Laus við veikindin og klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2024 13:12 Gylfi Þór mun spila gegn KR í kvöld. vísir/Diego Gylfi Þór Sigurðsson hefur æft af krafti með Valsmönnum eftir nýafstaðið landsleikjahlé og veikindi sem hann glímdi við aftra honum ekki frá því að spila við KR að Hlíðarenda í kvöld. Gylfi Þór var að glíma við magapest í kringum landsleiki Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland en hann byrjaði þó báða leikina. Talið er að allt að 15 leikmenn hafi lent í svipuðum veikindum í kjölfar leikjanna tveggja. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, staðfestir í samtali við íþróttadeild Vísis að Gylfi sé stálsleginn og spili með Val í kvöld. „Já hann er klár í slaginn. Hann hefur æft alla daga frá því að hann kom frá landsliðinu. Það er ekkert vesen á honum. Hann er klár,“ segir Túfa, eins og hann er gjarnan kallaður. Hann segir menn spennta að snúa aftur eftir landsleikjahlé en töluvert lengra er síðan að Valur spilaði leik heldur en KR. KR-ingar spiluðu frestaðan leik við Víking á föstudagskvöldið og töpuðu þar 3-0. Túfa segir spennu fyrir leiknum. „Við hlökkum til að fá fyrsta leikinn í einhverjar tvær vikur. Það er spennandi að mæta KR á Hlíðarenda og þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur Valsara og okkar stuðningsmenn. Tilfinningin er góð og við hlökkum til kvöldsins,“ segir Túfa. Srdjan Tufegdzic (Túfa) segir spennu fyrir kvöldinu.Vísir/Ívar Ávallt sé meiri spenna fyrir leik þessara fornu fjenda. „Ég held það skipti engu máli hvar liðin eru í töflunni þegar þessi lið mætast. Bæði lið eru ákveðin í að vinna þennan leik í kvöld. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá þrjá punkta í Evrópubaráttunni en líka mikilvægt fyrir klúbbinn og stuðningsmenn að gera vel gegn KR,“ segir Túfa. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan gerir upp alla 22. umferðina í Bestu deild karla beint í kjölfarið. Fylkir og Víkingur mætast einnig klukkan 19:15 og sýnt beint frá þeim leik á Stöð 2 Sport 5. Besta deild karla Valur KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Gylfi Þór var að glíma við magapest í kringum landsleiki Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland en hann byrjaði þó báða leikina. Talið er að allt að 15 leikmenn hafi lent í svipuðum veikindum í kjölfar leikjanna tveggja. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, staðfestir í samtali við íþróttadeild Vísis að Gylfi sé stálsleginn og spili með Val í kvöld. „Já hann er klár í slaginn. Hann hefur æft alla daga frá því að hann kom frá landsliðinu. Það er ekkert vesen á honum. Hann er klár,“ segir Túfa, eins og hann er gjarnan kallaður. Hann segir menn spennta að snúa aftur eftir landsleikjahlé en töluvert lengra er síðan að Valur spilaði leik heldur en KR. KR-ingar spiluðu frestaðan leik við Víking á föstudagskvöldið og töpuðu þar 3-0. Túfa segir spennu fyrir leiknum. „Við hlökkum til að fá fyrsta leikinn í einhverjar tvær vikur. Það er spennandi að mæta KR á Hlíðarenda og þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur Valsara og okkar stuðningsmenn. Tilfinningin er góð og við hlökkum til kvöldsins,“ segir Túfa. Srdjan Tufegdzic (Túfa) segir spennu fyrir kvöldinu.Vísir/Ívar Ávallt sé meiri spenna fyrir leik þessara fornu fjenda. „Ég held það skipti engu máli hvar liðin eru í töflunni þegar þessi lið mætast. Bæði lið eru ákveðin í að vinna þennan leik í kvöld. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá þrjá punkta í Evrópubaráttunni en líka mikilvægt fyrir klúbbinn og stuðningsmenn að gera vel gegn KR,“ segir Túfa. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan gerir upp alla 22. umferðina í Bestu deild karla beint í kjölfarið. Fylkir og Víkingur mætast einnig klukkan 19:15 og sýnt beint frá þeim leik á Stöð 2 Sport 5.
Besta deild karla Valur KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira