Körfubolti

Durant enn einu sinni hetja Oklahoma

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mikið mun mæða á Kevin Durant í ljósi meiðsla Russell Westbrook.
Mikið mun mæða á Kevin Durant í ljósi meiðsla Russell Westbrook. Nordicphotos/Getty
Oklahoma City Thunder tók forystuna gegn Memphis Grizzlies í undanúrslitum Austurdeildar NBA í gærkvöldi með 93-91 sigri á heimavelli í gær.

Gestirnir leiddu stærstan hluta fjórða leikhluta en gerðu slæm mistök undir lok leiksins. Kevin Durant skoraði alls 35 stig auk þess að taka 15 fráköst og eiga sex stoðsendingar. Kevin Martin skoraði 25 stig fyrir Oklahoma sem var níu stigum undir fyrir lokafjórðunginn.

Marc Gasol skoraði 20 stig fyrir Memphis Grizzlies og Zach Randolph 18 stig. Segja má að slæm vítanýting hafi orðið gestaliðinu að falli en liðið hitti aðeins úr 14 af 24 vítaskotum sínum.

Indiana Pacers er komið með frumkvæðið í einvíginu gegn New York Knicks en fyrsti leikur liðanna fór fram í New York í nótt.

David West skoraði 20 stig fyrir Indiana og Paul George bætti 19 í sarpinn. 27 stig frá Carmelo Anthony dugðu ekki til hjá New York sem var í eltingaleik allan leikinn.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×