Handbolti

Grosswallstadt fékk ekki keppnisleyfi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverre, lengst til vinstri, í leik með Grosswallstadt.
Sverre, lengst til vinstri, í leik með Grosswallstadt. Nordic Photos / Getty Images
Þýska úrvalsdeildarfélagið Grosswallstadt, lið Sverre Jakobssonar og Rúnars Kárasonar, fékk ekki úthlutað keppnisleyfi fyrir næsta tímabil.

Þetta var tilkynnt í dag. Félagið hefur eina viku til að bæta umsóknargögnin sín og sækja um áfrýjun, sem forráðamenn Grosswallstadt hafa í hyggju að gera.

Í tilkynningu frá Grosswallstadt kom fram að niðurstaðan hafi komið mjög á óvart. Félagið er í slæmri fjárhagsstöðu en að útlitið sé bjartara nú en á undanförnum árum.

Það kemur því endanlega í ljós síðar í mánuðinum hvort að Grosswallstadt fái áfram að spila í annarri af efstu tveimur deildum þýska handboltans.

Sem stendur er liðið í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar með ellefu stig og er nú fjórum stigum frá öruggu sæti. Sverre og Rúnar eru báðir samningsbundnir félaginu í eitt ár til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×