Frambjóðendur ræða ekki lækkun ríkisskulda og stöðugt verðlag 24. apríl 2013 13:46 Sé litið til umræðunnar í kosningabaráttunni og loforða og áherslna frambjóðenda kemur í ljós að lítil áhersla er lögð á þau viðfangsefni stjórnvalda í efnahagsmálum sem ættu að skipta mestu máli; þ.e. lækkun skulda ríkissjóðs og stöðugt verðlag. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem rætt er um kosningaloforð þeirra sex flokka sem búast má við að nái mönnum á þing í komandi kosningum, það er miðað við niðurstöður skoðanakannanna að undanförnu. "Áherslurnar virðast hvorki beinast að rót þeirra vandamála sem helst eru uppi í hagkerfinu né þeim úrlausnum sem nauðsynlegar eru í því sambandi. Mikið er hinsvegar rætt um leiðir til að vinna á beinum og óbeinum afleiðingum þeirra. Ef litið er til loforða þeirra framboða sem líklegt er að nái þingsæti kemur í ljós að stór hluti þeirra snýr að húsnæðismálum," segir í Hagsjánni. "Ef spurt er hver hafa verið stærstu vandamálin í íslensku efnahagslífi á síðustu árum eru verðbólga og óstöðugleiki framarlega í flokki. Nátengdur þessum tveimur þáttum er óstöðugur gjaldmiðill. Orsaka flestra þeirra vandamála sem verið er að ræða í kosningarbaráttunni er að finna í þessum þremur þáttum. Kosningabaráttan snýst því að miklu leyti um afleiðingar vandamála en ekki orsakir. Til lengri tíma litið hlýtur að vera mikilvægast að uppræta orsakirnar því öðruvísi verða afleiðingarnar ávallt þær sömu og sama vandamál kemur upp aftur og aftur. Skuldastaða heimilanna, þótt slæm sé, er fyrst og fremst afleiðing óhóflegrar verðbólgu og tiltölulega hárra verðtryggðra vaxta en ekki t.d. verðtryggingar eins og margir hafa haldið fram. Almennt má því segja að kosningaloforð fyrir kosningarnar 27. apríl gangi í öfuga átt m.v. eitt brýnasta úrlausnarefni samtímans; að lækka skuldir ríkissjóðs. Mörg þeirra ganga að auki í berhögg við baráttuna við verðbólguna og viðleitni til þess að koma á meiri stöðugleika. En Íslendingar vita vel að loforð í kosningum eru bara orð en ekki efndir, þannig að ekki er víst að allir þeir neikvæðu spádómar sem hér eru settir fram verði að veruleika." Kosningar 2013 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Sé litið til umræðunnar í kosningabaráttunni og loforða og áherslna frambjóðenda kemur í ljós að lítil áhersla er lögð á þau viðfangsefni stjórnvalda í efnahagsmálum sem ættu að skipta mestu máli; þ.e. lækkun skulda ríkissjóðs og stöðugt verðlag. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem rætt er um kosningaloforð þeirra sex flokka sem búast má við að nái mönnum á þing í komandi kosningum, það er miðað við niðurstöður skoðanakannanna að undanförnu. "Áherslurnar virðast hvorki beinast að rót þeirra vandamála sem helst eru uppi í hagkerfinu né þeim úrlausnum sem nauðsynlegar eru í því sambandi. Mikið er hinsvegar rætt um leiðir til að vinna á beinum og óbeinum afleiðingum þeirra. Ef litið er til loforða þeirra framboða sem líklegt er að nái þingsæti kemur í ljós að stór hluti þeirra snýr að húsnæðismálum," segir í Hagsjánni. "Ef spurt er hver hafa verið stærstu vandamálin í íslensku efnahagslífi á síðustu árum eru verðbólga og óstöðugleiki framarlega í flokki. Nátengdur þessum tveimur þáttum er óstöðugur gjaldmiðill. Orsaka flestra þeirra vandamála sem verið er að ræða í kosningarbaráttunni er að finna í þessum þremur þáttum. Kosningabaráttan snýst því að miklu leyti um afleiðingar vandamála en ekki orsakir. Til lengri tíma litið hlýtur að vera mikilvægast að uppræta orsakirnar því öðruvísi verða afleiðingarnar ávallt þær sömu og sama vandamál kemur upp aftur og aftur. Skuldastaða heimilanna, þótt slæm sé, er fyrst og fremst afleiðing óhóflegrar verðbólgu og tiltölulega hárra verðtryggðra vaxta en ekki t.d. verðtryggingar eins og margir hafa haldið fram. Almennt má því segja að kosningaloforð fyrir kosningarnar 27. apríl gangi í öfuga átt m.v. eitt brýnasta úrlausnarefni samtímans; að lækka skuldir ríkissjóðs. Mörg þeirra ganga að auki í berhögg við baráttuna við verðbólguna og viðleitni til þess að koma á meiri stöðugleika. En Íslendingar vita vel að loforð í kosningum eru bara orð en ekki efndir, þannig að ekki er víst að allir þeir neikvæðu spádómar sem hér eru settir fram verði að veruleika."
Kosningar 2013 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira