Pistill: Rauða spjaldið ódýr afsökun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2013 07:30 United menn eftir að Ronaldo kom Real í 2-1. Nordicphotos/Getty Nú þegar mesta reiðin ætti að vera runnin af grjóthörðum stuðningsmönnum Manchester United eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku er ekki úr vegi að átta sig á því hvers vegna liðið féll úr keppni. Ósanngjarnt rautt spjald á Nani sem breytti gangi leiksins og batt enda á Evrópudraum United segja einhverjir. Ég get ekki verið sammála því. Vissulega hafði United spilað frábæra knattspyrnu í rúmar fimmtíu mínútur þegar rauða spjaldið fór á loft. Umdeildur dómur en knattspyrnuáhugamenn ættu að vera orðnir vanir umdeildum dómum. Þegar Gonzalo Higuain kom boltanum í netið eftir hálftímaleik flautaði dómarinn. Sóknarbrot á Ramos. Umdeildur dómur. Aftur var Higuain á ferðinni þremur mínútum eftir að rauða spjaldið fór á loft en hönd Rafael kom í veg fyrir að boltinn færi í netið. Ekkert dæmt. Umdeildur dómur. United var á góðri siglingu þegar Nani fékk reisupassann og auðvitað var það áfall. En liðið hafði forystu. 1-0 í leiknum og 2-1 samanlagt. Hálftími til stefnu á nautsterkum heimavelli fyrir framan stuðningsmenn sem höfðu fengið skýr skilaboð að láta í sér heyra. Tólfti maðurinn stóð fyrir sínu. Einhver lið hefðu þjappað sér enn betur saman við að finnast á sér brotið en það gerðu tíu leikmenn United ekki. Á fimm mínútum tapaðist leikurinn og þrátt fyrir fín færi virtust hvorki leikmenn né stuðningsmenn hafa trú á endurkomu þeirra rauðklæddu í þeirra eigin leikhúsi kenndu við drauma. Þar til meistaradeildarbikarinn fer á loft á Wembley þann 25. maí er bikarinn mesta prýði verðlaunaskápsins á Stamford Bridge. Chelsea fór nefnilega alla leið í fyrra þrátt fyrir að um tíma virtust öll sund lokuð. Tveimur mörkum undir, manni færri og fyrirliðalausir á útivelli gegn Barcelona skoruðu leikmenn Lundúnarliðsins tvívegis og fóru áfram í úrslitaleikinn í München sem segja má að farið hafi fram á útivelli. Liðið lék án fyrirliðans, fékk dæmda á sig vítaspyrnu, lenti undir örfáum mínútum fyrir leikslok og klúðraði fyrsta vítinu í keppninni. Mótlæti af ýmsum gerðum en liðið lyfti titlinum í leikslok. Hvort sem liðið var það besta eða ekki í Evrópu það árið átti það titilinn skilið. Í apríl 1999 lék Manchester United til undanúrslita í enska bikarnum gegn Arsenal. Leika þurfti tvívegis þar sem fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Reyndar skoraði United fullkomlega löglegt mark í þeim leik sem var dæmt af vegna meintrar rangstöðu. Rangur dómur en mannleg mistök dómara sem, ótrúlegt en satt, eiga sér stað í hverjum einasta leik þótt þau veki mismikla athygli. Þreyttir United menn, sem voru í eldlínunni í þremur stærstu keppnunum, misstu fyrirliða sinn af velli með rautt spjald í síðari hálfleik rétt eftir að hafa fengið á sig mark. Ellefu leikmenn Arsenal lágu í sókn en ekki einu sinni vítaspyrna Dennis Bergkamp gat komið boltanum framhjá Schmeichel í markinu. Leikmenn United voru bornir af velli á herðum stuðningsmanna sinna eftir magnaðan sigur þar sem Ryan Giggs skoraði sitt fallegasta mark í fallega rauða búningnum. Þetta var sigurlið. United liðið sem missti Nani af velli var það ekki. Örvænting greip um sig og virtist enginn leikmaður hafa trú á því að einvígið gæti unnist manni færri. Real gekk á lagið. Það er auðvelt að hóta tyrkneskum dómara lífláti á samskiptamiðlum þegar illa fer hjá uppáhaldsliðinu. Það var hins vegar United sem stóðst ekki prófið á Old Trafford. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pistill: Gylfi og Chicharito "Gylfi hefði ekki átt að velja peninga fram yfir spilatíma,“ er fullyrðing sem ég hef heyrt frá knattspyrnuáhugamönnum undanfarnar vikur og mánuði. 5. febrúar 2013 10:34 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Nú þegar mesta reiðin ætti að vera runnin af grjóthörðum stuðningsmönnum Manchester United eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku er ekki úr vegi að átta sig á því hvers vegna liðið féll úr keppni. Ósanngjarnt rautt spjald á Nani sem breytti gangi leiksins og batt enda á Evrópudraum United segja einhverjir. Ég get ekki verið sammála því. Vissulega hafði United spilað frábæra knattspyrnu í rúmar fimmtíu mínútur þegar rauða spjaldið fór á loft. Umdeildur dómur en knattspyrnuáhugamenn ættu að vera orðnir vanir umdeildum dómum. Þegar Gonzalo Higuain kom boltanum í netið eftir hálftímaleik flautaði dómarinn. Sóknarbrot á Ramos. Umdeildur dómur. Aftur var Higuain á ferðinni þremur mínútum eftir að rauða spjaldið fór á loft en hönd Rafael kom í veg fyrir að boltinn færi í netið. Ekkert dæmt. Umdeildur dómur. United var á góðri siglingu þegar Nani fékk reisupassann og auðvitað var það áfall. En liðið hafði forystu. 1-0 í leiknum og 2-1 samanlagt. Hálftími til stefnu á nautsterkum heimavelli fyrir framan stuðningsmenn sem höfðu fengið skýr skilaboð að láta í sér heyra. Tólfti maðurinn stóð fyrir sínu. Einhver lið hefðu þjappað sér enn betur saman við að finnast á sér brotið en það gerðu tíu leikmenn United ekki. Á fimm mínútum tapaðist leikurinn og þrátt fyrir fín færi virtust hvorki leikmenn né stuðningsmenn hafa trú á endurkomu þeirra rauðklæddu í þeirra eigin leikhúsi kenndu við drauma. Þar til meistaradeildarbikarinn fer á loft á Wembley þann 25. maí er bikarinn mesta prýði verðlaunaskápsins á Stamford Bridge. Chelsea fór nefnilega alla leið í fyrra þrátt fyrir að um tíma virtust öll sund lokuð. Tveimur mörkum undir, manni færri og fyrirliðalausir á útivelli gegn Barcelona skoruðu leikmenn Lundúnarliðsins tvívegis og fóru áfram í úrslitaleikinn í München sem segja má að farið hafi fram á útivelli. Liðið lék án fyrirliðans, fékk dæmda á sig vítaspyrnu, lenti undir örfáum mínútum fyrir leikslok og klúðraði fyrsta vítinu í keppninni. Mótlæti af ýmsum gerðum en liðið lyfti titlinum í leikslok. Hvort sem liðið var það besta eða ekki í Evrópu það árið átti það titilinn skilið. Í apríl 1999 lék Manchester United til undanúrslita í enska bikarnum gegn Arsenal. Leika þurfti tvívegis þar sem fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Reyndar skoraði United fullkomlega löglegt mark í þeim leik sem var dæmt af vegna meintrar rangstöðu. Rangur dómur en mannleg mistök dómara sem, ótrúlegt en satt, eiga sér stað í hverjum einasta leik þótt þau veki mismikla athygli. Þreyttir United menn, sem voru í eldlínunni í þremur stærstu keppnunum, misstu fyrirliða sinn af velli með rautt spjald í síðari hálfleik rétt eftir að hafa fengið á sig mark. Ellefu leikmenn Arsenal lágu í sókn en ekki einu sinni vítaspyrna Dennis Bergkamp gat komið boltanum framhjá Schmeichel í markinu. Leikmenn United voru bornir af velli á herðum stuðningsmanna sinna eftir magnaðan sigur þar sem Ryan Giggs skoraði sitt fallegasta mark í fallega rauða búningnum. Þetta var sigurlið. United liðið sem missti Nani af velli var það ekki. Örvænting greip um sig og virtist enginn leikmaður hafa trú á því að einvígið gæti unnist manni færri. Real gekk á lagið. Það er auðvelt að hóta tyrkneskum dómara lífláti á samskiptamiðlum þegar illa fer hjá uppáhaldsliðinu. Það var hins vegar United sem stóðst ekki prófið á Old Trafford.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pistill: Gylfi og Chicharito "Gylfi hefði ekki átt að velja peninga fram yfir spilatíma,“ er fullyrðing sem ég hef heyrt frá knattspyrnuáhugamönnum undanfarnar vikur og mánuði. 5. febrúar 2013 10:34 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Pistill: Gylfi og Chicharito "Gylfi hefði ekki átt að velja peninga fram yfir spilatíma,“ er fullyrðing sem ég hef heyrt frá knattspyrnuáhugamönnum undanfarnar vikur og mánuði. 5. febrúar 2013 10:34