„Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Aron Guðmundsson skrifar 19. september 2024 08:02 Gary Martin, sem kom hingað til lands árið 2010 og hefur nánast verið hér síðan þá, er nú á heimleið til Englands. Vísir Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. Gary kom hingað til lands árið 2010 sem nítján ára strákur frá Darlington á Englandi með stóra drauma um að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er Gary reynslunni ríkari eftir tíma sinn hjá liðum á borð við ÍA, KR, Val og ÍBV. „Ég tók þetta bara ár frá ári,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar ég var yngri var ég mjög metnaðarfullur. Vildi byrja á Íslandi en fara svo lengra og hærra á mínum ferli. Það gekk ekki eins hratt fyrir sig og ég hefði viljað en ég náði þó þangað á endanum. En því meiri tíma sem ég varði hér á Íslandi því meira leið mér eins og ég ætti heima hérna. Ég naut þess að vera hér. Var ekkert að flýta mér að komast héðan. Fjórtán ár hafa liðið hratt hjá.“ Hvernig leist þér á það á sínum tíma að koma hingað til lands til þess að spila fótbolta? „Ég þekkti ekkert annað en fótbolta. Þetta var í raun eina tilboðið sem ég var með á borðinu. Það var annað hvort að koma hingað til lands eða reyna fyrir mér í neðri deildum Englands. Mér stóð til boða að koma hingað á sex vikna samningi og ég er þannig úr garði gerður að vera til í að stökkva á slík ævintýri. Það myndi ekki saka að prófa. Gary Martin mætti til Íslands og lét til sín taka með liði Skagamanna. Átti stóran þátt í því að koma liðinu aftur upp í efstu deild. Eftir það lá leiðin bara upp á við.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Ég stökk því á þetta og komst fljótt að því að íslenski boltinn hentaði mér mjög vel. Mér gekk vel og ég hafði það markmið eitt að sýna öllum hversu góður ég væri í fótbolta. Mér fannst ég þurfa að sanna mig eftir að hafa verið látinn fara frá Middlesborough því mér fannst ég ekki eiga það skilið að hafa verið látinn fara. Ég horfði á skrefið til Íslands sem síðasta tækifærið mitt til þess að láta eitthvað verða úr ferlinum“ Er enginn Valsari Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna sem leikmaður liðs í efstu deild. Hann gulltryggði KR Íslandsmeistaratitilinn árið 2013 með tvennu gegn erkifjendunum í Val á Hlíðarenda. Í leik sem er einn þeirra sem stendur upp úr á ferlinum en Gary átti seinna á ferlinum eftir að ganga til liðs við Val en þar átti hann ekki eftir að staldra lengi við. Meira um það síðar. „Það er ekki til sá staður sem er sætara að tryggja Íslandsmeistaratitilinn en heimavöllur Vals. Ég skoraði bæði mörk leiksins og í raun eru þeir tveir leikir sem standa upp úr á ferli mínum hér báðir á móti Val. Þeir hefðu aldrei átt að semja við mig. Ég er enginn Valsari.“ Alltaf til í snúa aftur hingað Í gegnum öll þessi ár hér á landi hefur Gary heillast af íslenskri þjóð og veran hér á landi hefur farið fram úr hans björtustu vonum. „Ég á Íslandi líf mitt að þakka. Allt sem ég á er Íslandi að þakka. Allt sem ég hef afrekað. Þess vegna er ég alltaf til í að snúa hingað aftur. Hvort sem það er sem leikmaður eða þjálfari. Ég tel að ég muni snúa aftur hingað til lands einn daginn. Þetta er besta landið sem ég hef búið á. Ég myndi setja það framar Englandi þegar kemur að því að kalla eitthvað mitt heimili.“ Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur ÍA ÍBV Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Gary kom hingað til lands árið 2010 sem nítján ára strákur frá Darlington á Englandi með stóra drauma um að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er Gary reynslunni ríkari eftir tíma sinn hjá liðum á borð við ÍA, KR, Val og ÍBV. „Ég tók þetta bara ár frá ári,“ segir Gary í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Þegar ég var yngri var ég mjög metnaðarfullur. Vildi byrja á Íslandi en fara svo lengra og hærra á mínum ferli. Það gekk ekki eins hratt fyrir sig og ég hefði viljað en ég náði þó þangað á endanum. En því meiri tíma sem ég varði hér á Íslandi því meira leið mér eins og ég ætti heima hérna. Ég naut þess að vera hér. Var ekkert að flýta mér að komast héðan. Fjórtán ár hafa liðið hratt hjá.“ Hvernig leist þér á það á sínum tíma að koma hingað til lands til þess að spila fótbolta? „Ég þekkti ekkert annað en fótbolta. Þetta var í raun eina tilboðið sem ég var með á borðinu. Það var annað hvort að koma hingað til lands eða reyna fyrir mér í neðri deildum Englands. Mér stóð til boða að koma hingað á sex vikna samningi og ég er þannig úr garði gerður að vera til í að stökkva á slík ævintýri. Það myndi ekki saka að prófa. Gary Martin mætti til Íslands og lét til sín taka með liði Skagamanna. Átti stóran þátt í því að koma liðinu aftur upp í efstu deild. Eftir það lá leiðin bara upp á við.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Ég stökk því á þetta og komst fljótt að því að íslenski boltinn hentaði mér mjög vel. Mér gekk vel og ég hafði það markmið eitt að sýna öllum hversu góður ég væri í fótbolta. Mér fannst ég þurfa að sanna mig eftir að hafa verið látinn fara frá Middlesborough því mér fannst ég ekki eiga það skilið að hafa verið látinn fara. Ég horfði á skrefið til Íslands sem síðasta tækifærið mitt til þess að láta eitthvað verða úr ferlinum“ Er enginn Valsari Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna sem leikmaður liðs í efstu deild. Hann gulltryggði KR Íslandsmeistaratitilinn árið 2013 með tvennu gegn erkifjendunum í Val á Hlíðarenda. Í leik sem er einn þeirra sem stendur upp úr á ferlinum en Gary átti seinna á ferlinum eftir að ganga til liðs við Val en þar átti hann ekki eftir að staldra lengi við. Meira um það síðar. „Það er ekki til sá staður sem er sætara að tryggja Íslandsmeistaratitilinn en heimavöllur Vals. Ég skoraði bæði mörk leiksins og í raun eru þeir tveir leikir sem standa upp úr á ferli mínum hér báðir á móti Val. Þeir hefðu aldrei átt að semja við mig. Ég er enginn Valsari.“ Alltaf til í snúa aftur hingað Í gegnum öll þessi ár hér á landi hefur Gary heillast af íslenskri þjóð og veran hér á landi hefur farið fram úr hans björtustu vonum. „Ég á Íslandi líf mitt að þakka. Allt sem ég á er Íslandi að þakka. Allt sem ég hef afrekað. Þess vegna er ég alltaf til í að snúa hingað aftur. Hvort sem það er sem leikmaður eða þjálfari. Ég tel að ég muni snúa aftur hingað til lands einn daginn. Þetta er besta landið sem ég hef búið á. Ég myndi setja það framar Englandi þegar kemur að því að kalla eitthvað mitt heimili.“
Besta deild karla Íslenski boltinn KR Valur ÍA ÍBV Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira