„Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2024 21:45 Kristinn Freyr Sigurðsson hendir sér í tæklingu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann sannfærandi 4-1 sigur gegn KR á heimavelli. Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn. „Mér leið vel allan fyrri hálfleikinn en það fór smá um mann í seinni hálfleik hugsandi um gengið undanfarið en við sköpuðum fleiri færi en þau sem við skoruðum úr og við getum verið nokkuð sáttir með þennan leik. Fyrst og fremst var þetta frábær liðssigur,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson eftir leik. Kristinn var ánægður með ákefðina í upphafi sem skilaði sér í marki eftir innan við fimmtán mínútna leik. „Við erum vanir að byrja leiki vel og síðan fer að fjara undan okkur þegar það líður á sem við erum að reyna að breyta. Það var frábært eftir að þeir minnkuðu muninn að vinna leikinn með þriðja markinu og síðan kom fjórða markið undir lokin.“ Aron Sigurðarson, leikmaður KR, minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik og gestirnir fengu færi til þess að jafna. Kristinn viðurkenndi að hann hafi verið orðinn smeykur á þeim kafla. „Já sérstaklega út af undanförnum leikjum. Mér fannst þetta full auðvelt mark og við erum búnir að fá svolítið af skítamörkum á okkur en sem betur fer kom það ekki að sök.“ Það myndaðist hiti milli leikmanna Vals og KR eftir að Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR, þrumaði Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, niður. Kristinn var meðal fjögurra leikmanna sem fékk gult spjald. Honum fannst þó dómarinn bregðast allt of harkalega við. „Ég skildi ekki af hverju dómarinn spjaldaði í þessu tilfelli. Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að. Íþróttin verður að vera skemmtileg fyrir áhorfendur, þá sem eru að horfa í sjónvarpinu og ekki síst okkur leikmennina.“ „Við leikmennirnir viljum kljást og rífa kjaft við hvorn annan án þess að þurfa að vera á bremsunni og fá gul spjöld. Það er algjörlega óþolandi að það sé verið að spjalda á einhverja fokking þvælu og það á að leyfa mönnum að kljást sérstaklega í þessum leik,“ sagði Kristinn Freyr að lokum. Valur Besta deild karla KR Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Mér leið vel allan fyrri hálfleikinn en það fór smá um mann í seinni hálfleik hugsandi um gengið undanfarið en við sköpuðum fleiri færi en þau sem við skoruðum úr og við getum verið nokkuð sáttir með þennan leik. Fyrst og fremst var þetta frábær liðssigur,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson eftir leik. Kristinn var ánægður með ákefðina í upphafi sem skilaði sér í marki eftir innan við fimmtán mínútna leik. „Við erum vanir að byrja leiki vel og síðan fer að fjara undan okkur þegar það líður á sem við erum að reyna að breyta. Það var frábært eftir að þeir minnkuðu muninn að vinna leikinn með þriðja markinu og síðan kom fjórða markið undir lokin.“ Aron Sigurðarson, leikmaður KR, minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik og gestirnir fengu færi til þess að jafna. Kristinn viðurkenndi að hann hafi verið orðinn smeykur á þeim kafla. „Já sérstaklega út af undanförnum leikjum. Mér fannst þetta full auðvelt mark og við erum búnir að fá svolítið af skítamörkum á okkur en sem betur fer kom það ekki að sök.“ Það myndaðist hiti milli leikmanna Vals og KR eftir að Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR, þrumaði Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, niður. Kristinn var meðal fjögurra leikmanna sem fékk gult spjald. Honum fannst þó dómarinn bregðast allt of harkalega við. „Ég skildi ekki af hverju dómarinn spjaldaði í þessu tilfelli. Þetta er fokking Valur-KR og ef menn fá ekki að kljást í þeim leik þá er eitthvað að. Íþróttin verður að vera skemmtileg fyrir áhorfendur, þá sem eru að horfa í sjónvarpinu og ekki síst okkur leikmennina.“ „Við leikmennirnir viljum kljást og rífa kjaft við hvorn annan án þess að þurfa að vera á bremsunni og fá gul spjöld. Það er algjörlega óþolandi að það sé verið að spjalda á einhverja fokking þvælu og það á að leyfa mönnum að kljást sérstaklega í þessum leik,“ sagði Kristinn Freyr að lokum.
Valur Besta deild karla KR Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira