Annar kínverskur olíurisi í viðræðum um Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2013 18:45 Kínverskir fjölmiðlar greina frá því að ríkisolíufélagið Sinopec sé komið í viðræður við Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu. Þetta yrði þá annað kínverska risaolíufélagið sem kæmi að olíuleitinni. Kínverskir fjölmiðlar hafa fréttina eftir heimildarmanni innan Sinopec, sem sagður er staðfesta að viðræður standi yfir við íslensk stjórnvöld. Hjá Orkustofnun kannast menn ekki við neinar slíkar viðræður við Sinopec, hins vegar var greint frá því í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins fyrir tveimur mánuðum, í tengslum við Kínaheimsókn forsætis- og utanríkisráðherra, að Össur Skarphéðinsson hefði hvatt kínverska ráðamenn til samstarfs um olíuverkefni á Drekasvæðinu og að íslenskt fyrirtæki hefði óskað eftir samvinnu við kínverska fyrirtækið Sinopec. Hér er væntanlega átt við félagið Íslenskt kolvetni, sem er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu. Stjórnarformaður þess, Kristján Jóhannsson, segir í samtali við Stöð 2 að félagið hafi átt kynningarfund með Sinopec í marsmánuði, en tekur fram að frekari viðræður hafi ekki átt sér stað. Stöð 2 hefur einnig upplýsingar frá Eykon Energy um að það félag hafi í byrjun árs átt í samskiptum við Sinopec. Eykon tilkynnti hins vegar fyrir tveimur vikum um samstarf við annað kínverskt ríkisolíufélag, CNOOC, um að fyrirtækin stæðu saman að umsókn leitarleyfi á Drekasvæðinu, sem nú er til meðferðar hjá Orkustofnun.Fréttirnar sem nú berast frá hinu olíufélaginu, Sinopec, benda til að það hafi einnig áhuga og gæti því farið svo að tveir kínverskir olíurisar sæki um að kanna Drekasvæðið. Sinopec er reyndar þegar í samstarfi við íslenska félagið Orka Energy, um jarðhitanýtingu í Kína, og ráðamenn Sinopec hittu forseta Íslands og forsætisráðherra í Íslandsheimsókn á síðasta ári þegar samstarfsyfirlýsing var undirrituð. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Kínverskir fjölmiðlar greina frá því að ríkisolíufélagið Sinopec sé komið í viðræður við Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu. Þetta yrði þá annað kínverska risaolíufélagið sem kæmi að olíuleitinni. Kínverskir fjölmiðlar hafa fréttina eftir heimildarmanni innan Sinopec, sem sagður er staðfesta að viðræður standi yfir við íslensk stjórnvöld. Hjá Orkustofnun kannast menn ekki við neinar slíkar viðræður við Sinopec, hins vegar var greint frá því í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins fyrir tveimur mánuðum, í tengslum við Kínaheimsókn forsætis- og utanríkisráðherra, að Össur Skarphéðinsson hefði hvatt kínverska ráðamenn til samstarfs um olíuverkefni á Drekasvæðinu og að íslenskt fyrirtæki hefði óskað eftir samvinnu við kínverska fyrirtækið Sinopec. Hér er væntanlega átt við félagið Íslenskt kolvetni, sem er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu. Stjórnarformaður þess, Kristján Jóhannsson, segir í samtali við Stöð 2 að félagið hafi átt kynningarfund með Sinopec í marsmánuði, en tekur fram að frekari viðræður hafi ekki átt sér stað. Stöð 2 hefur einnig upplýsingar frá Eykon Energy um að það félag hafi í byrjun árs átt í samskiptum við Sinopec. Eykon tilkynnti hins vegar fyrir tveimur vikum um samstarf við annað kínverskt ríkisolíufélag, CNOOC, um að fyrirtækin stæðu saman að umsókn leitarleyfi á Drekasvæðinu, sem nú er til meðferðar hjá Orkustofnun.Fréttirnar sem nú berast frá hinu olíufélaginu, Sinopec, benda til að það hafi einnig áhuga og gæti því farið svo að tveir kínverskir olíurisar sæki um að kanna Drekasvæðið. Sinopec er reyndar þegar í samstarfi við íslenska félagið Orka Energy, um jarðhitanýtingu í Kína, og ráðamenn Sinopec hittu forseta Íslands og forsætisráðherra í Íslandsheimsókn á síðasta ári þegar samstarfsyfirlýsing var undirrituð.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30
Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00