Handbolti

Rasmus Lauge á leið til Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rasmus Lauge Schmidt í leik með danska landsliðinu.
Rasmus Lauge Schmidt í leik með danska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt dönskum og þýskum fjölmiðlum er leikstjórnandinn Rasmus Lauge Schmidt á leið til þýska stórliðsins Kiel.

Lauge er aðeins 21 árs gamall en lykilmaður í liði Bjerringbro/Silkeborg. Hann hefur þar að auki spilað með danska landsliðinu síðan 2010 og unnið til tveggja verðlauna með Dönum (gull á EM 2012 og silfur á HM 2013).

Hann er samningsbundinn Bjerringbro/Silkeborg til ársins 2014 en forráðamenn Kiel eru sagðir áhugasamir um að fá hann til Þýskalands nú strax í sumar.

Ljóst er að Daniel Narcisse mun fara frá Kiel nú í sumar og þá er óvíst hvað taki við hjá Momir Ilic, en samningur hans rennur út í lok tímabilsins.

Lauge er ætlað stórt hlutverk hjá Kiel í framtíðinni en hjá liðinu eru fyrir íslensku landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Þjálfari liðsins er Alfreð Gíslason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×