Alonso er í uppáhaldi Hamilton Birgir Þór Harðarson skrifar 8. maí 2013 21:45 Hamilton og Alonso yrðu góðir liðsfélagar í dag, segir Hamilton. Enn á ný hefur Lewis Hamilton, liðsmaður Mercedes í Formúlu 1, lýst yfir aðdáun sinni á Fernando Alonso, liðsmanni Ferrari. Þeir félagar hafa hins vegar ekki alltaf virt hvorn annan því árið 2007 sprakk McLaren-liðið í loft upp þegar Alonso og Hamilton stóðu í mega deilum. Jafnvel þó Sebastian Vettel sé sá ökuþór sem nýtur mestrar velgengni á brautinni um þessar mundir gefur Hamilton gamla liðsfélaga sínum flest stig. „Það er kannski skrítið en sá sem ég dái mest er Fernando, fyrir helberan hraða hans sem er nærri ótrúlegur,“ sagði Hamilton við breska dagblaðið Daily Mail. „Ég held að það komist enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í þessari íþrótt.“ Hamilton telur sig vera þroskaðari manneskju núna og gæti vel hugsað sér að vera liðsfélagi Alonso á ný án þess að það myndi leiða til vandræða. „Ég er eldri núna svo ég er viss um að við ættum betra samband. Mér finnst ég vera orðinn betri í að skapa sambönd við liðsfélaga en það skiptir náttúrlega máli hver það er.“ „Ef Alonso og Vettel væru til dæmis í sama liði yrði liðið í vandræðum um leið...“ Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Enn á ný hefur Lewis Hamilton, liðsmaður Mercedes í Formúlu 1, lýst yfir aðdáun sinni á Fernando Alonso, liðsmanni Ferrari. Þeir félagar hafa hins vegar ekki alltaf virt hvorn annan því árið 2007 sprakk McLaren-liðið í loft upp þegar Alonso og Hamilton stóðu í mega deilum. Jafnvel þó Sebastian Vettel sé sá ökuþór sem nýtur mestrar velgengni á brautinni um þessar mundir gefur Hamilton gamla liðsfélaga sínum flest stig. „Það er kannski skrítið en sá sem ég dái mest er Fernando, fyrir helberan hraða hans sem er nærri ótrúlegur,“ sagði Hamilton við breska dagblaðið Daily Mail. „Ég held að það komist enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í þessari íþrótt.“ Hamilton telur sig vera þroskaðari manneskju núna og gæti vel hugsað sér að vera liðsfélagi Alonso á ný án þess að það myndi leiða til vandræða. „Ég er eldri núna svo ég er viss um að við ættum betra samband. Mér finnst ég vera orðinn betri í að skapa sambönd við liðsfélaga en það skiptir náttúrlega máli hver það er.“ „Ef Alonso og Vettel væru til dæmis í sama liði yrði liðið í vandræðum um leið...“
Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira