Körfubolti

Hamar aftur upp í efstu deild

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íris Ásgeirsdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir.
Íris Ásgeirsdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir. Mynd/ÓskarÓ
Hamarskonur endurheimtu sætið sitt í efstu deild eftir 73-59 sigur á Stjörnunni í Hveragerði í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í Dominos-deild kvenna. Hamar kemur því strax upp eftir fall í fyrra og tekur sæti Fjölnis sem féll á dögunum.

Íris Ásgeirsdóttir (23 stig, 8 stoðsendingar, 5 stolnir) og Marín Laufey Davíðsdóttir (22 stig, 15 fráköst) fóru fyrir Hamarsliðinu í kvöld og áttu Stjörnukonur fá svör við leik þeirra. Íris var líka sátt í leikslok:

"Við áttum ekki heima í þessari deild. Þær mættu miklu tilbúnari en við í leik tvö en við fórum yfir það sem við gerðum illa í síðasta leik og rúlluðum yfir þær í kvöld. Við vissum að við værum miklu betri. Við erum búnar að sýna það í vetur að við erum langbesta liðið í þessari deild," sagði Íris kát og hún var ánægð með stuðninginn.

"Það var æðislegt að vinna þetta fyrir framan þessa frábæru áhorfendur. Það er miklu skemmtilegra að vinna þetta hérna með svona áhorfendur en í Garðbænum," sagði Íris að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×