Körfubolti

Sektaður fyrir leikaraskap

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Chris Bosh fagnaði sigrinum í San Antonio vel og innilega.
Chris Bosh fagnaði sigrinum í San Antonio vel og innilega. Nordicphotos/AFP
Chris Bosh, einn af lykilmönnum Miami Heat, hefur verið sektaður um 5000 þúsund dollara fyrir leikaraskap.

Atvikið átti sér stað í öðrum leikhluta í fjórða leik úrslitaeinvígis Miami og San Antonio Spurs í Texas í fyrrinótt.

Bosh átti í baráttu við Tim Duncan í vítateig Miami. Þegar Gary Neal, leikstjórnandi San Antonio, keyrði í átt að körfunni féll Bosh til jarðar eftir samskipti sín við Duncan.

Sóknarbrot var dæmt á Duncan en leikrænir tilburðir Bosh þóttu það miklir að hann var sektaður um andvirði um 600 þúsund íslenskra króna.

Miami vann sigur í leiknum sem var hin mesta skemmtun. Frábært myndband úr leiknum má sjá hér að neðan. Staðan í einvíginu er 2-2. Fimmti leikur liðanna fer fram á sunnudagskvöldið.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×