Nýir grunaðir í máli Madeleine McCann Jóhannes Stefánsson skrifar 18. maí 2013 11:20 Foreldrar McCann hafa leitað að stúlkunni síðan 2007 Mynd/ AFP Bresk lögregluyfirvöld segja nýja menn grunaða í máli Madeleine McCann, bresku stúlkunnar sem hefur verið týnd síðan 2007. Embættismenn á vegum Scotland Yard sögðu Sky News að eftir ítarlegri athugun á málinu hafi verið gerður listi af fólki sem þeir hyggist yfirheyra í tengslum við hvarf stúlkunnar. Athugunin hófst árið 2011 þegar yfirvöld hófu að nýju að rannsaka hvað gæti hafa komið fyrir stúlkuna sem var tæplega fjögurra ára gömul er hún hvarf úr íbúð sem fjölskylda hennar hafði til afnota í Praira da Luz í Portúgal fyrir sex árum síðan. „Tilgangur athugunarinnar var að líta málið nýjum augum og það er alltaf ávinningur af slíku. Athugunin hefur einnig leitt í ljós rannsóknar- og réttarmeinafræðileg tækifæri til að styðja við portúgalana. Það er hópur af fólki sem væri vert að athuga í tengslum við málið þó ekki væri nema til að útiloka þau," sagði Hamish Campbell, rannsóknarlögreglumaður í viðtali við Sky News. Portúgölsk yfirvöld voru á sínum tíma harðlega gagnrýnd fyrir rannsókn sína á málinu, en þau fóru upphaflega með rannsókn þess. Rannsóknin beindist upphaflega að foreldrum McCann, en rannsókn á þeim var hætt í júlí 2008, þegar saksóknari sagði að það væri ekkert sem benti til þess að þau væru viðriðin málið á saknæman hátt. Foreldrar McCann skildu við hana, bróðir hennar Sean og tvíburasystur hans á meðan þau fóru út að borða á veitingastað steinsnar frá íbúðinni í maí 2007. Hún hvarf örfáum dögum fyrir fjögurra ára afmælið sitt. Nánar er fjallað um málið á vef Fox News. Madeleine McCann Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Bresk lögregluyfirvöld segja nýja menn grunaða í máli Madeleine McCann, bresku stúlkunnar sem hefur verið týnd síðan 2007. Embættismenn á vegum Scotland Yard sögðu Sky News að eftir ítarlegri athugun á málinu hafi verið gerður listi af fólki sem þeir hyggist yfirheyra í tengslum við hvarf stúlkunnar. Athugunin hófst árið 2011 þegar yfirvöld hófu að nýju að rannsaka hvað gæti hafa komið fyrir stúlkuna sem var tæplega fjögurra ára gömul er hún hvarf úr íbúð sem fjölskylda hennar hafði til afnota í Praira da Luz í Portúgal fyrir sex árum síðan. „Tilgangur athugunarinnar var að líta málið nýjum augum og það er alltaf ávinningur af slíku. Athugunin hefur einnig leitt í ljós rannsóknar- og réttarmeinafræðileg tækifæri til að styðja við portúgalana. Það er hópur af fólki sem væri vert að athuga í tengslum við málið þó ekki væri nema til að útiloka þau," sagði Hamish Campbell, rannsóknarlögreglumaður í viðtali við Sky News. Portúgölsk yfirvöld voru á sínum tíma harðlega gagnrýnd fyrir rannsókn sína á málinu, en þau fóru upphaflega með rannsókn þess. Rannsóknin beindist upphaflega að foreldrum McCann, en rannsókn á þeim var hætt í júlí 2008, þegar saksóknari sagði að það væri ekkert sem benti til þess að þau væru viðriðin málið á saknæman hátt. Foreldrar McCann skildu við hana, bróðir hennar Sean og tvíburasystur hans á meðan þau fóru út að borða á veitingastað steinsnar frá íbúðinni í maí 2007. Hún hvarf örfáum dögum fyrir fjögurra ára afmælið sitt. Nánar er fjallað um málið á vef Fox News.
Madeleine McCann Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira