Körfubolti

Durant brást bogalistin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kevin Durant sækir að Zach Randolph í Memphis í nótt.
Kevin Durant sækir að Zach Randolph í Memphis í nótt. Nordicphotos/Getty
Memphis Grizzlies tók 2-1 forystu gegn Oklahoma City Thunder með 87-81 sigri í Memphis í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Gestirnir leituðu til Kevin Durant á lokamínútunni en ekket gekk upp hjá stórstjörnunni.

Marc Gasol skoraði 20 stig ásamt því að taka 9 fráköst í frábærum sigri heimamanna. TOny Allen og Mike Conley bættu 14 stigum í sarpinn.

Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir gestina en ekkert gekk hjá honum á lokamínútunni þar sem hann klikkaði meðal annars á báðum vítaskotum sínum.

Staðan var 81-81 þegar mínúta var eftir en heimamenn skoruðu sex síðustu stig leikins.

Indiana Pacers vann 82-71 sigur á New York í Indiana í nótt og leiðir í einvígi liðanna 2-1. Roy Hibbert skoraði 24 stig og tók 12 fráköst fyrir Indiana.

Gestirnir frá New York leiddu í þriðja leikthluta en 14-3 kafli heimamanna breitti stöðunni í 62-51 Indiana í vil. Þriggja stiga flautukarfa frá Hibbert undir lok þriðja leikhluta gaf tóninn fyrir lokafjórðunginn. Gestirnir náðu aldrei að ógna Indiana sem hefur frumkvæðið í einvígi liðanna.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×