nýrri menningu. Aðspurður um eftirminnilega staði segir Jón Arnór: „Rússland er öðruvísi. Þar spilaði ég bara körfubolta og ekki mikið að gera utan vallar. Það var kalt og sama gilti um fólkið. Hér á Spáni eru lífsgæðin mun meiri að öllu leyti. Lífið hér er yndislegt." Jón Arnór var á sínum tíma á mála hjá Dallas Mavericks í NBA-deildinni. „Ég var búinn að gleyma því," segir Jón Arnór og slær á létta strengi. Hann minnir á að langt sé liðið síðan en hann hafi samt skemmt sér virkilega vel. „Ég hitti fyrir frábæra leikmenn en spilaði aldrei heldur æfði bara. Ég varð mjög fljótt þreyttur á því." Jón Arnór segir lykilinn að árangri CAI Zaragoza vera hve góð liðsheildin sé. Leikmenn séu vinir en Jón Arnór ræddi þau mál við Fréttablaðið fyrr í sumar og sagðist aldrei hafa kynnst öðrum eins anda á atvinnumannaferlinum.Jón Arnór og félagar fagna sætum sigri á Valencia í úrslitakeppninni í vor.Mynd/TwitterJón Arnór segist fylgjast með körfubolta en leiðist þó NBA-deildin þar til komið sé fram í úrslitakeppnina. „Deildarkeppnin er leiðinleg og mjög hæg. Ég byrja ekki að horfa fyrr en í undanúrslitum og úrslitum í úrslitakeppninni." Landsliðsmaðurinn segir að markmið CAI Zaragoza séu að komast í úrslitakeppnina og standa sig vel í bikarnum. Leikirnir í Evrópukeppninni (Eurocup) verði erfiðir en liðið muni gera sitt besta. Þá er Jón spurður út í ástandið á Íslandi í kjölfar hrun bankanna haustið 2008. Margir hafi hrósað Íslandi fyrir hvernig staðið var að málum í kjölfar hrunsins. „Ég er mjög ánægður hvernig staðið var að málum. Menn í fjármálaheiminum og stjórnmálamenn hegðuðu sér eins og glæpamenn. Fólkið þurfti að taka afleiðingunum en þeir voru látnir sæta ábyrgð. Þeim varð að refsa fyrir sinn hlut," segir Jón Arnór. Hann minnir þó á að Ísland sé fámennt land og fjárhagskerfið lítið.
Körfubolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum