Dramatík í lokin en Dortmund fór í úrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2013 18:15 Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld. Þjóðverjarnir höfðu 4-1 veganesti fyrir leikinn í kvöld og fáir sem áttu von á endurkomu Real Madrid. Heimamenn óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að finna leiðina í markið. Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp á gátt. Gestirnir frá Dortmund fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en ýmist varði Diego Lopez eða þeim gulklæddu brást bogalistin. Átta mínútum fyrir leikslok fór allt á fullt. Karim Benzema skoraði þá mark af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og kviknaði von í hjörtum stuðningsmanna þeirra hvítklæddu. Sex mínútum síðar var það Sergio Ramos sem bætti við marki með skoti úr teignum og allt í einu þurftu heimamenn aðeins eitt mark. Þriðja markið kom hins vegar aldrei og stórveldið Real Madrid er úr leik. Sigur Dortmund í einvíginu yfir leikina tvo er verðskuldaður en þeir þýsku voru ekki síðri aðilinn í leik kvöldsins þótt heimamenn hafi skorað mörkin tvö. Þetta er þriðja árið í röð sem Real Madrid fellur úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem er met. Annað kvöld kemur í ljós hvort úrslitaleikurinn í ár verði þýskur. Þá sækir Bayern München heim Barcelona en þeir þýsku hafa 4-0 forystu úr fyrri leiknum. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley þann 25. maí. Myndasyrpu frá fagnaðarlátum Þjóðverjanna má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld. Þjóðverjarnir höfðu 4-1 veganesti fyrir leikinn í kvöld og fáir sem áttu von á endurkomu Real Madrid. Heimamenn óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að finna leiðina í markið. Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp á gátt. Gestirnir frá Dortmund fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en ýmist varði Diego Lopez eða þeim gulklæddu brást bogalistin. Átta mínútum fyrir leikslok fór allt á fullt. Karim Benzema skoraði þá mark af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og kviknaði von í hjörtum stuðningsmanna þeirra hvítklæddu. Sex mínútum síðar var það Sergio Ramos sem bætti við marki með skoti úr teignum og allt í einu þurftu heimamenn aðeins eitt mark. Þriðja markið kom hins vegar aldrei og stórveldið Real Madrid er úr leik. Sigur Dortmund í einvíginu yfir leikina tvo er verðskuldaður en þeir þýsku voru ekki síðri aðilinn í leik kvöldsins þótt heimamenn hafi skorað mörkin tvö. Þetta er þriðja árið í röð sem Real Madrid fellur úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem er met. Annað kvöld kemur í ljós hvort úrslitaleikurinn í ár verði þýskur. Þá sækir Bayern München heim Barcelona en þeir þýsku hafa 4-0 forystu úr fyrri leiknum. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley þann 25. maí. Myndasyrpu frá fagnaðarlátum Þjóðverjanna má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira