Íslenski boltinn

Eyjamenn fastir í Færeyjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David James birti þessa mynd af stuðningsmönnum ÍBV í gærkvöldi. James var afar ánægður með stuðninginn.
David James birti þessa mynd af stuðningsmönnum ÍBV í gærkvöldi. James var afar ánægður með stuðninginn. Mynd/Twitter
ÍBV vann dramatískan sigur á HB í undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í Færeyjum í gærkvöldi. Óvíst er hvenær Eyjamenn komast til landsins.

„Eftir yndislega nótt vöknum við upp við það að vera fastir í Færeyjum. Flugvélarnar geta ekki lent sökum þoku. Þvílíkt ævintýri!" skrifar markvörðurinn David James á Twitter.

ÍBV var eitt þriggja íslenskra liða sem tryggðu sig áfram í undankeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Eyjamenn eiga erfitt verkefni fyrir höndum því næsti andstæðingur liðsins verður Rauða Stjarnan frá Belgrad. Liðið varð Evrópumeistari í knattspyrnu árið 1991 eftir sigur á Marseille í úrslitaleik.

Mynd/Twitter



Fleiri fréttir

Sjá meira


×