Leikarinn Jason Segel hefur sjaldan litið betur út en hann breytti um lífsstíl til að koma sér í betra form fyrir næstu mynd sína Sex Tape þar sem hann leikur á móti glæsikvendinu Cameron Diaz.
“Ég hef verið að lifa heilbrigðara lífi, æfa og borða rétt. Ég hætti að borða pítsur á næturnar,” segir Jason. Tökur á Sex Tape byrja í næsta mánuði og hann segir myndina verða afar djarfa.
Breytti um lífsstíl.“Hún er bönnuð börnum. Ég kom mér ekki í form að ástæðulausu.”